Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 11
GREIN Skóli Félags íslenskra hjúkrunarkvenna nám við. Yfirleitt lcom það í hlut hjúkrunar- kvenna að leggja mat á hæfni þeirra en stöku sinnum rituðu læknar einnig undir hæfnisdóma. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna lét prenta sér- stök eyðublöð fyrir umsagnir um nema. Þar átti að lýsa áhuga, starfshæfileikum, áreiðanleika, reglu- semi, þrifnaði, hreysti, starfsþoli og framkomu einstakra nema. Megináhersla var lögð á að meta hið síðastnefnda því leggja átti dóm á framkomu hjúkrunarnema við sjúklinga, yfirboðara og sam- verkafólk (Fíh E/13, umsóknir um hjúkrunar- nám). Þetta voru þau grundvallaratriði sem skáru úr um hæfni eða vanhæfni hjúkrunarnema. For- ystusveit hjúkrunarkvenna á Islandi lagði höfuð- áherslu á persónulega eiginieika hjúkrunarnema en ekki á þekkingu þeirra eða færni. Fyrirmyndir um nám í hjúkrunarfræðum voru einkum sóttar til Norðurlanda, aðallega Dan- merkur. Flestir leiðtogar Félags íslenskra hjúkr- unarkvenna og þær hjúkrunarkonur, sem leið- beindu hjúkrunarnemum á þriðja áratugnum, höfðu stundað nám í Danmörku. Forystukonur danskra hjúkrunarkvenna lögðu mikla áherslu á siðferðisþrek og ýmsa persónulega eiginleika stéttarinnar. I augum þeirra voru góðar hjúkrunar- konur þrifnar, reglusamar, skylduræknar, sam- viskusamar, áreiðanlegar, fórnfúsar, umhyggju- samar og agaðar en síðast en ekki síst stóðu góð- ar hjúkrunarkonur aðeins undir nafni ef þær sýndu yfirboðurum sínum skilyrðislausa hlýðni. Viðkunnanlegt, rólegt og glaðvært lundarfar var þar að auki talið prýða „góðar“ hjúkrunarkonur (Wingender, 1999). Þessar hugmyndir mótuðu framvarðasveit hjúkrunarkvenna á íslandi og end- urspegluðust í umsögnum um hjúkrunarnema. Námsmatið reyndist mörgum hjúkrunarkonum erfitt verkefni og þær felldu sjaldnast harða dóma um nema. Helstu gallar, sem hjúkrunar- konur tíunduðu á nemum, sneru einkum að framkomu þeirra og Iundarfari. Oftast var fund- ið að því ef þeir þóttu háværir, fasmiklir, þver- lyndir, stórlundaðir eða frekir. A þriðja áratugn- um var örfáum nemum vísað frá námi. Tvær stúlkur voru látnar hætta vegna þess að þær voru taldar of ungar og barnalegar. I það minnsta fjór- ar til viðbótar voru dæmdar óhæfar til að stunda hjúkrun og gert að draga sig í hlé (Margrét Guð- mundsdóttir, handrit). Sumarið 1928 skrifaði bróðir nema, sem gert hafði verið að hætta eftir fjögurra mánaða nám, til Sigríðar Eiríksdóttur og rakti málsat- vik fyrir henni. Hann gekk á fund yfirhjúkrunarkonu sjúkra- hússins og óskaði eftir skýringum en hún svaraði því einu að hans sögn „að það væri svo margt sem karlmenn gætu ekki sett sig inní í svona hlutum." Hann kvaðst jafnframt hafa afl- að sér upplýsinga um að sjúklingum hafi yfirleitt fallið mjög vel við systur sína og hjúkrunarkonur, sem starfað hefðu með henni, haft góða trú á henni. Stúlkunni var mjög umhugað um að fá að halda áfram námi og bróðirinn bað Sigríði að gefa henni annað tækifæri (Fíh B/1 2, bréf N.N. dags. 24.8.1928) Sigríður svaraði og sagði: Þegar s)'stir yðar sótti um hjúkrunamám. hjá Félagi íslenskra hjúkrun- arkvenna, var ég í nitklum vafa um hvort ég ætti að taka hana. Astæð- an var sú að mér þótti hún vera nokkuð framgjöm, og efaðist jafnvel um að fi'amlwma hennar og viðmót væri fallið til hjúkrunarstarfa. Sömu umkvartanir komu [frá sjúkrahúsinu], að enda þótt hún væri sjúklingum yfirleitt góð, þá væri fas hennar og framkoma yfirleitt þannig, að ekki þótti ráðlegt að hún héldi áfram. Það er svo margs að gæta, þegar um hjúkmnamám er að ræða, stillt og gætin framkorm og alúð til starfans í heild sinni og ég er hrædd urn að [systur yðar] hafi þar verið ábótavant (Fth B/1 2, hréf Sigríðar Eiríks- dóttur dags. 1.9.1929). Hvatvísi virðist hafa orðið stúikunni að falli og viðmót hennar gagnvart yfirboðara. Hjúkrunarnemar hlýddu yf- irleitt orðum hjúkrunar- kvenna og lækna án þess að mögla. Skapríkir nemar áttu þó jafnvel til að veita Sigríði Eiríksdóttur orð í eyra. I upphafi fjórða áratugarins ásakaði einn slíkur Sigríði um að vera „alltof gamal- dags“ og að hún „vildi ekkert Skipulag hjúkrunarnámsins hvildi nær ein- fyrir nemana gera í því að göngu á herðum Sigrlðar Eiriksdóttur. fylgjast með nýja tfmanum“. (Fíh B/2 1, bréf Sigríðar Ei- ríksdóttur dags. 27.1.1931) Sigríði blöskraði þessi fram- hleypni en Jóna Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunarkona á Isa- firði, bar blak að nemanum þótt hún vildi vissulega ekki mæla „svona frekju bót“. Skýringa á ófyrirleitni nemans rakti Jóna meðal annars til þess að hann væri orðinn nokkuð fullorðinn og vanur að ráða sér sjálfur. Hún tók undir orð Sigríðar um kröfuhörku hjúkrunarnemanna en benti jafnframt á málsbæt- ur þeim til handa og sagði: það er mér til stórrar ska'praunar hvað rnér finnst nernarnir vera heimtufrekir og alveg gjörsnej’ddir allri þekkingu um það að þær hafi skyldur gagnvart félaginu og þeim stofnunum sem þær virma á og Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.