Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 49
Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarmeðferð í samvinnu við fjölskyldur langveikra Hjúkrunarmeðferö í samvinnu við fjölskyldur langveikra Dr. Lorraine M. Wright og dr. Janice Bell, pró- fessorar í hjúkrunarfræði og sálfræði við Háskól- ann í Calgary í Kanada, voru hér á landi 2. til 6. júní. Erindi þeirra var að halda fyrirlestra á nám- skeiði sem nefndist „Hjúkrunarmeðferð í sam- vinnu við fjölskyldur langveikra". Námskeiðið var á vegum Endurmenntunar Háskóla Islands í samvinnu við hjúkrunarfræðideild Háskóla ís- lands og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild, hafði umsjón með nám- skeiðinu. Þetta námskeið var mjög vel heppnað. Dr. Wright og dr. Bell eru frábærir fræðimenn og fyrirlesarar. Þær hafa birt fjöldann allan af grein- um um fjölskyldur langveikra auk þess sem þær hafa gefið út ýmsar bækur á sviði 'fjölskyldu- hjúkrunar. Dr. Wright stofnaði fjölskylduhjúkr- unardeild innan hjúkrunarfræðideildar Háskól- ans í Calgary árið 1982 og var í forsvari fyrir hana í tuttugu ár. Þetta er göngudeild fyrir fjöl- skyldur langveikra. Deildin er í raun rannsóknar- stofa fyrir fjölskylduhjúkrun þar sem kennarar og nemendur á framhaldsstigi hjúkrunar nota þekkingu sína til að aðstoða fjölskyldur sem til þeirra leita og um leið veita þessar fjölskyldur nemendum og kennurum tækifæri til að auka við þekkingu á þessu sviði. Dr. Bell stýrir nú fjöl- skylduhjúkrunardeildinni og er auk þess ritstjóri tímarits um fjölskylduhjúkrun, „Journal of Family Nursing". A námskeiðinu héldu þær fyr- irlestrana saman. Þær skiptust á að segja frá og spjalla um efnið og varpa spurningum fram í sal þannig að úr urðu lifandi og skemmtilegir fyrir- lestrar. Frá margra ára ferli sem fræðimenn á sviðinu höfðu þær mörg raunveruleg dæmi sem þær studdu umfjöllun sína með og sýndu meðal annars upptökur af viðtölum við fjölskyldur lang- veikra. Viðtölin, sem þær sýndu, vöktu mikla at- hygli nemenda á námskeiðinu. í þeim kemur fram í hverju hjúkrunarmeðferðin felst, auk Lorraine M. Wright og Janice Bell í móttöku ásamt Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og þátttakendum á námskeiöinu kennslu og rannsókna á fjölskylduhjúkrunardeildinni. Sýnt er hvernig nemendur fá þjálfun í að tala við fjölskyldur lang- veikra, hvernig kennarar fylgjast með viðtalinu í gegnum speglagler og styðja við nemendur í gegnum síma ef þörf er á. Siðan sýna upptökurnar hvernig nemandi og kennarar fara saman í gegnum viðtalið eftir á og hvernig unnið er með fjöl- skyldunni í framhaldinu. Langvinn veikindi eins einstaklings hafa áhrif á alla í fjöl- skyldunni. Þessi staðreynd er útgangspunktur í allri þeirra umfjöllun. Þær fjölluðu um mikilvægi þess að leyfa einstakl- ingum og fjölskyldum að tjá þjáningu sína, í því væri fólginn lækningamáttur. Þær töluðu um að veita fjölskyldum eins konar staðfestingu á að það sem þær væru að ganga í gegnum væri erfitt og að líðan fjölskyldumeðlima væri ekki óeðlileg. Þær fjölluðu um mikilvægi hróss til handa fjölskyldum í þess- um sporum, að gefa þeim þau skilaboð að þær standi sig vel. Til þess að geta unnið vel með fjölskyldum þarf hjúkrunar- fræðingurinn að hafa mikinn áhuga á einstaklingnum og fjöl- skyldu hans, spyrja út í líðan og hagi og þannig færast nær svörum og leiðum sem henta hverri fjölskyldu. A námskeiðinu fjölluðu þær um líkan til að meta fjölskyldur, „Calgary family assessment modeF, og líkan fyrir hjúkrunarmeðferð fjöl- skyldna, „Calgary family intervention model“. Fleira var fjallað um á námskeiðinu sem ekki hefur verið nefnt hér. Á heildina litið var þetta frábært námskeið, upp- fullt af góðu nytsamlegu efni um fjölskylduhjúkrun. Þetta var eitt af þeim námskeiðum sem fyllir mann jákvæðni og eld- móði. Netfang fjölskylduhjúkrunardeildarinnar (Family Nursing Unit): www.ucalgary.ca/nu/fnu Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.