Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 40
PSN samskipti
Námskeið
á vegum hjúkrunarfræðideildar
í samvinnu við Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands
Klínísk færni í íjölskylduhjúkrun
Ætlað hjúkrunarfræðingum og meistaraprófsnemendum í hjúkrunarfræði. Námskeiðið má meta til
3 eininga, sem hluta af námi til MA prófs. Skráning fer fram hjá Endurmenntun Háskóla íslands og er
umsóknarfrestur til 5.maí. Kennt er á ensku.
Hjúkrunarfræðingum gefst hér tækifæri til að auka færni sína í að meta og útfæra aðstoð við fjölskyldur
langveikra. Áhersla er lögð á að þróa klíníska færni sértækrar fjölskylduhjúkrunar bæði í fyrirlestrum,
með greiningu klínískra tilfella, með myndbandssýningum af fjölskyldum sem komið hafa
til meðferðar og með tilbúnum fjölskylduviðtölum.
Kennari / Umsjón:
Umsjón: Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands.
Fyrirlesarar: Dr. Lorriane Wright og Janice Bell prófessorar við Háskólann í Calgary Kanada.
Þverfaglegt námskeið fyrir heilbrigðisvísindagreinar. Námskeiðið er á framhaldsstigi og metið til
3 meistaraprófseininga. Skráningarfrestur er til 19. apríl. Kennt er á ensku. Nýlegar framfarir í genafræðum
hafa valdið byltingu í heilbrigðisvísindum. Aldrei fyrr hefur verið jafnmikið framboð af, né eftirspurn eftir,
þjónustu á þessu sviði. Samfara auknum viðskiptaþrýstingi og auknum áhuga almennings á erfðafræðilegum
upplýsingum er nýting gena-fræða orðinn hluti af venjubundinni heilbrigðisþjónustu. Þetta námskeið er sett á
laggirnar til að gera hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki kleift að auka við þekkingu sína á notkun
genafræða innan heilbrigðisþjónustunnar. Sérstök áhersla verður lögð á siðfræðileg, lagaleg og þjóðfélagsleg áhrif
þessarar fræðigreinar.
Kennari / Umsjón:
Umsjón: Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ.
Kennari: Marcia Van Riper dósent við háskólann í Chapel Hill, North Carolina, í Bandaríkjunum. Dr. Van Riper
hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviði erfðafræði og hefur víðtæka reynslu af kennslu, erfðaráðgjöf innan
heilbrigðisþjónustunnar og fyrirlestrahaldi á þessu sviði.
Tími: mán. 24., þri. 25., mið 26., fim. 27..
og l'ös. 28. maí kl. 9:00-17:00 (5x).
Verð: kr. 34.000 kr.