Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 13
GREIN
Skóli Félags íslenskra hjúkrunarkvenna
það er nú náttúrulega mikið afþví að hennslan hefur
verið í molum en mikil vinna heimtuð af þeim (Fíh
B/2 1, bréffónu Guðmundsdóttur dags. 15.2.1931).
Jóna hafði einnig á orði að „dönsku mömmurnar“
teldu íslenska hjúkrunarnema sjálfráða og þvera
og fullyrti að þau skapgerðareinkenni gengju
undir samheitinu „Islendingseðlið" hjá stéttar-
systrum þeirra Sigríðar í Danmörku.
Gagnrýni á hjúkrunarnám félagsins
Brottfall hjúkrunarnema úr námi var forystu Fé-
lags íslenskra hjúkrunarkvenna nokkurt áhyggju-
efni. Félagið hafði skuldbundið sig til að útvega
sjúkrahúsum nema en þá skyldu var erfitt að
uppfylla þegar margir nemar hurfu frá námi.
Stjórnarkonum var hins vegar legið á hálsi fyrir
að gera of litlar kröfur til hjúkrunarnema.
Christophine Bjarnhéðinsson átaldi þær til að
mynda fyrir að stöðva ekki heilsulausa og óhæfa
nema sem væru ekki færir um að stunda hjúkr-
un (Margrét Guðmundsdóttir, handrit). En
framvinda náms hjúkrunarnema hvildi í raun á
handleiðslu hjúkrunarkvenna og lækna sem þeir
störfuðu hjá á námstímanum. Stjórn félagsins
hafði ekki bein áhrif á námsmat eða hæfnisdóma
enda höfðu stjórnarkonur sjaldnast forsendur til
að úrskurða um einstaka nema.
Forystukonur félagsins glímdu einnig við gagn-
rýnisraddir sem töldu fullmiklar kröfur gerðar til
hjúkrunarnámsins. Spjótin stóðu úr öllum áttum
á stjórn félagsins vegna hjúkrunarnámsins. Sigríð-
ur Eiríksdóttir stóð í miðri orrahríðinni. Flún bar
hitann og þungann af skipulagi námsins og eng-
inn hafði betri yfirsýn en formaðurinn. I árslok
1930 gengur hún fram fyrir skjöldu og leggur mat
á hjúkrunarnámið á Islandi í tímariti félagsins.
Sigríður fullyrðir að námið hafi ekki verið „eins á-
kjósanlegt og skyldi" en vill með greininni leggja
sín lóð á vogarskálar umbóta. Hún hendir á að
umsagnir forstöðukvenna erlendu sjúkrahúsanna,
sem tekið hafi við hjúkrunarnemum félagsins, séu
oftast „mjög lélegar". Þær staðhæfi:
að nemamir, að nokkrum undanskildum, kunni bók-
staflega ekhert í hjútkrun þegar þær koma frá Islandi.
Auk þess stendur málið (danska, norska) þeim flestum
svo fyrir þrifum, aðfyrstu mánuðina er ekki þorandi að
trúa þeim fyrir einfaldasta starfi upp á eigin spýtur, af
óttafyrir því, að þær hafi ekki skilið það, sem sagt hef-
ir verið við þær (Sigríður Eiríhdóttir, 1930).
Sigríður fullyrti að hjúkrunarnemar væru misnotaðir á sjúkra-
húsum landsins enda væru þeir bæði „ódýrari og mun hent-
ugri“ vinnukraftur en starfsstúlkur og lærðar hjúkrunarkonur.
Kennslan væri í molum vegna þess hve fáliðuð sjúkrahúsin
væru. Nemar væru að jafnaði við vinnu 12 tíma á dag. A þeim
tíma væru þeir svo ofhlaðnir störfum að ekki gæfist færi á að
Ieiðbeina þeim að ráði og hjúkrunarkonurnar hefðu þar að
auki sjaldnast stund til að sinna kennslunni sökum vinnu-
álags. Sigríður taldi brýnt að draga úr vinnuálagi á sjúkrahús-
unum með því að fjölga starfsfólki og skapa þannig aukið svig-
rúm fyrir kennslu og nám innan þeirra.
Gagnrýni Sigríðar verður að meta í ljósi þess að hún og aðrir
forystumenn félagsins voru að þrýsta á yfirvöld heilbrigðis-
mála að setja á fót hjúkrunarskóla í tengslum við væntanlegan
landsspítala. Ekki verður þó dregin fjöður yfir þá vankanta
sem voru á því námi í hjúkrun sem félagið skipulagði. Hjúkr-
unarnemar voru vissulega misnotað vinnuafl á sjúkrahúsum
landsins en sú var einnig raunin í Danmörku og víðar (Win-
gender, 1999). Skortur á þjálfun á almennum sjúkrahúsum
stóð hjúkrunarnáminu fyrir þrifum á íslandi. Sjúkrahúsin á
Akureyri, Isafirði og í Vestmannaeyjum, þar sem nemarnir
fengu starfsþjálfun, voru lítil og á þeim fjölgaði berklasjúkl-
ingum stöðugt. Hjúkrunarnemar á Islandi fengu því töluverða
þjálfun í umönnun berklasjúklinga en höfðu iðulega takmark-
aða reynslu af almennum sjúkradeiidum. Bókleg kennsla í
hjúkrunarfræði var auk þess lítil og sat iðulega á hakanum
vegna vinnuálags á undirmönnuðum sjúkrastofnunum. En
pottur var víða brotinn í bóknámi hjúkrunarskóla á þriðja ára-
tugnum bæði í Noregi og Danmörku.
Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var í fararbroddi í baráttunni
fyrir því að koma á fót þriggja ára hjúkrunarnámi hér á landi
og stuðlaði öðrum fremur að því að fullmenntuðum hjúkrun-
arkonum fjölgaði verulega á þriðja áratugnum. An þeirra hefði
orðið illmögulegt að hefja rekstur Landspítalans í árslok 1930
en starfsemi hans gjörbreytti öllum aðstæðum til hjúkrunar-
náms á Islandi.
Margrét Guðmundsdóttir er sagnfræðingur og vinnur mí við það
að rita sögu hjúkrunar á Islandi 1898 til 2000.
Heimildaskrá
Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Skjalasafn (Fíh): B/1 2, bréfaskipti 1927-1929. B/1 3,
bréfaskipti 1927-1929. E/13 umsóknir um hjúkrunarnám B/2 1, bréfaskipti 1929-1932;
Margrét Guömundsdóttir. Saga hjúkrunará islandi. Handrit.
Margrét Jóhannesdóttir (1950). Minningarorö. Jóhanna Knudsen, fyrrv. yfirhjúkrunar-
kona. HjúkrunarkvennablaðiO 26:3, bls. 2-4.
Sigriður Eiriksdóttir, 1930). Ábyrgö íslenskra hjúkrunarkvenna og lækna gagnvart hjúkr-
unarnáminu. Timarit Féiags islenskra hjúkrunarkvenna 6:3 nóvember, bls. 1-3.
Wingender, Nete Balslev (1995). Fem svaneri flok. Sygeplejerskers Samarbejde i Norden.
Árhus.
Wingender, Nete Balslev (1999). Firkleveret og ildsjœlene. Dansk Sygeplejeráds historie
1899-1999. Bind I. Árhus.
Þjóðháttadeild Þjóöminjasafns islands (ÞÞ). 8772, 8778, 9310
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004 1 1