Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 16
Sigþrúður Ingimundardóttir
STRENGIR HJUKRUNAR
Aö fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,
án fræöslu þess liðna sést ei, hvaö er nýtt.
Einar Benediktsson
Upphaf Hjúkrunarsögu Maríu Pétursdóttur hefst á þessum vísu orðum skáldsins og hugsjónamannsins Einars
Benediktssonar. María var sjálf hugsjónakona og eldhugi, merkisberi íslenskrar hjúkrunar í sextíu ár. Saga ís-
lenskrar hjúkrunarstéttar er ekki gömul sé hún borin við mælistiku mannkynssögunnar en hjúkrunin er jafn-
gömul manninum. Stéttin hefur átt því láni að fagna að framsýni og djörfung einkenndi konur er hófu merk-
ið á loft og nýtur íslensk heilbrigöisþjónusta þess í dag.
Frásagnir um það að hlynnt hafi verið að særðu og veiku fólki
eru harla litlar í fornum sögum. Sagnariturum hefur þótt lítiðj
til þess koma en valdabarátta og bardagar tíundaðir. I frásögn-
inni af bardaganum á Hrísateigi í Víga-Glúms sögu kemur þój
fram sú hugsjón að hlúa beri að mönnum og vernda alla jafnt,
án tillits til þess hvort þeir séu samherjar eða andstæðingar. |
Halldóra Gunnsteinsdóttir, kona Glúms, sagði er hún kvaddi
konur til bardagasvæðisins: „Ok skulum vér binda sár þeirra
manna, er lífvænir eru, ór hvárra liði sem eru.“ Hér kemur
fram hugsjón sú er mörgum öldum seinna speglaðist m.a. í
stofnun Alþjóða Rauða krossins. Sjálf taldi María Halldóru
Gunnsteinsdóttur í raun fyrstu íslensku hjúkrunarkonuna og
fékk vinkonu sína, Barböru Arnason, til að gera einstakt lista-
verk um atburðinn. Verkið prýðir sal Hjúkrunarskóla Islands,
nú hjúkrunardeild Háskóla íslands. Jafnframt er það forsíða á
Hjúkrunarsögu hennar er kom út árið 1969. A skrifstofu Al-
þjóðasambands hjúkrunarfræðinga í Genf hangir einnig stórt
og fallegt veggteppi af bardaganum á Hrísateigi eftir Barböru
sem María gaf sambandinu. María talaði oft um það að reisa
ætti Halldóru bautastein.
Kennsla í hjúkrunarsögu var námsgrein í Hjúkrunarskóla ís-
lands. Þegar ég var í námi árin 1964-1968 vann María einmitt
að ritun bókarinnar sem kom út, eins og áður sagði, árið 1969. |
Þrjátíu og fimm kennslustundir skyldum við fá til að vita á\
hvaða merg sú stétt stóð er við vorum að læra til. María;
kenndi söguna og gerði það í hartnær 19 ár. Á þessu sviði
deildum við María söguáhuganum.
Tímarnir voru lifandi, ferðast var út um allan heim og endalaust
langt út fyrir fyrirframákveðið námsefni. Mér fannst María opna
mér nýja sýn enda var hún ótrúlegur sagnabrunnur, þótt skóla-
systur mínar deildu ekki endilega með mér áhuganum.
Á þeim tíma var það venja að Hjúkrunarfélagið tæki nýbraut-
María Lysnes, Sigþrúöur og María Pétursdóttir
skráðar hjúkrunarkonur inn í félagið við hátíðlega
athöfn. Þar afhenti formaður félagsnæluna og síð-
an voru kaffiveitingar. Oft var þetta í húsi Oddfell-
owa þar sem húsakynni félagsins leyfðu ekki slík-
an fjölda. Þegar ég brautskráðist gerðist það í
fyrsta sinn að veitt voru verðlaun fyrir hæstu eink-
unn í hjúkrunarsögu. María afhenti mér forláta
silfurpennahníf með merki félagsins. Aftan á hníf-
inn var grafið: Verðlaun fyrir hjúkrunarsögu. Mér
fannst afskaplega vænt um þessa viðurkenningu.
Þegar ég síðar hóf kennslu við Hjúkrunarskólann
kenndi ég þar að sjálfsögðu hjúkrunarsögu ásamt
siðfræði og hjúkrunarfræði. Aldrei kom ég að tóm-
um kofanum hjá Maríu með spurningar mínar við-
víkjandi sögukennslunni og oft sendi hún mér það
sem henni fannst áhugavert.
Draumur Maríu var að rita framhald af Hjúkrun-
arsögunni. Árið 1990 kvaddi hún á sinn fund
þær er hún taldi að standa ættu að rituninni.
Hún var með mótaðar hugmyndir um hvað hver
ætti að gera. Sjálf ætlaði hún að endurskoða og
umrita bókina sína. Kristín Björnsdóttir, dósent
14
Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003