Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 27
Jón Aðalbjörn Jónsson FRA FELAGINU www.hjukrun.is www.hjukrun.is 112.000 uppflettingar á www.hjukrun.is á árinu - Búist viö allt aö hálfri milljón uppflettinga á þessu ári Frá hausti 2001 hefur vefsvæöi Fíh www.hjukrun.is, farið í gegnum gagngera endurskoðun hvað varðar alla umgjörð og stefnumótun um uppbyggingu þess. Að und- angenginni nákvæmri skoðun var Ijóst að vefumsjónarkerfið, sem félagið átti, var úrelt og gat ekki þjónað vefsíðum sem svara eiga kröfum nútímans um gagnvirkni. Að þessari niðurstöðu fenginni var unnin skýr kröfulýs- ing og kostir nýs vefumsjónarkerfis athugað- ir gaumgæfilega. Stjórn félagsins samþykkti í maí 2002 að hefjast mætti handa við uppbyggingu vef- síðna félagsins í nýju vefumsjónarkerfi. Frá þeim tíma hefur allt umhverfi vefsvæðisins verið endurskapað og beinagrind þess öll ver- ið styrkt til þess að vefsvæðið uppfylli þær kröfur sem gera verður til slíkra svæða í dag. Megináhersla hefur verið lögð á að vefsvæðið sé gagnsætt og aðgengi auðvelt. Gögn, sem vistuð eru á svæðinu, eiga að skila sér til lesanda hratt og örugglega. Miklum tíma var varið í að útbúa grunngrind vef- síðnanna auk þess að skilgreina hvaða þjónustu vefurinn á að veita félagsmönnum Fíh. Vefsvæðið hefur fengið mjög góðar viðtökur og frá opnun þess fyrir ári hafa heimsóknir á svæðið þrettánfaldast og voru framkvæmdar um 112.000 uppflettingar á árinu. Aætlanir þessa árs gera ráð fyrir allt að 500.000 uppflettingum. Fréttakerfi, þar sem settar eru fram fréttir af starf- semi félagsins, er nú virkt og hefur fréttasíðan ver- ið gerð aðgengilegri með því að birta nýjustu frétt- ir og tilkynningar á forsíðu vefsvæðisins. Kerfið gerir öllum starfsmönnum félagsins kleift að setja fréttir á vefsvæðið jafnframt því sem það heldur utan um aðra þætti vefsíðunnar. Óhjákvæmilegt er að kjaramál skipi stóran sess á vefsíðu stéttar- félaga og það á við um síðu Fíh því þar eru aðgengilegir á einum stað allir miðlægir samningar félagsins sem og stofnanasamning- ar þess. Flægt er að kalla fram einstaka samninga og prenta þá út eftir þörfum, sækja launatöflu, ráðningarsamning, eyðublöð og fá allar upplýsingar um t.d. fæðingarorlof. Á nýjum síðum má einnig á einfaldan og fljótlegan hátt fá svör við algengum spurn- ingum um kjör, réttindi og skyldur. Dagleg starfsemi félagsins er mjög víðtæk og því við hæfi að sér- stakur kafli á vefsvæðinu fjalli sérstaklega um þetta. Undir val- myndinni „starfsemi" er hægt að sækja upplýsingar um alla starf- semi félagsins, hvort sem er í höfuðstöðvum eða einstökum deildum þess. Lögð hefur verið mikil vinna í að byggja upp vef- svæði fyrir svæðis- og fagdeildir félagsins þar sem hver deild á kost á að setja fram efni sem lýtur að starfsemi deildarinnar. Efnislegt innihald þessa svæðis er í vinnslu. Orlofssjóður félagsins hefur til þessa einungis haft handvirka þjónustu en með nýjum orlofsvef, sem tekinn var í notkun 3. febrúar, varð afgreiðsla sjóðsins einnig sjálfvirk. Á orlofsvefnum er hægt að panta og greiða fyrir orlofshús eða íbúðir, skoða Timarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.