Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 15
Fréttamolar... Margrét segir enn fremur að flest sjúkrahús á landinu hafi verið reist af útlendingum. Þannig hafi danskir oddfellowar gefið íslendingum Holdsveikraspítalann í Laugarnesi, kaþólskar nunnur byggðu Landakot og ráku spítalann ein- ar og nánast óstuddar í áratugi, Frakkar byggðu þrjú sjúkrahús fyrir sjómenn hér á landi og svo mætti lengi telja. „Kleppsspítali er fyrsta sjúkrahúsið sem ríkið lét reisa, það var árið 1907. A öðrum áratug 20. ald- ar taka íslenskar konur við frumkvæði útlend- inga við uppbyggingu sjúkrastofnana hér á landi. Formæður okkar ákváðu t.d. að minnast þess að þeim var veittur kosningaréttur til Alþingis árið 1915 með því að stofna Landspítalasjóð. Þegar sjúkrahúsið tók til starfa í árslok 1930 höfðu konur lagt fram um 1/3 hluta af kostnaði við byggingu spítalans. Fyrstu áratugi 20. aldar var meðallegutími sjúklinga á sjúkrahúsum um 6 vikur en kostnað af sjúkrahúsvist þurftu menn að greiða úr eigin vasa og það voru örfáir sem höfðu efni á að greiða fyrir svo langa legu að við- bættum öðrum útgjöldum, t.d. til lækna og fyrir lyfjakaup. Þeir sem ekki gátu greitt þurftu oftar en ekki að segja sig til sveitar og misstu við það pólitísk réttindi því þá fengu þeir ekki lengur að kjósa. Langflestir svokallaðra sveitarómaga voru fólk sem hafði misst heilsuna og gat ekki reitt fram peninga fyrir sjúkrahjálp." Hún segir það hafa verið í verkahring einhvers starfsmanns sjúkrahúsanna að krefja sjúklinga um tryggingu fyrir greiðslu á legukostnaði áður en þeir voru lagðir inn. Margét segir að lokum að með tilkomu alþýðu- trygginga árið 1936 hafi íslendingum verið tryggð ókeypis sjúkrahúsvist á opinberan kostn- að. „Við höfum húið við þetta kerfi í tæpa öld og það er í sjálfu sér ekki langur tími en nú virðist þróunin vera í hina áttina, að fólk þurfi að greiða sífellt meira fyrir þjónustuna." Margrét hefur tekið saman yfirlit um hjúkrunar- menntun á vegum Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna en erindi þar að lútandi flutti hún er þess var minnst að 30 ár eru liðin frá því náms- braut í hjúkrunarfræði var stofnuð við Háskóla Islands en erindi hennar birtist sem grein hér annars staðar í tímaritinu. Ályktun frá fagdeild bráðahjúkrunarfræöinga 26. janúar 2004 Fagdeild bráöahjúkrunarfræöinga fordæmir fyrirhugaöar breytingar á starfssemi Landspítala-háskólasjúkrahúss, LSH. Uppsagnir starfsfólks, fækkun sjúkrarúma og breytingar á starfsemi hafa gríðarleg áhrif á alla þjónustu viö sjúklinga og teflir öryggi þeirra í tvísýnu. Fyrirhuguö helgarlokun á bráöamóttöku við Hringbraut hefur í för meö sér aukið álag á starfssemi slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi sem er þó nóg fyrir um helgar. Þetta eykur bið eftir þjónustu og hætta á mistökum eykst auk þess sem aðgengi sjúklinga aö sérhæföri hjúkr- unarþjónustu mun minnka. Nú þegar annar LSH varla þeim verkefnum sem samfélagiö gerir kröfur til. Ef skeröa á þjónustu enn frekar munu sjúklingar útskrifast enn veik- ari en nú er raunin og gera auknar kröfur um aöhlynningu í heimahús- um. Heimahjúkrunin er ekki í stakk búin til að fullnægja þeim kröfum þannig aö áhrifin á heimili landsins veröa mikil. Afleiðingar þessa er ó- hjákvæmileg fjölgun endurinnlagna en slíkt leiðir til aukins álags og kostnaðar á bráðaþjónustuna. Fagdeild bráöahjúkrunarfræöinga hvetur stjórnvöld til aö endurmeta fjárveitingar til LSH auk þess sem óskaö er eftir stefnu stjórnvalda hvaö varöar starfsemi og þjónustustig LSH. Ársfundur Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfraeði Ársfundur Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræöi var haldinn 22. jan- úar. Marga Thome, fundarstjóri, setti fundinn og Herdís Sveinsdóttir, formaöur stjórnar Rannsóknarstofnunarinnar, fór yfir siöareglur sem gefnar voru út af Háskóla íslands á síðasta ári og sagöi frá starfsemi stofnunarinnar. Guörún Kristjánsdóttir, prófessor, flutti erindi er hún nefndi „Sérfræöing- ar í krafti þekkingar" og rakti m.a. aðdraganda og þróun sérfræðiþekking- ar í hjúkrun. Elsa B. Friöfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræöinga, flutti erindiö „Sérfræöingar í hjúkrun: Fagleg forysta eöa flott- ur titill?" þar sem hún fór m.a. yfir lög og reglugeröir er varöa sérfræö- inga í hjúkrun, skilgreiningar Alþjóöasamtaka hjúkrunarfræöinga, stöö- una í Bretlandi, hjúkrunarsérfræöinga á íslandi og heilbrigöisáætlun. Þá fóru fram pallborðsumræður um sérþekkingu í hjúkrun en í þeim tóku þátt Anna Gyöa Gunnlaugsdóttir, lektor og hjúkrunarfræðingur á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræöingur á LSH, Elsa B. Friöfinnsdóttir, formaöur Fih, Guðrún Kristjánsdóttir, pró- fessor, og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarfræöingur á LSH, og spunnust líflegar umræöur um fundarefniö. Timarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.