Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 45
Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræðingur
FRA FELAGINU
Minnisblaö til hjúkrunarfræöinga
□ Veist þú hver er trúnaðarmaður á þínu sviði, deild eða
vinnustað?
□ Hefur þú sótt um dvöl í orlofshúsum Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga?
GVeist þú hver slóðin er á vefsvæöi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, netfangið og síminn á skrifstofu
félagsins á Suðurlandsbraut 22?
□ Veist þú hver veikindaréttur þinn er?
□ Styrktarsjóður BHM er ígildi sjúkrasjóðs fyrir starfs-
menn hjá ríki og sambærilegum stofnunum svo sem
sjálfseignarstofnunum. Hefur þú kynnt þér reglugerð og
hugsanlega styrki úr styrktarsjóði BHM?
□ Sjúkrasjóður BHM er fyrir starfsmenn sem starfa á al-
mennum markaði. Hefur þú kynnt þér reglugerð og
hugsanlega styrki úr sjúkrasjóði BHM?
Q Hefur þú sótt um orlofsstyrk hjá Félagi íslenskra hjúkr-
unarfræðinga?
O Veist þú hvernig hægt er að ávinna sér námsleyfi sam-
kvæmt kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga?
□ Hvað átt þú rétt á löngu sumar- og vetrarleyfi á þessu ári eða næsta?
□ Hefur þú kynnt þér siðareglur hjúkrunarfræðinga?
□ Hefur þú fengið yfirlit yfir skil á greiöslum þínum í lífeyrissjóð?
□ Nýtir þú rétt þinn til hámarksiðgjaldagreiðslna í lífeyrissjóð?
□ Hefur þú gengið frá skriflegum ráðningarsamningi?
□ Hefur þú kynnt þér ný lög um fæðingarorlof?
□ Færðu frítökurétt?
O Fékkst þú greitt úr vísindasjóöi á árinu?
□ Hefur þú sótt um framlag úr starfsmenntunarsjóði Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga?
□ Hefur þú kynnt þér starfiö í þeirri fagdeild/svæðisdeild sem þú tilheyrir?
□ Veist þú að B-hluti vísindasjóös styrkir hjúkrunarfræðinga sem vinna að
rannsóknarve rkef n u m ?
ÖVeist þú að hægt er að kaupa á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga minningarkort úr minningarsjóðum félagsins? Minningar-
sjóðirnir styrkja m.a. hjúkrunarfræðinga i framhaldsnámi.
Nám á meistarastigi við hjúkrunarfrædideild,
fsamvinnu við Endurmenntun Háskóla íslands
Klínísk færni f fjölskylduhjúkrun
Á þessu námskeiði gefst hjúkrunarfræðingum tækifæri til að auka færni sína í að meta og útfæra aðstoð við fjölskyldur langveikra.
Markmið:
Aö nemendur hafi við lok námskeiðs fengið tækifæri til að:
1. skilja merkingu og merkingarmun þess (þeirrar hæfni) að meta, færa í hugmyndaramma og útfæra fjölskylduhjúkrun.
2. skilja hverning best er að nota færni ífjölskylduviðtölum alveg frá upphafi til þess að meðferðinni lýkur og undirbúa með því jarðveg fyrir breytingar.
3. skilja og ræða hvernig best er að nota þróuð líkön ("lllness Beliefs”-líkanið og Trinity-likanið) til þess að virkja fjölskyldur í eigin heilsurækt
Áhersla verður lögð á að þróa klíníska færni sérstakrar fjölskylduhjúkrunar bæði ífyrirlestrum, með greiningu klínískra tilfella, með
myndbandssýningum af fjölskyldum sem komið hafa til meðferðar og með tilbúnum fjölskylduviðtölum.
Námskeiðið er metið til 3 eininga á meistarastigi.
Umsjón: Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands, fyrirlesarar, Dr. Lorriane Wright og Janice Bell,
prófessorar við Háskólann í Calgary Kanada.
Genafræði-erfðafræði
Nýlegar framfarir í gena-fræðum hafa valdið byltingu í heilbrigðisvísindum. Aldrei fyrr hefur verið jafnmikiö framboð af, né eftirspurn eftir, þjónustu
á þessu sviði. Samfara auknum viðskiptaþrýstingi og auknum áhuga almennings á erfðafræðilegum upplýsingum er nýting gena-fræða orðin hluti
af venjubundinni heilbrigðisþjónustu. Þetta námskeið ersettá laggirnartil þess að gera hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki kleift
að auka við þekkingu sína á notkun gena-fræða innan heilbrigðisþjónustunnar, og verður lögð sérstök áhersla á siðfræðileg, lagaleg og
þjóðfélagsleg áhrif þessarar fræðigreinar.
^ Umsjón: Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands.
i Námskeiðið er metið til 3 eininga á meistarastigi.
| Kennari er Marcia Van Riper dósent við háskólann í Chapel Hill, North Carolina, í Bandaríkjunum. Dr. Van Riper hefur sérhæft sig í rannsóknum
á sviði erfðafræði og hefur víðtæka reynslu af kennslu, erfðaráðgjöf innan heilbrigðisþjónustunnar og fyrirlestrahaldi á þessu sviði.
Námskeiðið verður haldið 24-28 maí, 2004 frá kl. 9:00-17:00.
í hjúkrunarfræðideild er veitt ráðgjöf um framhaldsnám. Ráðgjöfina veitir Ragný Þóra Guðjohnsen, verkefnastjóri.
Vinsamlegast hafið samband í netfang ragny@hi.is eða hringið í síma 525 5204
43