Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 42
mörg fagfélög, og ætla sér að vinna í þessum málum. Ég held líka
að starfsandinn inni á þessari stofnun, það er ákveðin skoðana-
kúgun, fólk þorir eldd að koma fram opinberlega og ræða um mál
stofnunarinnar, ef það er gert þá fær það bágt fyrir. Það er hluti af
þeirri enduruppstokkun og þeim breytingum sem þarf að vinna að
þannig að allir hafi kjark til að berjast fyrir sína skjólstæðinga og
geri það. Fólk gerir það ekki í dag vegna þess að það vill ekki fara
á svartan lista eða fara í órólegu deildina eins og sumir tala um.
Þetta er ekki eðlilegur starfsandi sem við vinnum í, þessi starfs-
andi er ekki til þess fallinn að auka öryggi sjúldinga eða styrkja
fólk í því að tala fyrir munn sinna skjólstæðinga.
Elsa B. Friöfinnsdóttir: „Þaö er ótrúleg sú staða sem viö erum í núna að þaö er buið aö
þröngva þjóðinni í að hugsa fyrst og fremst um heilbrigðisþjónustuna út frá peningalegu
sjónarmiði, að fjárlög séu einu lögin sem gilda um heilbrigðisþjónustuna."
um heilbrigðisþjónustuna. Það er algjörlega óþol-
andi að horfa á sama tíma á öryggi sjúklinga
minnka verulega og það á trúiega eftir að versna
enn. Ég tala nú ekki um gæðin og við leyfum okk-
ur að eyða öllum þessum fjármunum skattborgar-
anna án þess að hafa neitt til að meta hversu vel
við nýtum fjármagnið, hvaða gæði koma út úr því
sem við erum að gera og hvort við náum einhverj-
um markmiðum sem við eigum auðvitað að hafa
sett okkur, en við höfum alls ekki gert það. Það má
því alveg eins setja hin gleraugun upp og segja,
þetta er ómögulegt kerfi því við notum alla þessa
peninga markmiðalaust og gæðamatslaust í raun-
inni. Ég tek því undir það, að við þurfum á vissan
hátt að ná að snúa við og byrja upp á nýtt.
Jórunn: Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir að hafa
boðið fulltrúa Éífsvogar hér á þennan fund. Ég
er sammála ykkur í einu og öllu og ég hef einmitt
verið að hugsa um þegar verið er að segja upp
svona mörgu starfsfólki og hjúkrunarfræðingum,
nægar eru skýrslutökurnar um einn sjúkling,
hvernig verður þetta þá núna, ég er mjög hrædd
um það álag sem mun skapast. Það hlýtur að
verða óöryggi, segjum ef eitthvað gerist og sjúkl-
ingur þarf að fara í mál og pappírarnir ekki (lagi,
það þarf að passa allt. Ég þakka fyrir mig og
gangi ykkur vel.
Svava: Já, ég held það skipti mjög miklu máli að vekja athygli á
því álagi sem er á starfsmönnum, bæði á Landspítalanum og
annars staðar, og gera það þá á faglegan hátt, ekki bara að kvarta
og kveina heldur meta með mælitækjum það álag sem er á fólki
og gera það reglulega til að finna Ieiðir til forvarna í því. Ein leið-
in er að halda reglulega starfsmannafundi þar sem starfsmenn
geta tjáð sig og upplýsingaflæði er betra og hafa á dagskrá í byrj-
un funda starfsmannamál eða eitthvað sem hefur komið upp á
deildinni og það sé alltaf á dagskránni, það sé reglubundið kerfi
þar sem fólk getur hist og rætt málin. Það er alltaf verið að tala
um tímaskort en það er mjög mikilvægt og sparar tíma að hafa
smáfundi, fundurinn á að vera mjög stuttur, 20 mínútur eða
hálftími, þar sem farið er yfir málin og hann á að vera á sama
tíma og á sama vikudegi. Og gera mælanlegar viðhorfskannanir
hvernig fólki líður og hvernig málin ganga.
Elsa: Ég tek undir með Lovísu, ég held það þurfi gagngera upp-
stokkun á hugsun bak við kerfið og þá var ég ef til vill meira að
hugsa ekki bara innan spítalans heldur líka almennt. Það er ó-
trúleg sú staða sem við erum í núna að það er búið að þröngva
þjóðinni í að hugsa fyrst og fremst um heilbrigðisþjónustuna út
frá peningalegu sjónarmiði, að fjárlög séu einu lögin sem gilda
Katrín: Ég er mjög sammála þessu, að það þarf að
verða mjög mikil uppstokkun á kerfinu í heild,
bæði innan sjúkrahúsanna og utan. Ég hef miklar
áhyggjur af því að það verði enn þrengt að hjúkr-
uninni á spítalanum og ég hvet okkur til að standa
vörð um það því ég held að þessar þrengingar, sem
við erum í núna, eigi eftir að verða meiri, þetta sé
bara byrjunin. Ég vil endilega að við skoðum þetta
og hvernig stjórnskipulagið á spítalanum á að
verða. Það skiptir geysilega miklu máli og við
sáum á læknadögum skrif um hvað það væri mik-
ill sparnaður að gera fleiri aðgerðir fyrir utan
sjúkrahúsin, þar talaði danskur maður um sjúkra-
hús sem var rekið af 270 læknum og það voru 70
hjúkrunarfræðingar sem unnu þar, maður getur
velt fyrir sér hvernig sjúkrahús það sé.
Valgerður: Þakka ykkur fyrir, það var frábært að
fá ykkur hingað.
Timarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004