Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 35
GREIN
Hugleiöing um mátt
bænarinnar
degi, frá viku til viku og frá ári til árs. Hver dagur
færir okkur alltaf eitthvað nýtt og sköpunin held-
ur áfram. Við getum skapað með Guði með því að
hugsa nýjar hugsanir, bjartari og fegurri, og með
því að beina athyglinni að því jákvæða í hverri
stöðu, hverju sinni.
Nýr himinn og ný jörð
Við lifum á gríðarlega miklum umbrotatímum.
Það er mikil fæðing í aðsigi, fæðing hinnar nýju
jarðar, fæðing inn í hið sanna líf. Friðartímar eru
í nánd þótt ótrúlegt megi virðast miðað við hinn
ytri heim enn um sinn. Illskan er að missa mátt-
inn mjög örugglega, Guð hefur gefið mér að:
skynja það, en baráttan á sér jafnframt stað'
innra með okkur öllum, það er gífurleg hreinsun,
andleg hreinsun. Guð hefur stórkostlega áætlun
um sköpun sína og það er vitundarvakningin
mikla sem er að flæða yfir veröldina.
Endursköpun himins og jarðar er í þróun (Eileen
Caddy). Það er í gangi nokkurs konar umpólun í
hinum ósýnilega heimi, algjör umbreyting. En
það er ekkert að óttast, það er Guð kærleikans
sem talaði til spámanna sinna forðum um nýjan
himin og nýja jörð og hann talar enn þann dag í
dag. Við þurfum eingöngu að læra að staldra við
og hlusta og treysta. Guði er enginn hlutur um
megn og Jesús Kristur sýndi okkur og sýnir enn
veginn, sannleikann og lífið. Jesús getur orðið
okkar fyrirmynd í einu og öllu.
Leyndardómur trúarinnar mun ljúkast upp fyrir
okkur smátt og smátt þegar við erum tilbúin að
treysta algjörlega þeim sem hefur líf okkar og
dauða í sinni hendi.
því Guðs ríki er innra með yður“ (Lúk. 17, 20-21).
„Hátíð fer að höndum ein“ og leyfum okkur nú að njóta und-
irbúnings þessarar fæðingarhátíðar frelsarans svo og endur-
komu hans í skýjum. Jólin geta hjálpað okkur að endurmeta
skynjun okkar á lífinu og tilverunni allri. Forgangsröðum afj
list, elskum hvert annað og h'fið meira og meira. Njótum tón-
listarinnar, njótum þess að anda djúpt, njótum þess að vera
með okkur sjálfum og með Guði.
Gleðileg jól!
Sjá, dagar koma, ár og aldir líða
og enginn stöðvar tímans þunga nið.
I djúpi andans duldir kraftar bíða.
Hin dýpsta speki boðar líf og frið.
I þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk.
I hennar kirkju helgar stjörnur loga
og hennar líf er eilíft kraftaverk.
Úr Alþingishátíöarkantötu Davíðs Stefánssonar áriö 1930
Margrét Hákonardóttir útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Islands árið
1978, lærði klíníska dáleiðsht hjá Jakohi Jónassyni geðlækni árin
1991-1994 og lauk einnig viðbótarnámi í geðhjúkrun frá Háskóla
Islands árið 1994. Hún starfar nú á þróunarskrifstofu hjúkrunar-
forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss.
Heimildaskrá:
Biblían (1981). Hið íslenzka bibliufélag, Reykjavik.
Caddy, Eileen (1998). Ég er innra með þér, Lífsljós, Reykjavik.
Einar Aðalsteinsson (1999). Það verða engir skuggar. Gangleri, 1976-1997.
Savater, Fernando (2000). Siðfrœðihanda Amador. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Stinissen, Wilfrid (2000). Ákall úr djúpinu, um kristna ihugun. Skálholtsútgáfan.
Páll Skúlason (2003). Lærdómur er virðisauki lifsins. Fréttabréf Háskóla Islands, okt., bls.
20-22.
Það er ánægjulegt að heyra hvað bjartsýnismað-
urinn Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands,
hafði að segja við brautskráningu kandídata síð-
astliðið vor. Hann segir að fram undan bíði okk-
ar nýr veruleiki sem verði hlaðinn óvæntum upp-
finningum og uppgötvunum sem eigi eftir að
breyta heiminum og okkur sjálfum, ævintýrið
um endursköpun menningar okkar og þjóðlífs.
Hans lífssýn fellur því vel að minni.
Himnaríki er vitund um Guð enda sagði Jesús:
„Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki
munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það,:
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíó 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
rneð þjónustu allan
7 sólarhringinn.
\ £
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 33