Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 46
Hólmfríður Garðarsdóttir
AF ERLENDUM VETTVANGI
Jól í Afganistan
Dag einn í nóvember 1994 haföi Rauði kross íslands sam-
band viö mig þegar ég var á vökudeild Landspítalans og
bauö mér starf í Afganistan. Ég tók boðinu strax eftir aö
hafa fengið leyfi frá yfirmönnum sjúkrahússins. Tíu dögum
síöar var ég komin til Afganistan. Sumum í fjölskyldunni
fannst tímasetningin ekki góð þar sem ég yröi „úti á jólun-
um". Þannig voru mér afhentar aö minnsta kosti tvær jóla-
gjafir fyrir brottför meö þeim oröum að þá fengi ég aö
minnsta kosti eitthvað á jólunum! Jólin voru mér hins veg-
ar ekki sérlega ofarlega í huga enda ný og spennandi verk-
efni aö takast á viö í gjörólíku menningarsamfélagi.
Sjúkrahúsiö, sem ég vann á, var í Jalalabad nálægt landa-
mærum Pakistans. Mitt hlutverk var aö vinna meö af-
gönskum starfsfélögum mínum, aöallega á gjörgæslu og
bráðamóttöku. A þessum tíma haföi stríðið geisaö í árarað-
ir í Afganistan og sjúkrahúsið tók á móti stríösslösuöum af
stóru svæöi auk annarra sjúklinga þar sem langt var í
næstu heilsugæslu. Einnig voru slys vegna jarösprengna
mjög tíö enda urmull af þeim í Afganistan. í Afganistan er
íslömsk trú og gætti áhrifa þess til dæmis í klæðnaði okk-
ar vestrænna kvenna. Viö gættum þess aö klæðast víðum,
ermalöngum sloppum í vinnunni og höföum sjal til aö hylja
hnakkann.
Til að byrja með fannst mér erfitt að venjast þessum klæðn-
aði, slæðan átti til að þvælast fyrir mér enda fremur óvön að
ganga með slæðu og svo var heitt í veðri, en fljótlega varð
slæðan hluti af mínu daglega lífi og síðar átti ég slæður í ýms-
um litum og stærðum fyrir mismunandi tilefni. Það þótti ekki
við hæfi að vestræn kona væri ein á gangi á götum borgarinn-
ar og við fengum heldur ekki leyfi til að aka bíl. Starfsfólkið á
sjúkrahúsinu fór til bæna í moskunni sem var ekki langt frá
sjúkrahúsinu. Furðu fljótt vandist þessi ólíki lífsmáti og fyrr
en varði var komið að jólum sem ekki eru haldin hátíðleg með-
al almennings í Afganistan. Við vorum fimm sendifulltrúar
sem unnum hjá Rauða krossinum og ákv'áðum að halda jólin
saman. Eg og norskur starfsfélagi minn tókum að okkur að
skreyta húsið okkar fyrir jólin. Við fórum á markaðinn í þeirri
von að finna skraut með jólaívafi en gerðum okkur fljótlega
grein fyrir að þessi jól yrðu flestum félögum okkar eftirminni-
leg fyrir frumlegar jólaskreytingar. Erfiðast var að finna jólatré
og tókst okkur aðeins að finna stóra trjágrein sem við stilltum
upp í horni stofunnar, skreyttum með bómull og heimagerðu
Tímarit íslertskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003
skrauti og forláta jólaseríu sem sá norski hafði
borið með sér frá heimalandinu. Engin kerti
voru á markaðinum þannig að við notuðum hvít
kerti sem Rauði krossinn dreifir tii flóttamanna
á svæðinu.
Við keyptum jólagjafir hvert handa öðru og pökk-
uðum inn í pappír sem við ákváðum að væri
mjög jólalegur. Við mættum til vinnu á sjúkra-
húsið á aðfangadag en tókum okkur frí á jóladag
og nýársdag. Afganar voru forvitnir um okkar
helgihald og spurðu margs. I þessari borg voru
einnig hjálparsamtökin Læknar án landamæra
með starfssemi og var okkur boðið að koma í
kvöldmat til þeirra á aðfangadag. Við borðuðum
snemma því útgöngubann hófst klukkan 20 og
urðum við sendifulltrúarnir fimm að vera komin
heim fyrir þann tíma. Þar tókum við svo upp
gjafirnar hvert frá öðru, sem ýmist voru afgönsk
teppi eða húfur, við „jólatréð“ góða. Síðan var
spjallað við kertaljós og hlustað á norska jólatón-
list, borðaður íslenskur lakkrís, súkkulaðirúsínur