Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 47
Fréttamolar... og svissneskir ostar. Eins og víða er siður á jólum var svo tekið spil en eina spilið sem allir kunnu var póker og spiluðum við upp á afganska smá- mynt langt fram á nótt en undirrituð reið ekki feitum hesti frá því spili enda nýgræðingur á því sviði. Við starfsfélagarnir vorum ánægð með kvöldið og ekki var mín ánægja minni þegar ég fór í herbergið mitt, skreið upp í rúm, las jóla- kveðjur að heiman og sofnaði út frá einni af met- sölubókunum þessi jól. Hómfríður Garðarsdóttir útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur frá HI 1989 og sem Ijósmóðir frá HI 2002. Hún starfaði á vegum Rauða kross Is- lands í Afganistan 1994-1995, í Ji'tgóslavíu fyrr- verandi 1995-1996, í Tansaníu 1998, í Norður- Kóreu 1999-2000. Hún starfar nú jj’rir Alþjóða Rauða krossinn í Suður-Súdan. Nýr, gagnvirkur vefur tekinn í notkun Hjúkrunarfræðingar geta í fyrsta sinn bókað og greitt fyrir útleigu á í- búöum eöa orlofshúsum á netinu á rafrænan hátt á nýrri, sérhannaðri vefsíðu orlofssjóðs, www.hjukrun.is, undir liðnum orlofssjóður. Með til- komu þessa nýja gagnvirka vefjar geta hjúkrunarfræðingar kynnt sér fljótt og vel hvaða íbúðir eöa bú- staðir eru lausir og gengiö frá bók- un og greiðslu án þess að þurfa að hafa samband við skrifstofu félags- ins. Hjúkrunarfræðingar prenta sjálfir út kvittun ásamt upplýsinga- blaði um íbúöina eða bústaðinn þegar þeir hafa gengið frá greiðsl- unni. Þar koma fram allar upplýs- ingar, svo sem sími umsjónarmanns og hvar hægt er að nálgast lykla. Til að komast inn á þennan gagnvirka vef orlofssjóðsins þurfa hjúkrun- arfræðingar að slá inn eigin kennitölu og netfang, en vefurinn verður hins vegar lokaður öðrum en sjóðsfélögum orlofssjóös. Þeir sem eru sjóðsfélagar eru hjúkrunarfræðingar starfandi hjá vinnuveitanda sem greiðir fýrir þá í orlofssjóðinn. Eftirlaunaþegar njóta sömu réttinda. Orlofsvefurinn verður tekinn í notkun í byrjun janúar 2004. Tilkoma hans mun nýtast vel fyrir vetrarleigu enda ásókn í bústaði eða íbúðir að vetrarlagi orðin mjög mikil og fer vaxandi. Einnig verður hægt að sækja um sumarúthlutun á íbúðum og orlofsstyrkjum fyrir sumariö 2004 á or- lofsvefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að netinu eða vilja ekki bóka á rafrænan hátt geta sótt um sumarúthlutun eins og áður. Nýi gagnvirki orlofsvefurinn hefur verið unninn af Axi - hugbúnaðar- húsi í samvinnu við starfsfólk skrifstofu félagsins og gengur undir nafn- inu Hannibal. Öll umsýsla með pöntunum, greiðslum og stöðu punkta hefur farið fram í Hannibal frá árinu 1994. Allar nánari upplýsingar verður að finna á vefsíðu félagsins www.hjukrun.is undir iiðnum orlofssjóður. Soffia Sigurðardóttir, starfsmaöur skrifstofu Félags islenskra hjúkrunar- fræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.