Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 12
Ragnheiður Haraldsdóttir 10 WtKKBKtKUUMtBM Brautryöjandinn María Pétursdóttir Hennar iön var aðra'aö gleöja, öll aö græöa hjartasárin, nakta'aö klæöa, svanga'aö seöja, sorgbitinna'aö þerra tárin. Þessar línur eru úr kvæöinu Brauðin og blómin eftir Grím Thomsen og eru á titilsíðu Hjúkrunarsögu eftir Maríu Pétursdóttur. Eg geri mér í hugarlund að hún hafi valið þetta kvæði vegna þess að það varpar Ijósi á viðhorf henn- ar sjálfrar og sýnir hvaða dyggðir hún taldi mikilvægar. Hraðar breytingar einkenna samtím- ann, ekki síst heilbrigðisþjónustuna. Okkur verður tíðrætt um stórstígar tækniframfarir og stöðugar nýjungar í meðferð sjúkra. Síður er rætt um hvernig hugmyndir hafa breyst og þróast og hvaða framfarir hafa orðið á þeim sviðum sem einkennast síður af tækni. Þessar hugmyndafræðilegu breytingar hafa þó haft mikil áhrif á alla þætti heilbrigðisþjónustunnar. Við Lardspítalarn En hvernig breytist hugmyndafræðin, hvað veldur því hvaða sjónarmið ráða för hverju sinni? Svarið er ekki einfalt en Ijóst að hugmyndir og viðhorf berast frá manni til manns, sérstaklega frá þeim sem eru þeim hæfileik- um gæddir að geta haft forystu um slíka þróun, eru leiðtogar. María Pétursdóttir var tvímælalaust ein slíkra leiðtoga í ís-i lenskri hjúkrunarstétt. Ahrifin eru sterk og skýr, en þau eru; ekki vel afmörkuð og sannarlega ómælanleg. Við sem vorum samferða Maríu ræðum þessi áhrif stundum. Þá reynum við að greina hvað það var í persónuleika Maríui sem markaði henni þá sérstöðu sem gerði henni kleift að hafai svo mikil áhrif á þróun fagsins sem raun ber vitni. Margt kemur í hugann, af nógu er að taka. Fyrst verður fyrir hin víða sýn kennarans Maríu Pétursdóttur á hjúkrun. Hún taldi okkur skylt að fylgjast vel með allri þjóðfé- lagsumræðu því fátt sem varðaði velferð mannsins var okkur Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 hjúkrunarfræðinemunum óviðkomandi. Fagið: varð meira tengt heilsu og velferð manna í víðasta; skilningi en einskorðaðist ekki við vel skilgreind- j ar athafnir. Hjúkrun varð meira spennandi. María lét gildismat sitt skýrt í Ijós. Hún bar ó-j takmarkaða virðingu fyrir hjúkrun og framlagi: hjúkrunarfræðinga í aldanna rás. Þetta varð m.a. j til þess að hún lagði í það verk að skrá hjúkrun-: arsöguna þvf hún taldi ræturnar sterkar og varj stolt af þeim. Þetta stolt var smitandi, það varj full ástæða til að bera höfuðið hátt. María var heimsborgari og yfir henni var alltaf A alþjóðlegri ráöstefnu blær einhvers framandi, fínlegs og ævintýralegs. Einhvern veginn bar hún alltaf með sér mikla fágun og áhugi hennar á margvíslegri menningu var smitandi. Hún hafði búið lengi erlendisý numið hjúkrun m.a. í Ameríku og starfað þar, ferðast mikið og var víðlesin. Margir sáu hjúkrun í nýju ljósi við kynni af henni. Hjúkrunin var sett i í alþjóðlegt samhengi og hún var sjálfstæð og sterk. Hún var traust og hlý. Hún var velviljuð og um- hyggjusöm og lét óhikað í ljós ástúð sína. Það var:

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.