Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Side 48
Meistaranám í heilbrigðisvísindum
við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri
Valnámskeið innan heilbrigðisdeildar sem nemendum
standa til boða eru:
ÖHÍ0105 Öldrun og heilbrigöi í íslensku samfélagi (fyrst
Boöið er upp á meistaranám í heilbrigðisvísindum til meistara-
gráöu (M.S.) við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Eg var
sjálf í þverfaglegu doktorsnámi og fannst ómetanlegt aö geta ver-
ið í námi með fólki úr öðrum fræöigreinum, það víkkar alltaf
sjóndeildarhringinn.
V'05)
KRA0105 Krabbamein, alnæmi og líknandi meðferð
(fyrst H'05)
EEL0105 Endurhæfing, efling og lífsgæði (fyrst V'06)
LSL0105 Langvinnir sjúkdómar og lífsglíman (V'06)
F0S0105 Fötlun og samfélag (H'06)
Markmið námsins er að þeir sem útskrifast úr náminu veröi gagnrýnir
greinendur, ígrundandi fagmenn, breytingarliðar og víðsýnir og skap-
andi leiðtogar. Þetta eru þeir námskrárþræöir sem eru rauöu þræöirn-
ir I uppbyggingu og innihaldi námskeiða, og leiðarljós í kennsluháttum
og námsmati. Kennt er í lotum (3-4 á önn) og námið skipulagt þannig
að stunda megi vinnu meö náminu. Yfir hverju námskeiði eru 2-3 um-
sjónarkennarar og eru þeir hver af sínu sérsviöi. Þetta er gert til aö
tryggja þverfaglega nálgun.
Þess má geta að það voru 5-8 manna þverfaglegir hóp-
ar (með ráögjöfum) sem þróuðu hvert námskeið.
Ég vil hvetja hjúkrunarfræðinga til að kynna sér þennan
möguleika vel.
Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2004.
Meistaranámið er 60 einingar og er byggt upp af 6 námskeiðum (5 ein-
ingar hvert) og meistararitgerð sem er 30 einingar. Þrjú námskeið eru
skyldunámskeið (alls 15 einingar) en hin þrjú eru valnámskeið. Heimilt
er aö veita sérstakt skírteini þegar nemandi hefur lokið 30 einingum I
námskeiðum til staðfestingar á því (diploma).
Skyldunámskeiöin þrjú eru:
SHH0105 Heilbrigði og heilbrigöisþjónustuna: Staða, stefnur og
straumar (fyrst H'04)
EIG0105 Eigindlegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir (fyrst H'04)
MEG0105 Megindlegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir (fyrst V'05)
Umsóknareyöublöð fást í afgreiðslu Háskólans á Akur-
eyri og á skrifstofu heilbrigðisdeildar. Einnig er hægt að
nálgast umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um
námiö á heimasíðu háskólans (http://www.unak.is).
Nánari upplýsingar veita prófessor Sigríður Halldórsdóttir
forstöðumaður framhaldsnáms, sími 463 0911,
sigridur@unak.is, Lára Garðarsdóttir, skrifstofustjóri heil-
brigðisdeildar, sími 463 0536, larag@unak.is og Solveig
Hrafnsdóttir, námsráðgjafi, sími 463 0552, solveig@unak.is.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við heilbrigðisdeild HA.
Ályktun stjórnar Fíh um sérhæföa hjúkrun í heimahúsum
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga (Fihj mótmœlirharðlega einhliða ákvörðun Tryggingastofnunar rikisins (TR) um breytingará
framkvœmd samnings við Félag íslenskra hjúkrunarfrœöinga um hjúkrun í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og
slysa. ísamningi Fíh og TR frá 21. ágúst 2003 er bókað að á samningstimanum muni samningsaðilar rœða um framtíðarfyrirkomulag
þjónustunnar. Ekkert samráð var haft við Fíh um þœr breytingar á skipulagi við framkvœmd samningsins sem TR hefur nú tekiö í gildi.
Sérhæfö heimahjúkrun hefur byggst upp s.l. 15 ár og sífellt meiri þörf er fyrir þjónustuna. Með sérhæfðri heimahjúkrun hefur tekist
aö útskrifa sjúklinga fyrr af sjúkrahúsum en ella væri, en veita þeim eftir sem áður flókna verkjameðferö og aðra einkennameöferð,
eða þá hjúkrunarmeðferð sem erforsenda útskriftar af sjúkradeildum. Sérhæfð hjúkrunarþjónusta í heimahúsum hefur einnig skpaö
skilyröi þess að sjúk börn geti frekar fengið meöferð utan sjúkrahúsa. Hið sama á viö um geðsjúka.
í Ijósi yfirvofandi samdráttar í þjónustu Landspítala háskólasjúkrahúss og þess aö stjórnendur hafa boðaö aö legutími á LSH verði
styttur meir en oröið er, má Ijóst vera aö enn frekari þörf verður fyrir sérhæfða hjúkrun í heimahúsum. Þær breytingar á skipulagi
þjónustunnar sem TR hefur nú einhliða gripið til stefna hins vegar sérhæfðri heimahjúkrun í hættu.
Stjórn Félags islenskra hjúkrunarfræðinga krefst þess aö TR afturkalli þær breytingar sem oröið hafa og í samræmi viö bókun í
samningi aðilanna, hafi fullt samráð við Fíh um alla endurskoðun á fyrirkomulagi þjónustunnar.
Samþykkt á fundi stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga 15. desember 2003.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004