Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 33
GREIN Hugleiöing um mátt bænarinnar Náttúrulegar sveiflur líkamans verða á um það bil tveggja klukkustunda fresti allan sólarhring- inn. Þetta lýsir sér með hvíldarþörf í 10-20 mín- útur. Þegar við erum í jafnvægi skynjum við þessa þörf, við geispum, teygjum okkur og jafn-l vel störum smá stund. Þetta hefur verið nefnt „dáleiðsla hversdagsins" eða með mínum orðum tímabilið þegar Guð vill tala við okkur, ná sam- bandi. En þegar við erum í ójafnvægi skynjum við ekki þessa þörf. Þetta getur þá birst sem innri spenna, pirringur eða kvíði. Þegar svo er komið er mjög mikilvægt að beina athyglinni að önduninni og einfaldlega viðurkenna tilfinning- una og anda í gegnum hana, jafnvel blása frá sér eða gefa frá sér hljóð. Við getum betur haft stjórn á erfiðum tilfinningum þegar við viður- kennum þær fyrir okkur sjálfum. Tilfinningar, sem tengjast því að biðja og anda meðvitað, eru meðal annarra samhygð, sam-; kennd og tilfinning fyrir sterkri tengingu og ein- ingu. Kærleikurinn heldur þessu öllu saman, hann sameinar fyrirbiðjandann og þann sem beðið er fyrir. Uppsprettan innra með okkur Fyrir mér er uppsprettan mikla innra með okkur öllum, sjálf kærleiksuppsprettan, þessi gríðar- lega mikla orka sem er Heilagur andi Guðs,; Jesús Kristur upprisinn. meðtekur allt og lokar ekki fyrir neitt. Trúnaðartraust sé hug- arástand sem er glaðvakandi og óháð og sprottið af meiði skiln- ings og kærleika. Gleði í lífi og dauða Kærleikurinn, sem er í kjarna okkar allra, verkar eins og fyrir- j bæn. Það er ekki þörf á að hugsa stöðugt um Guð heldur vera íj tengslum við kærleikann. Vera í núinu og skynja lífið og fegurð- ina á hverju andartaki. Þá skiljum við betur orð Páls postula : „Verið ávallt glöð,... Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum [körlum, konum og börnum].j Drottinn er í nánd“ (Fil. 4,4-5). Spænski heimspekingurinn Fernando Savater segir að gleðin sé þegar frá innstu hjartarótum okkar sprettur ósjálfrátt „já“; sem svar við tilverunni, jafnvel þegar við eigum síst von á því. Það er „já“ við því sem við erum, eða réttara sagt við því sem okkur finnst við vera. Hann segir einnig þau merkilegu orð að gleðin sé tilfinning sem nær jafnt yfir ánægju og þjáningu, dauðann og lífið. Hin djúpa gleði tengist bæði ánægju og þján- ingu, dauðanum ekki síður en lífinu. Stinissen minnist á mjög athyglisvert fyrirbæri sem getur hjálp- að okkur að lifa með fyllri hætti í núinu, en það er að hugsa um dauðann. Dauðinn beinir okkur aftur til núsins og hann felur einnig í sér að tíminn nemur staðar. Við verðum að sjá af öllu þegar við deyjum og það eina sem við tökum með okkur er sáj kærleikur sem við höfum auðsýnt Guði og meðsystkinum okk- ar. Það er eingöngu kærleikurinn sem er sterkari en dauðinn. Að elska og treysta flæði lífsins Stinissen orðar þetta svo að við getum grafið holu í jarðveg verundar okkar þannig að upp- sprettan komi í ljós og spretti fram. Hann árétt- ar einnig að við sem erum kristin megum ekki trúa því að við höfum eins konar einkarétt á Kristi. Kristur sé í okkur öllum því að allar manneskjur eru skapaðar í hans mynd. Sú manneskja, sem uppgötvar kærleikann í sjálfri sér, finnur hann einnig í öllum öðrum. Þessi skilningur Stinissen er að verða mér mjög ljós. Við erum öll ofin úr þessu sama efni, And- anum mikla innra með okkur, og það er Hann sem sameinar okkur með kærleika sínum. Einar Aðalsteinsson segir að trúnaðartraust sé vitundarástand sem sé í ætt við þann skilning sem er kærleikur. Trú, sem er trúnaðartraust, sé aðeins til í andartakinu, ekki sé hægt að öðlast trúnaðartraust í eitt skipti fyrir öll. Trúnaðar- traust leysir upp ótta, heldur hugarfari opnu, | Minnumst orða Jesú um að elska óvini okkar og blessa þá sem ofsækja okkur. Þá getum við bæði hugsað um ráðamenn heimsins, sem eru enn oft svo óréttlátir, svo og þær manneskj-1 ur sem fara stundum í taugarnar á okkur og við verðum pirruð, kvíðin eða reið. Við þurfum þá líklega mest á því að halda að j tala við Guð, að biðja Guð um að hjálpa okkur að biðja, að; skilja og að fyrirgefa. Að við sleppum tökunum og leyfum; Guði að vinna verkið. Honum/Henni er enginn hlutur um megn. Munum það ogi treystum því. Við vitum ekki hvaða tíma það tekur að bæn okkar uppfyllist \ en við getum alltaf beðið: „Verði þinn vilji, svo á jörðu sem áj himni" og það er líklega besta bænin. Jesús segir: „Allt sem þér biðjið í bæn yðar munuð þér öðlast; ef þér trúið" (Matt.21,22). Við getum treyst því (þegar við erum tilbúin) að Guð hafi áætl- un um líf okkar allra, áætlun til heilla, að veita okkur vonarríka framtíð. Hvernig sem Guðstrú okkar er í dag getum við leyft okkur að trúa og treysta lífinu og Guði betur og betur. Dag frá | Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.