Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 49
Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarmeðferð í samvinnu
við fjölskyldur langveikra
Hjúkrunarmeðferö
í samvinnu
við fjölskyldur
langveikra
Dr. Lorraine M. Wright og dr. Janice Bell, pró-
fessorar í hjúkrunarfræði og sálfræði við Háskól-
ann í Calgary í Kanada, voru hér á landi 2. til 6.
júní. Erindi þeirra var að halda fyrirlestra á nám-
skeiði sem nefndist „Hjúkrunarmeðferð í sam-
vinnu við fjölskyldur langveikra". Námskeiðið
var á vegum Endurmenntunar Háskóla Islands í
samvinnu við hjúkrunarfræðideild Háskóla ís-
lands og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent við
hjúkrunarfræðideild, hafði umsjón með nám-
skeiðinu. Þetta námskeið var mjög vel heppnað.
Dr. Wright og dr. Bell eru frábærir fræðimenn og
fyrirlesarar. Þær hafa birt fjöldann allan af grein-
um um fjölskyldur langveikra auk þess sem þær
hafa gefið út ýmsar bækur á sviði 'fjölskyldu-
hjúkrunar. Dr. Wright stofnaði fjölskylduhjúkr-
unardeild innan hjúkrunarfræðideildar Háskól-
ans í Calgary árið 1982 og var í forsvari fyrir
hana í tuttugu ár. Þetta er göngudeild fyrir fjöl-
skyldur langveikra. Deildin er í raun rannsóknar-
stofa fyrir fjölskylduhjúkrun þar sem kennarar
og nemendur á framhaldsstigi hjúkrunar nota
þekkingu sína til að aðstoða fjölskyldur sem til
þeirra leita og um leið veita þessar fjölskyldur
nemendum og kennurum tækifæri til að auka við
þekkingu á þessu sviði. Dr. Bell stýrir nú fjöl-
skylduhjúkrunardeildinni og er auk þess ritstjóri
tímarits um fjölskylduhjúkrun, „Journal of
Family Nursing". A námskeiðinu héldu þær fyr-
irlestrana saman. Þær skiptust á að segja frá og
spjalla um efnið og varpa spurningum fram í sal
þannig að úr urðu lifandi og skemmtilegir fyrir-
lestrar. Frá margra ára ferli sem fræðimenn á
sviðinu höfðu þær mörg raunveruleg dæmi sem
þær studdu umfjöllun sína með og sýndu meðal
annars upptökur af viðtölum við fjölskyldur lang-
veikra. Viðtölin, sem þær sýndu, vöktu mikla at-
hygli nemenda á námskeiðinu. í þeim kemur
fram í hverju hjúkrunarmeðferðin felst, auk
Lorraine M. Wright og Janice Bell í móttöku ásamt Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og
þátttakendum á námskeiöinu
kennslu og rannsókna á fjölskylduhjúkrunardeildinni. Sýnt er
hvernig nemendur fá þjálfun í að tala við fjölskyldur lang-
veikra, hvernig kennarar fylgjast með viðtalinu í gegnum
speglagler og styðja við nemendur í gegnum síma ef þörf er á.
Siðan sýna upptökurnar hvernig nemandi og kennarar fara
saman í gegnum viðtalið eftir á og hvernig unnið er með fjöl-
skyldunni í framhaldinu.
Langvinn veikindi eins einstaklings hafa áhrif á alla í fjöl-
skyldunni. Þessi staðreynd er útgangspunktur í allri þeirra
umfjöllun. Þær fjölluðu um mikilvægi þess að leyfa einstakl-
ingum og fjölskyldum að tjá þjáningu sína, í því væri fólginn
lækningamáttur. Þær töluðu um að veita fjölskyldum eins
konar staðfestingu á að það sem þær væru að ganga í gegnum
væri erfitt og að líðan fjölskyldumeðlima væri ekki óeðlileg.
Þær fjölluðu um mikilvægi hróss til handa fjölskyldum í þess-
um sporum, að gefa þeim þau skilaboð að þær standi sig vel.
Til þess að geta unnið vel með fjölskyldum þarf hjúkrunar-
fræðingurinn að hafa mikinn áhuga á einstaklingnum og fjöl-
skyldu hans, spyrja út í líðan og hagi og þannig færast nær
svörum og leiðum sem henta hverri fjölskyldu. A námskeiðinu
fjölluðu þær um líkan til að meta fjölskyldur, „Calgary family
assessment modeF, og líkan fyrir hjúkrunarmeðferð fjöl-
skyldna, „Calgary family intervention model“.
Fleira var fjallað um á námskeiðinu sem ekki hefur verið
nefnt hér. Á heildina litið var þetta frábært námskeið, upp-
fullt af góðu nytsamlegu efni um fjölskylduhjúkrun. Þetta var
eitt af þeim námskeiðum sem fyllir mann jákvæðni og eld-
móði.
Netfang fjölskylduhjúkrunardeildarinnar (Family Nursing Unit): www.ucalgary.ca/nu/fnu
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003
47