Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 11
GREIN
Plejemedre og íslenskar
hjúkrunarkonur
Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona hafði tekið
^ við formennsku Félags íslenskra hjúkrunar-
kvenna árið 1924, fyrst íslenskra hjúkrunar-
kvenna en embætti formanns félagsins hafði ver-
ið í höndum danskra hjúkrunarkvenna frá stofn-
| un þess (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996).
Ásta Sigriöur Eiriksdóttir (1894-1986) ásamt börnum sinum,
Vigdisi fyrrverandi forseta íslands og Þorvaldi (1931-1952).
Sigríöur giftist Finnboga Rúti Þorvaldssyni (1891-1973) prófessor i
verkfræöi við Háskóla íslands árið 1926. Myndin var tekin árið
1934. Myndin erieigu VigdísarFinnbogadóttur.
Foreldrar Sigríðar Eiríksdóttur voru Eiríkur Guð-
mundsson, bóndi og trésmiður, og Vilborg
Guðnadóttir. Eftir nám í skóla Sankti Jósepssysta
í Landakoti hóf hún nám við Verslunarskóla fs-
lands og stundaði eftir það verslunar- og skrif-
stofustörf (Fíjúkrunarkvennatal, 1969). í bók
Sigríðar Th. Erlendsdóttur sagnfræðings, Veröld
sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags íslands
1907-1992, kemur fram að flótti úr vinnukonu-
starfi hafi verið ein mesta breyting á launavinnu
kvenna á íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar.
Konum fjölgaði mest í handverki og iðnaðarstörf-
um og þær hófu einnig að starfa í verslunum og á
skrifstofum (Sigríður Th. Erlendsdóttir, 1993).
Sigríður lét þó ekki staðar numið við skrifstofu-
störf og ákvað að halda áfram að mennta sig. Arið
1918 hélt hún til Kaupmannahafnar og hóf
hjúkrunarnám við borgarspítalann,
Kommunehospitalet, þar í borg og lauk þaðan
þriggja ára hjúkrunarnámi árið 1921. Flún tók
framhaldsnám í geðhjúkrun við sjúkrahús í Hró-
arskeldu og hélt þaðan til Vínar og starfaði þar á
fæðingar- og handlækningardeild Rauðakross-
sjúkrahússins. Arið 1922 hélt hún til íslands og
starfaði sem hjúkrunarkona við Hjúkrunarfélagið
Líkn þar til hún gifti sig árið 1926. Þá hætti hún
hjúkrunarstörfum því það þótti ekki við hæfi að
giftar konur ynnu út. Arið 1924 hafði hún tekið
við embætti formanns Félags íslenskra hjúkrun-
arkvenna þegar Christophine Bjarnhéðinsson lét af því emb-
ætti og flutti síðar til Kaupmannahafnar ásamt eiginmanni sín-
um, Sæmundi Bjarnhéðinssyni (María Pétursdóttir, 1969).
Allar þessar fjórar konur eiga það sameiginlegt að vera braut-
ryðjendur í hjúkrun og miklar heimskonur. Hjúkrunarmennt-
un öðluðust þær í Danmörku en segja má að hjúkrunarskólar
þarlendis hafi verið vagga menntunar hjúkrunarkvenna á Is-
Iandi en þar hafði þróun hjúkrunarstarfsins hafist allnokkru
áður en þær hófu hjúkrunarnám. Tvær giftu sig að hjúkrunar-
námi loknu en hættu ekki afskiptum af málefnum hjúkrunar-
stéttarinnar. Christophine og Sigríður störfuðu í samtökum
um mannúðar- og líknarmál og einnig sinntu þær félagsmál-
um hjúkrunarkvenna og Sigríður lengst af sem formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarkvenna, ein 36 ár. Hún vakti alla tíð
yfir velferð stéttarinnar auk þess að vera húsmóðir og móðir
tveggja barna. Eftir Sigríði liggur gríðarlega mikið af bréfum
skrifuðum í þágu félagsins og einnig var hún mjög afkastamik-
il í að upplýsa stétt sína með greinaskrifum í Tímariti hjúkr-
unarkvenna um það nýjasta í hjúkrunarfræði. Þá birtust
einnig greinar eftir hana í dagblöðum.
Harriet Kjær og Kristín Thoroddsen giftust ekki heldur störf-
uðu innan veggja sjúkrahúsa sem stjórnendur hjúkrunar-
kvenna og annars starfsfólks.
Allar voru þessar konur áhrifakonur í samtíð sinni og sæmdar
riddarakrossi fálkaorðunnar á Islandi fyrir störf sína á sviði
heilbrigðismála og í þágu sjúkra.
Þetta er í stuttu máli sagt saga fjögurra vel menntaðra hjúkr-
unarkvenna sem mörkuðu þáttaskil í sögu hjúkrunar á Islandi,
voru sannkallaðir frumherjar í sögu íslenskra hjúkrunar-
kvenna.
Grein þessi er að hluta til erindi sem flutt var hinn 2. október
árið 2003 á degi hjúkrunarfræðideildar: 30 ár frá stofnun
námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Island.
Erla Dóris Halldórsdóttir er hjúkrunarfræðingur og doktors-
nemi í sagnfræði við Háskóla Islands.
Heimildir
Erla Dóris Halldórsdóttir (2001). Holdsveikiá islandi. Mál og mynd, Reykjavik.
Erla Dóris Halldórsdóttir (2000). islenskhjúkrunarstétt frá árinu 1930 til 1960. M.A. rit-
gerð: Háskóli íslands, heimspekideild.
Erla Dóris Halldórsdóttir (1996). Upphaf hjúkrunarstéttar á islandi. B.A-ritgerð: Háskóli
Íslands, heimspekideild.
Kristín Björnsdóttir (1999). „Feminismi og hjúkrun." Timarit hjúkrunarfrœðinga 2.
Hjúkrunarkvennata! (1969). Hjúkrunarfélag islands, Reykjavik.
Maria Pétursdóttir (1969). Hjúkrunarsaga. Gefin út af höfundi, Reykjavik.
Min. Dómkirkjan i Reykjavík 1899-1909.
Rigsarkivet. Ebeltoft kirkebog 1867-91, fol. 107 nr. 22, C334-7, 4/12.
Rigsarkivet. Holmen sogns kirkebog 1863-69, fol. 170 nr. 97, 3-32-65b.
Sigríður Th. Erlendsdóttir (1993). Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafétags islands 1907-
1992. Kvennréttindafélag islands, Reykjavik.
Þjóðskjalasafn islands. Skjöl frá Suðuramtinu. SAD II nr. 151. Holdsveikraspitalinn ÍLaug-
arnesi. Landshöfðingi yfirislandi 15. april 1903.
Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
9