Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 39
VIÐTAL Hvers vegna láta hjúkrunar- fræðingar þetta viðgangast? i ) ) | hann hefði lært að haga sér eins og fullorðinn ' maður. Hann lærði þetta á svona 3 sekúndum. Þessi saga segir að það eru viðbrögð okkar sjálfra og sjálfsmynd sem gefur okkur stöðu okkar hverju sinni." Hún bætir við að hún hafi einnig skrifað bók um konur sem fóru að vinna í óhefðbundnum kvennastörfum og hvaða áhrif það hafði á þær og störf þeirra. „Mig Iangaði að vita hvort konurnar hefðu breyst eða hvort þær hefðu breytt störfun- um, hvort þær hefðu orðið sjálfstæðari og kapps- fyllri. A einn eða annan hátt hafa allar bækur mínar fjallað um minnihlutahópa, þá sem hafa minni rétt og völd en aðrir.“ Hún segir hjúkrun fyrstu starfsstétt kvenna og karlar hafi upphaflega ekki fengið aðgang. Því er stéttin mjög mikið mótuð af kynbundnum við- horfum. I bók sinni vitnar Suzanne í bók Deboru Tannen, You just don't understand, en þar er fjallað um mismunandi samskiptahætti og sam- ræður kynjanna. Aðspurð hvort ekki sé eðlilegt að , ! stéttin sé þögul um störf sín þar sem hún sé mót- uð af konum segir hún svo vera að sumu leyti. „Eg held að hjúkrun sé í nokkurs konar ldaustri j vegna þess hvernig hún varð til. Og vegna þess að hjúkrunarfræðingar eiga ekki nægilega mikil samskipti við aðra hópa eða starfsstéttir virðist þeim ekki finnast neitt athugavert við þessa sam- skiptahætti. Ég held það sé mun farsælla að vinna meira með öðrum starfsstéttum, vera þver- faglegri og „fjölmenningarlegri“. Þegar ég er t.d. að vinna með körlum á fréttastofunni þá kem ég öðru vísi fram við þá en þegar ég er eingöngu með konum. Eg varð að læra það að vera eina konan innan um þá og það var oft erfitt. Ég man t.d. eftir fundum þar sem ég var og ein kona önn- ur sem hafði sig ekkert í frammi og sagði ekki neitt. Ég gat ekki hugsað mér að sitja þegjandi undir ræðum mannanna svo ég varð að fá þá til að hlusta á mig. Það var auðvitað erfitt en mér tókst það. Og það varð til þess að hin konan fékk málið líka. Ég held mér hafi tekist þetta vegna þess að ég kom úr röðum femínista. Við höfðum hreinlega lagt á ráðin hvernig við færum að því að láta heyra í okkur í hefðbundnum karlahópum." Aður en Suzanne Gordon yfirgefur skrifstofuna rekur hún augun í veggspjöld sem Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, hafa látið vinna og sent um heim allan. Hún segist hafa áhuga á einkunnarorðum og erj ekki hrifin af þeirri ímynd sem kemur fram á veggspjöldunum,: svo sem einkunnarorðunum „hjúkrun, fyrir þig, alltaf, alls stað-; ar“. Hún segir farsælla að benda á þá þekkingu sem hjúkrun- arfræðingar búa yfir og hve hún geti bjargað mörgum manns- lífum. Hún er t.d. hrifin af einkunnarorðunum „það er mikil- vægt að bjarga mannslífum“. „Hjúkrunarfræðingar verða að byrja á að segja sjálfum sér aðj þeir vinni mikilvægt starf til að þeir geta sagt öðrum frá því: líka. Ég held menn verði að vera sterkir einstaklingar til að! vera hjúkrunarfræðingar, þeir meiða fólk oft við meðferð og! reyna að láta það gera það sem það vill ekki. Fólkið þarf að! ganga þegar það vill það ekki, vaka þegar það vill sofa o.s.frv. j Bestu hjúkrunarfræðingar, sem ég þekki, eru hörkutól. Hjúkr- unarfræðingar sinna heldur ekki hamingjusömu fólki, flestir eru meira og minna veikir og með verki. Það er auðvitað ágætt j að leggja áherslu á heilsufar en það segir ekki alla söguna. Égj held að hjúkrunarfræðingar séu mjög færir í sambandi viðj veikt fólk, miklu færari en læknar í mörgum tilfellum og mildu ■ færari í að koma sjúklingnum gegnum ferli veikindanna ogj aftur á fætur. Vandamálið við að einblína á mikilvægi heil- j brigðis er að við erum flest við þokkalega heilsu, þetta erj vandmeðfarið, hjúkrunarfræðingar segja gjarnan: „Fólk getur verið við góða heilsu þó það sé veikt.“ Fólk getur þannig veriðj við góða heilsu þó það sé með sykursýki eða einhvern annan j sjúkdóm. En flestir skilgreina heilbrigði ekki á þann hátt, j maður er annaðhvort veikur eða heilbrigður og þá laus viðj sjúkdóma. Ég held að hjúkrun snúist um að hjúkra fólki og! búa til umhverfi þar sem það nýtur sem bestrar umönnunar. j Þegar ég hef fylgst með störfum hjúkrunarfræðinga þá sé égj að um 90% af tíma þeirra er varið til að lækna sjúklinginn, svo j ég spyr sjálfa mig, hvers vegna láta þeir sem læknarnir einirj fáist við lækningar? Umhyggjan gerir lækninguna oft mögu-j lega. Ég man t.d. eftir einu dæmi um konu sem var með brjóstakrabba. Maðurinn hennar beitti hana ofbeldi. Hún réð ekki við ofbeldið, börnin, sem voru að sturlast, og lyfjameð- ferðina. Hún hélt að hún gæti ekki losað sig við eiginmann- inn, þurfti að annast börnin en ætlaði að sleppa meðferðinni og þá hefði hún vissulega dáið. Hjúkrunarfræðingurinn hjálp- aði henni að losna við eiginmanninn, þannig gat hún haldið á- fram meðferðinni, og er það þá ekki lækning?“ Hún er að lokum spurð hvernig henni lítist á stöðu hjúkrun- arfræðinga hér á landi miðað við stöðu þeirra í öðrum löndum sem hún hefur komið til. Hún segir íslenska hjúkrunarfræð- inga mjög menntaða og færa en þurfi að skilgreina sig á nýjan hátt eins og hjúkrunarfræðingar um heim allan. Sem sagt sem heilbrigðisstarfsmenn sem veiti ekki eingöngu umhyggju, heldur stétt sem býr yfir mikilvægri þekkingu sem bjargi verð- mætum mannslífum. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.