Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Side 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Side 5
FORMANNSPISTILL Elsa B. Friðfinnsdóttir Heilbrigðiskerfi á umbrotatímum Segja má að um áratugaskeið hafi ríkt nokkurs konar þjóðarsátt um heilbrigðiskerfi okkar Is- lendinga. Landsmenn vilja bestu hugsanlegu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita, eins og segir í lögum um heilbrigðis- þjónustu. Heilbrigðisstéttir hafa verið framar- lega á alþjóðavísu í menntunarmálum, gæði þjónustunnar eru almennt mikil og við höfum verið óhrædd við að taka upp nýjungar. Allt kost- ar þetta umtalsverða fjármuni en hefur gengið fram í góðri sátt við skattborgara þessa lands. Skoðanakannanir hafa sýnt að landsmenn eru jafnvel fúsir til að greiða meira til samneyslunn- ar ef það má verða til þess að viðhalda góðu fé- Iagslegu heilbrigðiskerfi. I haustskýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Islands 2003 - „Fjár- mögnun og rekstur heilbrigðisþjónustu” - kemur fram að hér á landi hækka útgjöld til heilbrigðis- mála um 2,8% á milli ára. Aðeins tekur 20 ár að tvöfalda útgjöldin. Þetta eru ískyggilegar tölur og ástæða til að staldra við og meta hvort lands- menn séu sáttir við að þessi þróun haldi áfram. Ef svo verður getur aðeins þrennt komið til til að mæta auknum kostnaði við heilbrigðiskerfið: skattar á almenning hækka, framlög til annarra málaflokka á vegum ríkisins Iækka eða þeir sem nota heilbrigðisþjónustuna verða að greiða meira en verið hefur. Enginn þessara kosta er fýsilegur og því snýst hin opinbera umræða nú um að koma böndum á útgjaldaaukninguna. Undanfarnar vikur hafa borist fréttir af sam- drætti í rekstri fjölda heilbrigðisstofnana, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, hjá Heil- brigðisstofnun Austurlands, hjá Heilbrigðistofn- un Suðurlands á Selfossi og svona mætti áfram telja. Síðast en ekki síst hafa miklar sparnaðar- aðgerðir verið boðaðar á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi, þessu sérhæfðasta sjúkrahúsi lands- ins, þessari endastöð í heilbrigðisþjónustunni, eins og LSH er oft kallað. 1. febrúar sl. fengu 36 starfsmenn LSH uppsagnarbréf, samið var um starfslok við fjölda starfsmanna fyrr en áætlað hafði verið, hópur starfsmanna minnkaði vinnu- hlutfall sitt til að komið yrði í veg fyrir upp- sagnir og stærsti hópurinn, um 230 starfs- Eisa B. Friöfinnsdóttir menn’ samþykkti nauðugur viljugur veru- legar breytingar á vöktum og vinnufyrir- komulagi, jafnvei þó slíkt leiði í flestum tilfellum til kjara- skerðingar. Alls koma boðaðar aðgerðir á LSFI við rúmlega 500 starfsmenn eða meira en 10% þeirra er þar starfa. Stjórn- endur LSH hafa tekið undir þau sjónarmið stéttarfélaga starfsmanna að slíkur sparnaður hljóti að koma niður á þjón- ustunni sem LSH er ætlað að veita. Þeir hafa jafnframt óskað eftir formlegri skilgreiningu stjórnvalda á hvaða hlutverki sjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Nú hillir undir slíka skilgrein- ingu því nefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem ætl- að er að skilgreina hlutverk LSH, mun skila niðurstöðu sinni á vormánuðum. Miklar vonir eru bundnar við það nefndar- starf, ekki hvað síst að í framtíðinni fari þá saman skilgreint hlutverk LSH og það fjármagn sem sjúkrahúsið hefur til rað- stöfunar ár hvert. Það sem hjúkrunarfræðingar hafa mestar áhyggjur af eins og nú háttar eru gæði þjónustunnar sem veitt er og þar með ör- yggi sjúklinganna. Ég hef áður gert þeim málum nokkur skil í formannspistli. Við það má bæta að í erlendum fagtímaritum, sem áður fjölluðu um gæði heilbrigðisþjónustu (QHC = qu- ality of health care), er nú fjallað um gæði og öryggi heilbrigð- isþjónustu (QSHC = quality and safety of health care) sem ó- rjúfanlega heild. Það segir svo ekki verður um villst að sam- bærilegur vandi steðjar að í löndunum í kringum okkur og þar er megináhersla fagstétta á öryggi sjúklinga og starfsmanna. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur samþykkt að skipa starfshóp sem ætlað er, í samstarfi við aðra faghópa, að skoða öryggi sjúklinga sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem nú ganga yfir. Þá hefur stjórn Fíh einnig samþykkt að fela gæðastjórnunarnefnd félagsins að vinna að gerð viðmiðunar- staðla er skilgreini hve mörgum sjúklingum einn hjúkrunar- fræðingur getur sinnt á hverju sérsviði hjúkrunar þannig að gæða þjónustu og öryggis sjúklinga sé gætt. Með þessu er ætl- un stjórnar Fíh að stuðla að meiri gæðum hjúkrunarþjónustu og að setja viðmiðunarstaðla til að tryggja öryggi sjúklinga og hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.