Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 43
Fréttamolar...
Námsstyrkir í boöi
Umsóknarfrestur til 15. apríl 2004.
Norræn geðhjúkrunarráðstefna í Þrándheimi
Dagana 2.-4. september 2004 veröur 7. norræna geðhjúkrunarráöstefnan
haldin í Þrándheimi í Noregi. Yfirskrift ráðstefnunnar aö þessu sinni er: Rann-
sóknir, fagþróun og verkefnavinna við geðhjúkrun; framfarir eða blekking?
Auglýstur er til umsóknar styrkur úr Minningarsjóði
Hans Adolfs Hjartarsonar fyrir áriö 2004. Tilgangur
sjóösins samkvæmt skipulagsskrá er aö styrkja
hjúkrunarfræðinga til frekara náms og eins til ferðalaga
í sambandi viö félagsmál. Stjórn sjóðsins hefur ákveðiö
að veita styrkinn til framhaldsnáms í hjúkrun.
Umsóknir sendist stjórn Minningarsjóðs Hans Adolfs
Hjartarsonar, skrifstofu Félags íslenskra
hjúkrunarfræöinga, Suöurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
fyrir 15. apríl 2004, með sem fullkomnustu
upplýsingum um hvernig umsækjandinn hyggst nota
styrkinn.
Auglýstur er til umsóknar styrkur úr Minningarsjóði
Kristínar Thoroddsen fýrir áriö 2004. Tilgangur sjóösins
er aö veita verölaun hjúkrunarfræöingum sem skara
fram úr í námi og sýnt hafa sérstaka hæfileika til
hjúkrunarstarfa. Sjóðurinn veitir einnig styrki til
framhaldsnáms í hjúkrun.
Umsóknir sendist stjórn Minningarsjóös Kristínar Thor-
oddsen, skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Suöurlandsbraut 22, 108 Reykjavík fyrir 15. apríl 2004,
meö sem fullkomnustu upplýsingum um hvernig
umsækjandinn hyggst nota styrkinn.
Auglýstur er til umsóknar styrkur úr Rannsókna- og
vísindasjóði hjúkrunarfræðinga áriö 2004. Tilgangur
sjóösins er aö styrkja hjúkrunarfræðinga til rannsókna-
og vísindastarfa í hjúkrunarfræöum hér á landi. Styrk-
veiting miöast viö stuöning á öllum stigum rannsókna.
Ekki er veitt úr sjóönum i tengslum viö nám.
Umsóknir sendist stjórn Rannsókna- og vísindasjóöi
hjúkrunarfræðinga, skrifstofu Félags islenskra hjúkr-
unarfræðinga, Suöurlandsbraut 22, 108 Reykjavík fyrir
15. apríl 2004, meö sem fullkomnustu upplýsingum
um hvernig umsækjandinn hyggst nota styrkinn.
Sjónum verður beint aö rannsóknarumhverfinu, hvernig og hvers vegna þaö
varö til. Eru þetta framfarir, blekking eöa „nýju fötin keisarans" og höfum við
yfirleitt sameiginlega sýn á rannsóknir og fagþróun í geðhjúkrun?
Norrænu geðhjúkrunarsamtökin, PSSN, voru formlega stofnuö 1994 og
eru samvinnustofnun Norðurlandanna nema Finnlands. Markmið félags-
ins er aö miðla upplýsingum um geöhjúkrun og geöheilbrigöismál milli
landanna, koma á tengslum milli geöhjúkrunarfræðinga og halda norræna
geðhjúkrunarráðstefnu þriöja hvert ár.
Stjórn félagsins er skipuð einum félaga úr fagdeild geðhjúkrunarfræöinga
hvers lands, fulltrúi íslands er Guöbjörg Sveinsdóttir. Stjórnin hittist aö
minnsta kosti einu sinni á ári, aðalstarf hennar er skipulagning ráöstefn-
unnar og á henni gefur stjórn skýrslu um störf sín.
Eg hvet alla sem starfa viö geðhjúkrun aö reyna aö komast á ráðstefnuna
i Þrándheimi næsta ár, efniö ætti aö koma okkur öllum viö, samræöur um
þróun geðhjúkrunar eru mikilvægar og áleitnar. Fyrir utan þaö er alltaf
gott aö vikka sjóndeildarhringinn og fá tengsl við aöra í faginu, borgin er
fögur og skemmtanalíf hiö besta.
Meöal fýrirlesara eru Phil Barker, Trond Hatling og Uffe Juul. Fulltrúar ís-
lands verða þau Bergþóra Reynisdóttir og Páll Biering.
Dagskráin verður send út i febrúar 2004.
Guöbjörg Sveinsdóttir, gudsve@mi.is og vin@redcross.is
Áhættureiknivél Hjartaverndar
Áhættureiknivél Hjartaverndar er byggö á gögnum úr Hóprannsókn Hjarta-
verndar sem hefur staöiö frá 1967 eöa í meira en 35 ár. Tengill á vélina er á
nýrri heimsíðu Hjartaverndar, www.hjarta.is. Viö gerð reiknivélarinnar var
stuöst viö mælingar á 19381 þátttakanda, 9323 körlum og 10058 konum.
Margir þessara þátttakenda hafa komið oftar en einu sinni og er samanlagður
fjöldi allra heimsókna 36768! Mælinganiöurstööur þátttakenda Hóprannsókn-
innar hafa leitt í Ijós hverjir eru helstu áhættuþættir kransæöasjúkdóma hjá ís-
lendingum. Framlag þeirra er ómetanlegt því annars hefðum viö aöeins erlend-
ar niðurstöður til aö byggja forvarnir okkar á, en hver þjóö hefur sín sérkenni.
Á www.hjarta.is kemurfram aö markmiðið meö reiknivélinni er: „aö auka vit-
und fólks um áhættuþætti kransæðasjúkdóma og hvernig hægt er aö hafa á-
hrif á þessa áhættu meö breytingu á áhættuþáttunum.1' Á síðu reiknivélarinn-
ar eru tveir dálkar undir fýrirsögnunum mæld gildi og viðmiö. Byrjaö er á aö
velja kyn og aldur og er svo stutt á hnappinn sem er merktur viðmiö. Birtast
þá í gluggum reiknivélarinnar meðalgildi þekktra áhættuþátta kransæðasjúk-
dóma úr rannsóknum Hjartaverndar. Síöan setur notandinn inn þau gildi sem
hann þekkir undir mæld gildi og styður á hnappinn reikna áhættu. Birtast þá
tvær prósentutölur til samanburðar. Talan fyrir ofan mæld gildi á viö líkur not-
andans á aö fá kransæðasjúkdóm en talan fyrir ofan viömið á viö líkur við-
miösins. Viömiðunartöluna má túlka sem meðaláhættu einstaklings afsama
kyni og aldri sem reykir ekki og er hvorki meö sykursýki né þekkjast kransæöa-
sjúkdómar i ættinni. Viömiðadálkinn má líka nota á annan hátt. Hægt er aö
hugsa sér aö setja einstaklingnum markmið. Hvaö gerist ef honum tekst að
lækka kólesteról, blóöþrýsting og þyngd? Hvaö gerist ef hann hættir aö
reykja? Meö því aö reikna út áhættuna frá nýjum viðmiöum og bera saman
viö mæld gildi má sýna fram á árangur meöferöar ef markmiöin nást. Aö
þessu leyti er reiknivélin öfiugt tæki til fræöslu og forvarna.
Timarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004