Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 37
Fréttamolar...
reynslu til að meta hvað ástandið er alvarlegt og
taka það oft sem traust og heiður að láta setja sig
í vandasöm og ábyrgðarmikil verk eins og að vera
einar á næturvakt eða taka marga sjúklinga. En
þetta er mjög alvarlegt mál, ekki bara fyrir sjúkl-
ingana heldur líka fyrir starfsfólkið.
Svava: Það vantar þennan punkt svolítið inn í
umræðuna. Að sjá hlutina út frá sjónarmiðum
starfsmannsins. Ekki bara þjónusta við sjúklinga
heldur Iíðan starfsmanna. Það eru heilmiklar
kröfur sem er hægt að gera varðandi aðbúnað og
umhverfi. Því miður fer Landspítalinn ekki alltaf
eftir því. Það er ekki einu sinni öryggisnefnd á
Landspítalanum sem virkar eins og hún á að
gera samkvæmt lögum.
Lovísa: Mig langar að segja ykkur eitt dæmi um
það hversu alvarlegt þetta er. Það hefur verið
mikið um yfirlagnir á sumum deildum og rúm
hafa jafnvel verið fyrir neyðarútgöngum og
brunatækjum. Við fengum heimsókn frá Vinnu-
eftirlitinu á síðasta ári inn á tvær deildir á lyf-
lækningasviði og áður en þeir komu fóru vakt-
mennirnir inn á deildirnar og báðu deildarstjór-
ana að koma hlutunum í lag á göngunum. Eg
veit að einn deildarstjórinn neitaði því. Það má
því spyrja, hvaðan fengu vaktmenn fyrirmæli um
að koma hlutunum í sæmilegt lag áður en
Vinnueftirlitið kæmi?
Katrín: Hvað er verið að fela?
Upphaf nýrra tíma
Bláa lónið - heilbrigðisþjónusta
7. janúar sl. losuöu Eðvarö Júlíusson,
stjórnarformaður Bláa lónsins hf., og
Jón Kristjánsson, heilbrigöisráöherra,
fyrstu hraunhelluna til marks um aö
framkvæmdir við nýja og glæsilega
meöferöarstöö fyrir psoriasissjúklinga
væru hafnar. Uppbyggingin er sam-
vinnuverkefni Bláa lónsins hf. og ís-
lenskra stjórnvalda. Um tímamótaverk-
efni á íslandi er aö ræða bæöi fyrir
heilsutengda feröaþjónustu og þjón-
ustu við íslenska húösjúklinga.
Bláa lónið hf. hefur rekiö meðferðarstöö fyrir psoriasissjúklinga í Svartsengi
frá árinu 1994. Meðferðin hefur hlotiö viðurkenningu íslenskra heilbrigðis-
yfirvalda og greiöir Tryggingastofnun ríkisins hlut íslenskra sjúklinga. Frá
árinu 1997 hafa heilbrigðisyfirvöld einnig greitt fyrir hlut fslenskra sjúk-
linga á Hótel Noröurljósum í Svartsengi til aö auövelda sjúklingum af
landsbyggðinni að stunda meðferöina.
meöal innlendra meðferöargesta
heldur dregur þaö nú aö sér
sjúklinga frá Færeyjum og Dan-
mörku og greiða viðkomandi
heilbrigðisyfirvöld fyrir með-
ferö þarlendra sjúklinga. Vin-
sældir meðferöarinnar hafa
aukist mikiö á undanförnum
árum. Fjöldi meðferöartíma
jókst úr 2000 áriö 1994 i 6585
árið 2003. Auk þess að njóta
vinsælda meðal innlendra meöferöargesta dregur Bláa lóniö nú að sér með-
ferðargesti frá ólíkum heimshornum. Gestir koma frá 18 þjóðlöndum, bæði
grannlöndum í Norður-Evrópu sem og fjarlægum löndum eins og Tælandi.
Meöferöarstööin verður tekin í notkun voriö 2005.
www.bluelagoon.is
Blaa lóniö nýtur ekki eingöngu vinsælda
Lovísa: Gangalagnir. Það er margt í því.
Elsa: Maður heyrir og sér í blöðum að sjúklingar
skrifa og segja að allir séu á hlaupum og hvernig
sé hægt að auka álagið á þetta fólk. Ég velti fyrir
mér hvort við séum komin í þá stöðu að sjúkling-
ar bíði með að láta vita af einhverju vandmáli,
verkjum eða einhverju, vegna þess að þeir telja að
starfsfólkið hljóti að hafa einhverju enn mikilvæg-
ara að sinna. Þannig að það liggi inni á spítalan-
um og híði með að kalla eftir aðstoð vegna þess að
það sér að það eru allir á hlaupum, a.m.k. eldra
fólkið sem ekki kvartar eins, ég hef það grunað
um að bíða eins lengi og það þolir stundum.
Þorbjörg: Það er ekki óalgengt að fólk bíði og
haldi að næsti sjúklingur sé veikari og þurfi
meira á þjónustunni að halda. Ég var að lesa á-
Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
um samdrátt í þjónustu LSH
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga (Fih] lýsir þungum áhyggjum af
samdrœtti í þjónustu og fyrirhuguðum uppsögnum starfsfólks á Landspítala
háskólasjúkrahúsi. Rannsóknir hafa sýnt að fagleg þekking og fjöldi sér-
hœfðra heilbrigðisstarfsmanna hefur bein áhrifá gœði heilbrigðisþjónustu.
Lengi hefur skort hjúkrunarfœðinga til starfa á LSH. Fœkkun þeirra nú mun
þvi án efa rýra gœði þeirrar hjúkrunarþjónustu sem veitt er á sjúkrahúsinu,
og þar með er öryggi sjúklinga stefnt í hœttu.
Lokun bráöamóttöku og einstakra deilda leiðir til þess aö sjúklingar fá síður
þjónustu sérhæföra hjúkrunarfræðinga. Hætta er á aö sérfræðiþekking sem
byggst hefur upp á löngum tíma glatist.
Stjórn Fíh hvetur stjórnvöld til aö endurskoða fjárveitingar til Landspítala
háskólasjúkrahúss og bíöa meö sparnaðarkröfur þar til nefnd sem nú
vinnur að skilgreiningu á hlutverki sjúkrahússins hefur lokið störfum.
Samþykkt á fundi stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 26. janúar 2004.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004