Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 38
Lyfjatexti meö auglýsingu á bls. 32 Evra, getnaöarvarnaplástur/foröaplástur. Samsetning: Hver forðaplástur inniheldur 6 mg af norelgestrómíni (NGMN) og 600 míkrógrömm af etinýlestradíóli (EE). Abending: Getnaðarvöm fyrir konur. EVRA er ætlað konum á bameignaraldri. Öryggi og virkni hefur verið staðfest hjá konum á aldrinum 18 til 45 ára. Skammtar og lyfjagjöf: EVRA skal sett á hreina, þurra, hárlausa, heila heilbrigða húð á rasskinn, kviði, utan á upphandlegg eða efri búk á stað þar sem plásturinn nuddast ekki af þröngum klæðnaði. EVRA ætti ekki að setja á brjóst eða á húð sem er rauð, ert eða rofin. Hvem nýjan EVRA plástur skal setja á nýjan stað á húðinni til að komast hjá hugsanlegri ertingu, þótt það sé í lagi að setja plásturinn á sama líkamssvæði. Getnaðarvöm með EVRA byrjar á fyrsta degi tíða. Einn plástur er settur á líkamann og hafður þar í heila viku (7 daga). Dagurinn sem fyrsti plásturinn er settur á líkamann (1. dagur/upphafsdagur) ákvarðar skiptidagana. Skiptidagurinn verður á þessum sama degi í hverri viku (8., 15. og 22. degi hringsins og 1. degi í næsta hring). Fjórða vikan er plástursfrí og byrjar á 22. degi. Hver forðaplástur gefur frá sér 150 míkrógrömm af NGMN og 20 míkrógrömm af EE á 24 klst. Frábendingar: Ekki skal nota EVRA ef einn af eftirfarandi kvillum er fyrir hendi. Ef einn þessara kvilla kemur upp í fyrsta skipti meðan á notkun EVRA stendur verður að hætta notkun EVRA samstundis: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Ef segamyndun í bláæðum er til staðar eða er í sjúkrasögu, með eða án lungnablóðreks. Ef segamyndun í slagæðum er til staðar eða er í sjúkrasögu (t.d. heilablóðfall, hjartadrep eða segamyndun í sjónu) eða fyrirboðar segamyndunar (t.d. hjartaöng eða tímabundin blóðþurrð (transient ischaemic attack)). Mígreni með staðbundnum fyrirboða. Ef alvarlegir eða margir áhættuþættir/þáttur er(u) til staðar fyrir segamyndun í slagæðum: Háþrýstingur á háu stigi (viðvarandi gildi 160+/100+ mmHg) Sykursýki með breytingunm á æðum. Arfgeng röskun á fitupróteinum í blóði (dyslipoproteinaemia). Hugsanleg arfgeng tilhneiging til segamyndunar í blá- eða slagæðum, eins og t.d. mótstaða gegn virku C-próteini (APC-), andtrombín-III skortur, C-próteinskortur, S-próteinskortur, of mikið hómósystein í blóði og andfosfólípíð mótefni (andkardíólípín mótefni, andstorknunarlúpus (lupus anticogulant)). Staðfest brjóstakrabbamein eða grunur um slíkt. Krabbamein í legslímu eða önnur staðfest eða grunuð estrogenháð æxlismyndun. Óeðlileg lifrarstarfsemi tengd bráðum eða langvarandi lifrarfrumusjúkdómum. Kirtilæxli eða krabbamein í lifur. Ósjúkdómsgreind óeðlileg kynfærablæðing. Varnarorð og varúöarreglur: Ef einhverjir þeirra kvilla/áhættuþátta sem nefndir eru hér á eftir eru fyrir hendi skal vega ávinning við notkun EVRA gegn hugsanlegri áhættu fyrir hverja einstaka konu og ræða það við hana áður en hún ákveður að hefja notkun EVRA. Æðastíflur og aðrir œðakvilla: Faraldsfræðirannsóknir hafa tengt notkun samsettra getnaðarvamartaflna (COC) við aukna hættu á æðabólgu í djúpbláæðum og slagæðum. Aðrir sjúkdómar sem hafa verið tengdir æðasjúkdómum em sykursýki, rauðir úlfar, blóðlýsu-nýmabilunarheilkenni (hemolytic uraemic syndrome), langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum (t.d. Crohns sjúkdómur eða sáraristilbólga). Aukin tfðni eða mikill höfuðverkur (sem getur verið fyrirboði heilablóðfalls) getur verið ástæða til að hætta strax notkun samsettra getnaðarvamartaflna. Æxli: í nokkmm faraldsfræðilegum rannsóknum hefur verið greint frá aukinni hættu á leghálskrabbameini við langtímanotkun samsettra getnaðarvamartaflna og örlítið aukin hætta á greiningu brjóstakrabbameins. í sjaldgæfum tilfellum hefur verið tilkynnt um góðkynja lifraræxli hjá notendum samsettra getnaðarvamartaflna og jafnvel enn sjaldnar um illkynja lifraræxli. Aðrir sjúkdómar: Konur með hækkun á þríglýseríðum í blóði, eða fjölskyldusögu um slíkt, geta verið í aukinni hættu á að fá brisbólgu þegar þær nota samsettar hormónagetnaðarvamir. Þótt greint hafi verið frá lítils háttar blóðþrýstingshækkun hjá mörgum konum sem nota hormónagetnaðarvamir er blóðþrýstingshækkun sem hefur klíníska þýðingu sjaldgæf. Ekki hefur verið sýnt fram á ákveðið samhengi milli notkunar hormónagetnaðarvama og háþrýstings sem hefur klíníska þýðingu. Bráðar eða langvinnar tmflanir á lifrarstarfsemi geta gert það að verkum að nauðsynlegt sé að hætta notkun samsettra hormónagetnaðarvama þar til lifrargildi em komin í eðlilegt horf. Þótt samsettar hormónagetnaðarvamir geti haft áhrif á insúlínnæmi í útæðum og sykurþol, er ekkert sem bendir til þess að nauðsynlegt sé að breyta skömmtum hjá sykursýkisjúklingum sem nota samsettar hormónagetnaðarvamir. Þó á að fylgjast vel með konum sem hafa sykursýki, einkum þegar þær byrja að nota EVRA. Greint hefur verið frá aukningu á innlægri geðdeyfð, flogaveiki, Crohns sjúkdómi og sáraristilbólgu við notkun samsettra getnaðarvamartaflna. Milliverkanir: Milliverkanir lyfja, sem hafa í för með sér aukna úthreinsun kynhormóna, geta leitt til milliblæðinga og þess að getnaðarvöm bregst. Þetta hefur verið staðfest fyrir hýdantóín, barbítúröt, prímidón, karbamazepín og rífampicín; og gmnur leikur á oxkarbazepíni, tópíramati, felbamati, rítónavíri, gríseófúlvíni, modaFinfli og fenýlbútazóni. Náttúmlyfið Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum) skal ekki taka samhliða þessu lyfi þar sem það getur hugsanlega dregið úr getnaðarvamandi áhrifum. Einnig hefur verið greint frá að getnaðarvömin hafi bmgðist við notkun sýklalyfja svo sem ampicillíns og tetracýklína. Meöganga og brjóstagjöf: Ekki skal nota EVRA á meðgöngu. Aukaverkanir: Algengar: Algengustu (> 1/10) aukaverkanir í klínískum prófunum á EVRA vom einkenni í brjóstum, höfuðverkur, viðbrögð á plástursstað og ógleði. Ofskömmtun: Alvarleg áhrif hafa ekki verið tilkynnt eftir töku stórra skammta af getnaðarvamartöflum af slysni. Ofskömmtun getur valdið ógleði og uppköstum. Leggangablæðingar geta komið fram hjá konum. Ef gmnur leikur á ofskömmtun skal fjarlægja allar tegundir forðaplástra og gefa viðeigandi meðferð við sjúkdómseinkennum. Utlit: EVRA er þunnur, netlíkur forðaplástur samsettur úr þremur lögum.Ytri hlið stuðningslagsins er drapplituð og hitastimpluð „EVRA 150/20". Pakkningar og verö: 1. nóvember 2003, 9 plástrar: 4.743 kr. Og 18 plástrar: 8.347 kr. Afgreiöslutilhögun: Lyfið er lyfseðilsskylt. Greiðslufyrirkomulag: Ekki greitt af TR. Sérlyfjaskrártextinn er vemlega styttur. Texta í fullri lengd er hægt að nálgast á heimasíðu LyQastofnunar eða hjá Thorarensen Lyf ehf, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Handhafi markaðsleyfís: JANSSEN-CILAG INTERNATIONAL N.V. Tumhoutseweg, 30, B-2340 Beerse, Belgíu. Umboö á Islandi: Thorarensen Lyf ehf, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. Sími: 530 7100, fax: 588 6517. Heimildir: 1. Dittrich, R. et al. Am. J. Obstet. Gynecol. 2002, 186 (1): 15-20. 2. Abrams, L. et al. J. Clin. Pharmacol. 2001,41: 1301-1309. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 36

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.