Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 49
LITIÐ UM ÖXL
Brautskráðar hjúkrunarkonur frá
Hjúkrunarkvennaskóla íslands haustið
1953 og ein siðar (vor '54). Fremri röð
frá vinstri: Björney Jóna Björnsdóttir,
Hulda Gunnlaugsdóttir, Jónína
Stefánsdóttir, Borghildur Einarsdóttir,
Ragnheiður Hjördís Ingvarsdóttir. Aftari
röð frá vinstri: Ragna Þorleifsdóttir,
Gróa Sigfúsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Pálína Þuriður Sigurjónsdóttir, Jórunn
Hanna Ástriður Karlsdóttir.
skorið úr um hvort nemandi væri hæfur til að
stunda hjúkrunarnám. Bóklega námið fór fram á
Landspítalanum en verklega námið var tengt
hjúkrunarstörfum á Landspítalanum og öðrum
sjúkrahúsum þar sem nemar voru vistaðir á veg-
um skólans.
A þessum tíma var Sigríður Bachmann skólastjóri
og Þorbjörg Jónsdóttir aðalkennari, báðar voru þær
mikilhæfir og góðir kennarar sem höfðu mikil áhrif
á nemendur, höfðu báðar lært hjúkrunarkennslu,
Þorbjörg í Bandaríkjunum og Sigríður í Englandi.
Nemar bjuggu á heimavist sem var á þriðju hæð
spítalans en kennslustofan var uppi í risi.
Þegar litið er til baka er efst í huga mikil glaðværð
meðal nema og samheldni og brennandi áhugi
fyrir starfinu en margt var brallað, mörg gerðust
ævintýrin sem ekki verða tíunduð hér!
Afar ströng útivistarleyfi giltu, leyft var að vera úti til kl. 23.30
nema daginn fyrir frídag, þá gátum við fengið að sofa úti í bæ
þar til dansiböllum var lokið! Ekki fullnægði þetta okkar þörf-
um og eiginlega hafði þessi takmörkun espandi áhrif, a.m.k. á
suma, og var þá oft gengið lengra en leyfilegt var og það gerði
allt svo spennandi að komast fram hjá næturvaktinni óséður
en næturvaktin átti að fylgjast með hvenær nemar kæmu heim
og færa til bókar, stundum voru eldri nemar í því hlutverki og
þá var oft auðveld innganga! Þessar reglur voru að sjálfsögðu
settar með hag nemenda í huga og í takt við tíðarandann.
Vinnuálag á nema var mikið. Langur vinnudagur, skipulag
deilda með löngum göngum og mikilli yfirferð og margir sjúkl-
ingar á hverri deild og vinnuhagræðing var ekki upp á marga
fiska ef miðað er við daginn í dag.
Með þessum orðum óska ég hollsystrum mínum til hamingju
með áfangann.
Pistillinn er birtur aftur þar sem röng mynd birtist i siðasta tölublaði.
Elín Ellertsdóttir
Jól á sjúkrahúsi - Á slysavakt
Nú eru liðin 50 ár frá útskrift þeirra er luku prófi frá Hjúkr-
unarkvennaskóla íslands í mars 1953. Við vorum 14 er luk-
um námi, en af þeim eru nú 5 látnar. Hópurinn var sá fyrsti
sem útskrifaðist með fínu, hvítu kappana á höfðinu. Enn
fremurfékk hópurinn Nýja testamentiö að gjöf frá Gídeon-
félaginu á íslandi, en var líklega ekki sá fyrsti.
Ég hafði ráðið mig á skurðstofu Landspítalans og hóf störf
strax eftir útskrift, var það kallaö að „supplera" og átti að
taka u.þ.b. eitt ár sem framhaldsnám. Þessu starfi fylgdi
m.a. að vera á slysavöktum og á bakvöktum.
Ég bjó hjá foreldrum mínum skammt frá Landspítalanum,
um 5 mínútna gang, svo að ekki var langt að fara ef unnið
var á bakvakt. Nú var komiö aö jólum og ég á bakvakt. Nóg
að gera allan daginn og fram á kvöld. Fer að undirbúa mig,
að Ijúka vakt og fara heim - og að halda jól.
Ekki varð nú mikið vart við jólin á slysavaktinni. Nema á
kaffistofunni, kerti og smá skreyting. En vitundin um jóla-
hátíðina var til staðar. - „Vér fögnum komu frelsarans," -
og jólagleðin gagntók huga og sál.
Þá kom sjúkrabillinn með tvo menn sem lent höfðu í
bílslysi. Þeir voru tveir í fólksbifreið og sátu báöir frammi í.
Þá varvinstri umferð á íslandi. Þeir höfðu ekiö undir vöru-
bíl sem var kyrrstæður. Farþeginn, fremur ungur eða um þrítugt, slapp al-
veg ómeiddur. Kandídat á vaktinni skoðaði ökumanninn og var hann úr-
skurðaður látinn. Ekki sáust miklir áverkar en höfuðkúpan var mölbrotin og
gaf eftir við snertingu, undarleg tilfinning við snertinguna. Sú tilfinning lif-
ir enn í höndum mínum.
Þá varð ég, ásamt hjúkrunarnema á vaktinni, að veita ökumanninum
síðustu þjónustuna. Ekki komu neinir aðstandendur, félagi ökumannsins
fékk að fara. En greinilega var honum, vægast sagt, mjög brugöið.
Að því loknu urðum við að koma hinum látna upp í líkhús sem þá var her-
bergi í húsi Rannsóknarstofu Landspítalans og Háskólans. Manninum var
ekiö á vagni (ambulans) þangað. Sem betur fer var dimmt. Engin umferð, allt
kyrrt og hljótt. Eftir að búið var að ganga frá öllu var orðiö nokkuð áliðið.
Ég gekk heim í yndislegu veðri, kyrrð og friður. Töluverð Ijósadýrð, enginn á
ferli. Hlakkaði til að koma heim. - „Heims um ból, helg eru jól."
Er ég kom inn var mér sagt að árekstur hefði orðið fýrir utan húsið. Gest-
komandi, á neðri hæð, var á vörubíl, staldraði stutt við. En bifreið hafði
verið ekið undir pall vörubílsins.
Sjúkrabifreið hafði komið á staðinn. Búiö var að fjarlægja allt fyrir utan hús-
ið. Eigandi vörubifreiðarinnar hafði veriö um það bil að fara, eftir aö hafa
lokið erindi sínu, er slysið varð. Hann gat ekið þaðan, ekkert aö vörubílnum.
Þaö var undarleg tilfinning að koma frá afleiðingu þessa slyss og ganga svo
beint heim, aö upphafi þess.
Timarit islenskra hjúkrjnarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
47