Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 41
HRINGBORÐSUMRÆÐUR
Mistök í heilbrigöisþjónustunni
Katrín Pálsdóttir: „Mér finnst furöulegt aö ekki skyldi vera byrjaö á
þvi aö byggja upp hjúkrunarheimili, þaö er búiö aö segja þaö í 2 eöa
3 ár aö inni á sjúkrahúsunum eru yfir 100 manns sem eiga ekki heima
þar. En þaö er ekkert gert i þvi."
Lovísa: Ég tek undir það. Ég held að það hafi meiri
áhrif á gæði þjónustunnar en fólk sá fyrir í upp-
hafi. Við erum núna byrjuð að súpa seyðið af því
að það er algjör einokun á þessum vettvangi, bæði
gagnvart faglegri þróun starfsfólksins, þ.e. starfs-
mannastefnu, og gæðum gagnvart sjúklingunum.
Katrín: I þessu umhverfi er fólk svolítið hrætt,
það mun ekki fara að tilkynna um mistök eða
nærmistök sem hafa orðið á sinni deild, fólk fer
að passa sig.
Jórunn: Það má bara ekki gerast. Það þarf að
taka á þessu.
Katrín: Fólk er óöruggt. Eins og staðan er núna
ber starfsmaðurinn ekki mikið traust til stjórn-
enda, það hafa orðið svo miklar breytingar á stutt-
um tíma og það er langt frá því að þeim sé lokið.
Svava: Fjöldi erlendra starfsmanna í heilbrigðis-
þjónustunni eykur einnig líkur á mistökum. Það
sem þyrfti að gera varðandi erlenda starfsmenn í
heilbrigðisþjónustunni er að taka ákvörðun um
hversu margir mega vera miðað við þá sem tala
íslensku því það er einnig aukaálag á starfsfólk
að sinna þeim. Það þarf að ákveða þetta hlutfall.
Lovísa: Þetta endurspeglar svolítið gæðahugsun
á sjúkrahúsinu að það skuli vera hægt að hafa
fólk í ræstingu og sem starfar við það að færa
sjúklingum mat sem ekki talar orð í málinu.
Elsa: Þetta getur átt sök á hluta af mistökum því
það er hægt að færa fólki t.d. dísætan djús sem er með sykur-
sýki eða eitthvað álíka. Það þarf ekki að vera flókin læknis-
fræðileg meðferð sem hefur áhrif á heilsu sjúklingsins.
Svava: Þetta eykur mjög mikið álag á alla starfsmenn.
Valgerður: Tími okkar er á þrotum. Mig langar að Ieggja loka-
spurningu fyrir ykkur allar. Hvað sjáið þið í fljótu bragði að
gæti aukið gæði þjónustunnar og komið í veg fyrir mistök í
framtíðinni?
Lovísa Baldursdóttir: „Ég held þaö þurfi aö hrista þetta kerfi algjörlega upp frá grunni. Ég
held t.d. aö Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gæti komiö að þvi máli og talað fyrir hönd
sjúklinga og sinna félagsmanna um að það yrði gerður algjör uppskurður á sjúkrahús-
inu."
Þorbjörg: Mér finnst það sem Danir og Bandaríkjamenn eru að
vinna í, þ.e. að koma á lögum um skráningu, athyglivert. Meg-
ináherslan í því er að ekki sé leitað að blórabögglum heldur
reynt að draga úr mistökum í samvinnu við starfsmenn, sjúkl-
inga og aðstandendur. Ég held að það sé tímabært að við skoð-
um eitthvað svipað, hvort Iög þarf til veit ég ekki. I Bandaríkj-
unum verður öllum sjúkrahúsum gert að skrá öll óhöpp frá ár-
inu 2006. Danir eru að tala um eitthvað svipað. Ég held, ef við
náum því að ræða þetta á þeim nótum, að það sé nauðsynlegt
að skoða öll mistök og að við vöndum okkur við það, ekki til að
negla einhvern heldur til að læra af og til þess að draga úr mis-
tökum, þá verði skráning þeirra betri. Við þurfum að nálgast
málið faglega og af innsæi.
Lovísa: Það þarf nýja hugsun í sambandi við gæði og réttindi sjúk-
linga og starfsmanna. Ég veit ekki hvort það hefði nokkuð upp á
sig að setja ný lög í sambandi við þetta núna, þau yrðu bara þver-
brotin eins og lög um réttindi sjúklinga. Ég held það þurfi að
hrista þetta kerfi algjörlega upp frá grunni. Ég held t.d. að Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga gæti komið að því máli og talað fyrir
hönd sjúklinga og sinna félagsmanna um að það verði gerður al-
gjör uppskurður á sjúkrahúsinu. Við getum litið til Bandaríkjanna
og skoðað það sem Danir eru að gera, þeir hafa tekið sig saman,
Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004
39