Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 48
Pálína Sigurjónsdóttir, formaður öldungadeildar Litiö um öxl Hálf öld frá útskrift úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands í september árið 1953 útskrifuðust 10 hjúkrunarkonur frá Hjúkrunarkvennaskóla íslands eins og skólinn hét þá. Þær voru: Björney Jóna Björnsdóttir frá Vestmannaeyjum, Hulda Gunnlaugsdóttir frá Miðneshreppi i Gullbringusýslu, Jónína Stefánsdóttir frá Strandhöfn í Vopnafirði, Borghildur Ein- arsdóttir, Osi í Hörgárdal, Eyjafirði, Ragnheiður Hjördís Ingvarsdóttir, fædd á Patreksfirði, Ragna Þorleifsdóttir frá Hrísey, Gróa Sigfúsdóttir frá Akureyri, Ingibjörg Ólafsdótt- ir frá Brautarholti á Kjalarnesi, Pálína Þuríður Sigurjóns- dóttir frá Reykjavík, Astríður Karlsdóttir, fædd að Látrum í Aðalvík, alin upp á Húsavík. Þær sem hófu nám í ágúst 1950 og luku námi voru Björney, Hulda, Jónína, Borg- hildur, Ragna, Gróa, Pálína og Astríður, tvær stúlkur hurfu frá námi á fyrstu mán- uðum, þannig að í þessum hópi (holli) vor- um við aðeins 8 fyrsta árið en á öðru ári bættist Ingibjörg Olafsdóttir í hópinn, hafði Pálína Sigurjónsdóttir „hollinu". Afar ólíkir einstaklingar mættust í fyrstu kennslustund, námið hófst með bóklegri kennslu í tvo mánuði, misjafn var undirbúningur okkar og uppeldi, má segja eins og svart og hvítt! En allar vorum við með brennandi þrá eftir að læra hjúkrun, sumar höfðu unnið á sjúkrahúsum en aðrar ekki og undirrituð hafði eiginlega ekki inn á sjúkrahús komið. Þessi tími var eins og að stíga inn í annan heim, við fengum fljótlega nasasjón af því andrúmslofti sem ríkti á Landspítalanum, lyktinni, stétta- skiptingunni, virðuleikanum og viðmóti starfs- fólks til okkar blánema! Allt þetta gerði það að verkum að við í hollinu þjöppuðum okkur saman og misjöfnuður hvarf og við lifðum í okkar eigin heimi þar sem námið var brotið til mergjar og skjólstæðingar tóku hug okkar allan. lært barnahjúkrun áður í Kaupmannahöfn. Ragnheiður Ingv- Námstíminn var þrú ár, auk tólf vikna forskóla, arsdóttir hóf nám í mars 1950 en tafðist og lauk því prófi með; sex fyrstu mánuðirnir voru reynslutími og var þá Þórey Ingvarsdóttir Aöfangadagskvöld Eins og alla venjulega daga kveður dagvaktin og næturvaktin tekur við. Þannig er það líka um jól. Það er aðfangadagskvöld. Eins og gengur þurfa sumir að liggja á sjúkrahúsi fjarri sínum nánustu um jól. Ég er líka fjarri minni fjölskyldu. En þannig verður það að vera. Ég hugleiddi hvernig við gætum fært jólagleðina inn í hverja stofu. Mig langaði svo til að létta sjúkl- ingunum lífið á þessu kvöldi. Sumir voru rólfærir en aðrir meira veikir. Þeir sem mögulega gátu hlýddu á jólaguðsþjónustuna i útvarpinu og rauluðu jafnvel jólalögin með. Mér varð hugsað til Maríu meyjar þegar hún fæddi Jesú. Hún fæddi í fjárhúsi, ekki í hlýju sjúkrahúsi með hóp af hjúkrunarfólki í kringum sig, innan um kindur og kannski nokkra asna. Það hefur varla ver- ið notalegt. Þannig tók veröldin á móti frelsaranum. Við færðum sjúklingunum matinn sem var venjulegur jólamatur. Við starfs- fólkið settumst niður og fengum okkur kaffi og konfekt. Aðstandandi eins sjúklingsins haföi fært okkur konfektkassa. Ég leit út um gluggann og horfði á snjóflygsurnar falla til jarðar. Enginn var á ferð nema sjúkrabíll sem kom með konu á fæðingardeildina. Barniö, sem konan ól, fékk hlýrri móttökur en Jesúbarnið forðum. Ó, hve ég í hjarta gladdist með foreldrunum að eignast lítið barn um jól. Einn sjúklingurinn, karlmaður, sagði við mig: „Veistu, ég kveið svo fyrir því að vera á spítala á aðfangadagskvöld, fjarri fjölskyldunni, en ég á fjögur börn, þaö yngsta er tveggja ára. En nú er ég hér, og mér líð- ur nokkuð vel, þrátt fyrir veikindin." Ég brosti og allt í einu ómaði jólasálm- urinn góði inn í stofuna frá útvarpstæki frammi á gangi. í dag er glatt í döprum hjörtum því Drottins Ijóma jól. í niðamyrkrum nætur svörtum upp náöar rennur sól. Er vetrar geisar stormur stríður þá stendur hjá oss friðarengill blíður og þegar Ijósið dagsins dvín oss Drottins birta kringum skín. Oss öllum mikinn fögnuð flytur sá friðarengill skær: Sá Guö, er hæst á himni situr, er hér á jörð oss nær Sá Guð, er ræður himni háum, hann hvílir nú í dýrastalli lágum, sá Guð, er öll á himins hnoss, varð hold á jörð og býr með oss. Það var eins og friðarengillinn sjálfur stæði í dyragættinni og byði öllum GLEÐILEG JÓL Timarit íslenskra hjukrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.