Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 40
Auöna Ágústsdóttir
Hvernig geta
hjúkrunarfræðingar
nýtt sér boðskap
Suzanne Gordon?
Eg var uppnumin eftir námskeiðið hjá Suzanne Gordon.
Mér finnst tvennt standa upp úr eftir þennan dag. Annars
vegar að við hjúkrunarfræðingar þurfum að virða sjálfir
sem fagstétt verk okkar og félaga okkar og hins vegar á-
byrgð okkar á að gera verk hjúkrunarfræðinga sýnileg al-
menningi. Suzanne lagöi áherslu á að við æfðum okkur í aö
gera skýra grein fyrir störfum okkar, hvað felst í þeim og
hvers vegna þarf að sinna þeim. Til að geta gert það þurf-
um við aö bera virðingu fyrir því sem við erum aö gera og
leyfa þeirri virðingu að skína í gegn í tali okkar og orðavali.
Það er mikið verk að uppfræða almenning um hvað við gerum
í okkar daglegu störfum. Með almenningi á Suzanne við alla,
stjórnmálamenn, stjórnendur heilbrigðisstofnana, sjúklinga og
aðstandendur þeirra svo fáeinir séu nefndir. Einfaldast er að
byrja á skjólstæðingum okkar, þ.e. sjúklingum og aðstandend-
um þeirra, segja þeim hvað við erum að gera og hvers vegna,
t.d. við skurðsjúkling eftir aðgerð: „Eg ætla að mæla hjá þér
hita, blóðþrýsting, púls og öndun. Þetta eru kölluð lífsmörk því
þau gefa mér mikilsverðar upplýsingar um ástand lfkamans
eftir aðgerðina og geta leitt í ljós fylgikvilla sem stundum
skjóta upp kollinum." Þegar búið er að mæla lífsmörk, kanna
litarhátt, líta eftir skurðsári eða hvað annað sem hjúkrunar-
fræðingurinn gerir í þessu innliti á stofuna er sjálfsagt að segja
sjúklingi frá niðurstöðum okkar og ályktunum. Eg viðurkenni
að það er óþarfi að segja sjúklingi alltaf sömu orðin þegar hann
er mældur þrisvar á dag í nokkra daga, en við eigum ekki að
fela hvað við erum að gera. Alltof oft höfum við tilhneigingu til
að ræða frekar um daginn og veginn og breiða yfir að við erum
að athuga mikilvæga þætti í heilsufari sjúklingsins.
Sjúklingurinn og aðstandendur hans eiga líka rétt á að vita
hvaða þekkingu hjúkrunarfræðingar búa yfir og að þeir geta
leitað til þeirra um upplýsingar. Suzanne nefndi að alltof oft
halda sjúklingar að þeir þurfi að bíða eftir lækni til að fá upp-
Hjúkrun er spurning um líf og dauða
lýsingar um sjúkdóm sinn, lyf og aukaverkanir,
heilbrigða lífshætti o.s.frv. Síðan spyrja þeir
lækninn og stundum skilja þeir hann ekki,
gleyma sumum spurningunum (og bíða óþreyju-
fullir næsta stofugangs) eða læknirinn vísar;
þeim á að spyrja hjúkrunarfræðing. Við þurfum
hins vegar að vanda orðaval okkar í samræðum
við fólk, forðast slettur og klisjur eða ganga út
frá því að allir skilji hvað við eigum við.
Suzanne brýndi okkur einnig til að gefa kost á
okkur í blaða-, útvarps- eða sjónvarpsviðtöl. |
Blaðamenn eru oft í mikilli tímapressu að fá;
upplýsingar og hjúkrunarfræðingar þurfa að veraj
viðbúnir að ræða störf sín. Stundum vilja hjúkr-
unarfræðingar skýla sér á bak við þagnareiðinn I
en það er hægt að ræða margt í starfinu, t.d. j
hjúkrunarstörf á skurðstofu, án þess að ræða sér-!
staklega hjúkrun tiltekins einstaklings í aðgerð.
Eins er hægt að taka dæmi af tilbúnum eðaj
raunverulegum sjúklingi, nota felunöfn, breyta
kyni eða aldri viðkomandi svo síður sé hætta á að j
hann þekkist. Ef tími er til er gott, jafnvel nauð-
synlegt, að æfa sig með félaga sínum fyrir við-j
talið. Prófa að segja það sem maður vill koma á
framfæri, geta heyrt í sjálfum sér og fá gagnrýnij
félaga síns.
Suzanne benti á að fólk hefur oft mestan áhuga j
á að dregið sé úr kostnaði (nefna hvað fyrirbygg-
| Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003