Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 38
ætlun sem lyfjastofnun Bandaríkjanna gerði nýlega um hvern- ig draga megi úr lyfjamistökum. Þar eru talin upp atriði sem eiga stóran þátt í mistökum, m.a. ýmislegt sem við höfum ver- ið að ræða, svo sem þegar sjúklingar flytjast á milli deilda eða frá heilsugæslu yfir á spítala og aftur öfugt. Einnig getur skortur á starfsfólki haft áhrif og flókin tæki sem fylgja sjúk- lingnum yfir á ákveðna deild þar sem fólk er ekki vant að vinna með slík tæki. Lyfjastofnun Bandaríkjanna skoðar um 250 ábendingar á mánuði sem tengjast lyfjamistökum, það er álitið að það sé bara hluti þeirra mistaka sem eiga sér stað. Þær athuganir og rannsóknir, sem lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur gert, koma einnig inn á önnur svið, svo sem hvernig lyf eru merkt, til dæmis þegar lyfjaheiti eru lík en verkun ólík. Það segir sig sjálft ef sjúklingur er lagður inn á deild sem hann á ekki „heima á“ til að nýta plássið, þá geta þessir áhættuþætt- ir komið upp. Eg held að það sé alveg tímabært að hefja þessar umræður og það er mjög gott hjá þér, Lovísa, að skrifa þessa grein vegna þess að þó að við gerum okkur grein fyrir þvf að mistök verði í heilbrigðiskerfinu þá er ekki þar með sagt að við sættum okkur við það. Jórunn: Eða hvernig þróunin verður í kringum það? Það er mannlegi þátturinn númer eitt, tvö og þrjú, áfallið fyrir sjúkl- inginn sem verður fyrir því að skaðast, mér finnst það alltaf gleymast. Það er alltaf talað um starfsmennina en ég er hinum megin við borðið og þetta þarf ekki að vera svona. Það er svo leiðinlegt og sorglegt bæði fyrir lækninn, hjúkrunarfræðinginn og sjúklinginn að sjúklingurinn þurfi að fara með mistökin í fjölmiðla og vekja þannig athygli á sínum málum. Lovísa: Eg hef áhyggjur af gæðaeftirliti á sjúkrahúsunum í heild, skipulagi og hvernig fólk hugsar um gæði og eftirlit með gæðum, þetta kerfi er bara í molum. Það er einhvern veginn ekki í okkar hugsunarhætti að hugsa um gæði. Það má líka velta fyrir sér læknastofum úti í bæ, þar sem gæðaeftirlitið er, held ég, heldur lélegra en innan sjúkrahúsanna. Það finnst mér mjög alvarlegt. Valgerður: Lovísa, þú tókst þátt í pallborðsumræðum fyrir skömmu þegar ársskýrsla Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði var kynnt. Þar kom fram að þekking ýmissa sérfræðinga í hjúkr- un, eins og til dæmis þín, er ekki virt eða nýtist ekki sem skyldi? Lovísa: Það er bara hluti af þessu kerfi, við erum ekki búin að tileinka okkur að nýta mannauðinn og nýta hann í þágu þess að auka gæðin. Við horfum á eitthvað allt annað. Við erum að hugsa um að gera sem mest en það má helst ekki kosta neitt. Það skiptir ekki öllu máli hversu vel það er gert. Bandarískt heil- brigðisstarfsfólk hugsar mikið um gæði innan heilbrigðisþjón- ustunnar, það ber sig mikið saman við t.d. það sem gerist í flug- geiranum þar sem gæðaeftirlitið er gífurlegt og í mjög föstum skorðum. Við hugsum á allt öðrum nótum, ég hef sagt að það sé meira gæðaeftirlit í fiskiðnaðinum. Elsa: Eg var einmitt að hugsa um það... Lovísa: Ef það finnst ormur í fiskflaki, þá er öllu snúið við. En þetta snertir okkur ekki inni á spít- ala, við þurfum ekki að snúa við kerfinu eða fara í naflaskoðun ef mistök eða óhöpp verða. Jórunn Sigurðardóttir „Það virðist vera tilhneiging til að fela og þagga niður." Jórunn: Hvað er það sem stoppar það? Er ekki hægt að kryfja það svolítið? Og vinna í því? Mér finnst það stóra spurningin. Ég get sagt ykkur að það er mjög erfitt fyrir lækna sem verða fyrir því að gera mistök eða óhöpp, mistök eru ekki vel séð, það má helst ekki tala um læknamistök. Hvar stoppar boltinn alltaf? Hver er það sem stjórnar? Eru það forstjórarnir. Það virðist vera tilhneiging til að feia og þagga niður. Elsa: Eg held að það sé hluti af því sem þú ert að nefna, Lovísa, að það er allt öðru vísi litið á heil- brigðisþjónustu en fiskvinnslu eða flugþjónustu. 1 fiskvinnslu og flugþjónustu er maður með vöru sem þarf að selja og flugfélögin keppa sín á milli um farþega. Það er horft á lokaafurðina. Hvenær tölum við um það að við séum að ná árangri í heilbrigðisþjónustunni? Að við skilum frískara og heilbrigðara fólki? Að við náum miklum ár- angri? Það er aldrei horft á það heldur eingöngu að heilbrigðisþjónusta sé kostnaður fyrir samfé- lagið. En ekki það að þarna verður til afurð sem sparar eða eykur tekjur þjóðarbúsins. Ég held það sé hluti af þessu og þess vegna er aldrei sama gæðahugsunin, við hugsum aldrei um að við þurfum gæðavarning út úr kerfinu. Tímarit hjúkrunarfræöinga I. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.