Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 45
MINNING Gjöf til minningar um Valgerði Helgadóttur Gjöf í tilefni aldarafmælis Valgerðar Helgadóttur 12. desember sl. afhenti Katrín Helgadóttir Fé- lagi íslenskra hjúkrunarfræöinga málverk af systur sinni Valgeröi, en hún heföi orðið 100 ára 2002. Yfir veglegu kaffiboröi á heimili þeirra systra, sem hefur veriö haldið meö upp- runalegum húsgögnum foreldra í hundraö ár, sagöi Katrín ætlunina hafa veriö aö gefa gjöf- ina ári áöur en ekki tekist vegna veikinda Katrínar, en hún er nú ein eftirlifandi systkina Valgeröar. Valgeröur átti 11 systkini, dóttir hjónanna Helga Magnússonar, járnsmiös og kaupmanns í Reykjavík, og Oddrúnar Sigurðar- dóttur. Elsa B. Friöfinnsdóttir, formaöur Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga, þakkaöi gjöfina fyrir hönd hjúkrunarfræöinga. Auk myndarinn- ar gáfu aðstandendur Valgeröar félaginu styttu af íslenskri hjúkrunarkonu geröa af Guðmundi frá Miödal 1944 og félagsnælu Valgeröar. Valgerður var meðal brauttyðjenda í hjúkrunarstétt. Hún lauk hjúkrunarnámi við Bispebjerg Hospital í Kaupmannahöfn í maí 1931 eftir að hafa lokið námi frá Kvennaskólanum og verið við nám í París og London. Framhaldsnám stundaði hún í Kaup- mannahöfn og Vínarborg og fór í náms- og kynnis- ferðir til Danmerkur, Svíþjóðar og Englands. Þá sótti hún námskeið fyrir berklahjúkrunarkonur í Osló og vann sem hjúkrunarkona á Vífilsstöðum 1932, Landspítala 1932-34, var yfirhjúkrunarkona Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar 1934-37 og Skörping Sanatorium í Danmörku 1939-1940. Frá 1945-1961 var hún yfirhjúkrunarkona á Reykja- lundi. Hún var því fyrsti hjúkrunarforstjórinn þar og fékk það vandasama verkefni að byggja stofnunina upp við hlið Odds Ólafssonar yfirlæknis og vakti starfsemi stofnunarinnar athygli víða um lönd. Val- gerður þekkti berklaveiki af eigin reynslu og var lengi að glíma við þau veikindi. I viðtali, sem Erla Dóris Halldórsdóttir átti við Valgerði og birtist hér í Tímariti hjúkrunarfræðinga í desemberblaði 1996 en þá var Valgerður 94 ára og elst hjúkrunarkvenna á Islandi, segir Valgerð- ur svo frá stofnuninni: „Eftir að ég hafði náð mér af veikindum mínum bauð Oddur Ólafsson, læknir, mér yfirhjúkrunarkonu- stöðu við nýstofnað vinnuheimili fyrir berklasjúklinga. Tilgangur- inn með stofnun þessa heimilis átti að vera að koma berldasjúkl- ingum til vinnu, einkum til að bæta andlega og líkamlega líðan þeirra en flestir þessara sjúklinga höfðu dvalið á berklahælum í allt að tíu ár. Ég ákvað að taka þessu boði og þurfti því að taka þátt í undirbúningi að stofnun heimilisins. Hinn 1. febrúar 1945 hófst starfsemi Vinnuheimilis S.I.B.S. að Reykjalundi. Fyrst í stað átti heimilið að vera fyrir 17 sjúklinga. Ég var eina hjúkrunarkonan sem starfaði þar og því var í mörgu að snúast, svo sem að gefa sprautur og gegnumlýsa sjúldinga. Ég vann ýmist dagvinnu eða vaktavinnu en var alltaf til taks fyrir sjúklingana, jafnt að nóttu sem degi. Stundum hafði ég svo mikið að gera að ég skipulagði í svefninum það sem ég ætlaði að gera næsta dag.“ Hún var því fyrsta hjúkrunarkonan sem byggði upp heilan spítala, endurhæfingarstofnun sem átti fyrst að þjóna afmörkuðum hópi en þróaðist svo í að sinna mörgum ólíkum sviðum, og var ráðin tveimur árum áður en stofnunin tók til starfa. I fyrstu voru því flestir á Reykjalundi fyrrverandi berklasjúklingar og starfið miðað- ist við að gera þá eins starfshæfa og unnt var. Margir sjúklinganna voru .afar þreklitlir vegna þess að þeir voru höggnir og því með samfallið annað lungað. Um tíma var á Reykjalundi iðnskóli og í einum bragganum á lóðinni var skósmíða- og trésmíðaverkstæði ásamt bólstrun, bíói, lager og verslun. Valgerður lést árið 2001 og í einni af mörgum minningargreinum segir svo um hana: „Hún var glæsileg kona og virðuleg, með fall- egt bros og einstaklega fágaða framkomu. Fröken Valgerði var gef- inn ómetanlegur hæfileiki til að umgangast fólk eins og hæfði hverju sinni. Hvort sem um var að ræða presta eða preláta, kónga eða keisara, auk allra annarra, fataðist henni aldrei. Hvorki sást á henni hik né fum. Af látleysi og háttvísi mætti hún gestum sínum og viðmælendum. Það fór ekki hátt, en við fundum það fljótt, að fegurð í orði og verki var fröken Valgerði hugstæð og eiginleg. Allt var fágað og fagurt sem hún kom nálægt." Valgerður gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína. Hún var heiðursfélagi SÍBS, ævifélagi í Rauða krossi Islands, henni var veittur heiðurspeningur forseta Islands 1956 og hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1987. Félag íslenskra hjúkrunarfræðingar þakkar Katrínu og öðrum aðstand- endum góðar gjafir til minningar um merkan félagsmann. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004 43

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.