Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Síða 50
Framhaldsnám wi(í hjúkrunar
DIPLOMANÁM í HJÚKRUNARFRÆÐI
Námsáriö 2004-2005 verður boðið upp á þrjár
námsleiðir, allar til 20 eininga á meistarastigi.
Inntökuskilyrði: B.S.-próf í hjúkrunarfræði (lágmarkseinkunn
6,5) eða samsvarandi próf. Sjá nánar á vefsíðu hjúkrunar-
fræðideildar www.hi.is/nam/hiukrun/
Flest námskeið í diplomanáminu eru opin þeim sem lokið hafa
B.S.-prófi, þrátt fyrir að viðkomandi sé ekki skráður í það nám.
Lágmarksfjöldi í hverri námsleið er 15 nemendur.
Námið er hægt að stunda samhliða vinnu.
Námsleiðir:
1. Diplomanám í geðhjúkrun
Með þessu námi gefst hjúkrunarfræðingum á íslandi kostur á
að auka klíníska færni og fræðilega þekkingu á sviði
geðhjúkrunar. Tilgangurinn er einnig að efla áhuga nemenda
á því að auka menntun sína enn frekar, til dæmis með
meistara- og doktorsnámi. Lögð er áhersla á þekkingu og
þjálfun í að meta geðheilsu og hjúkrunarþarfir einstaklinga,
fjölskyldna og hóþa, beitingu einstaklingsviðtala og
fjölskyldu- eða hóþmeðferðar.
Heilsugæsluhjúkrunarfræðingum er sérstaklega bent á
námskeiðin: Geðheilsugæsla samfélagsins I og II, og
Geðheilsumat og geðhjúkrunargreining.
Haust 2004
Einstaklings-, fjölskyldu- og hóþmeðferð (8e)
Vor2005
Geðheilsugæsla samfélagsins I (3e)
Taugalíffræði og geðlyfjafræði (3e)
Haust 2005
Geðheilsugæsla samfélagsins II (3e)
Geðheilsumat og geðhjúkrunargreining (3e)
2. Diplomanám í hjúkrun fullorðinna
[ þessari námsleið er kennt með áherslu á hjúkrun hjarta- og
lungnasjúklinga, aðgerðasjúklinga, bráðveikra og gjörgæslu-
sjúklinga.
Námið veitir hjúkrunarfræðingum tækifæri til að dýpka
þekkingu, skilning og færni á hjúkrun fólks með einkenni frá
hjarta og lungum, gjörgæslusjúklinga, aðgerðasjúklinga og
bráðveikra einstaklinga. í náminu erfjallað um sameiginleg
viðfangsefni í hjúkrun þessara sjúklingahópa,
jafnframt því sem sérstaða hvers sviðs er dregin fram. Að námi
loknu hafa nemendur öðlast sérhæfða þekkingu á einkennum
og þörfum tiltekins sjúklingahóps og geta veitt fjölbreyttar og
yfirgripsmiklar hjúkrunarmeðferðir og metið árangur þeirra.
Haust 2004
Aðferðir (2e)
Heilsufarsmat (2e)
Vor2005
Sjúkdómamiðuð lífeðlisfræði og meðferð (4e)
Haust 2005
Fjölskylduhjúkrun (3e)
Haust 2005 / Vor 2006
Hjúkrun fullorðinna (6e)
í þessu námskeiði verða samkenndar 4-5e fyrir nemendahópinn
en sérkenndar að hámarki 2e, á sviðum hjarta- og lungna-
sjúklinga, aðgerðasjúklinga, bráðveikra og gjörgæslusjúklinga.
Valnámskeið (3e)
Klínisk þjálfun er ekki hluti af þessu diplomanámi en athugað
verður með samstarf við Landspítaia-háskólasjúkrahús um
skipulega starfsþjálfun í tengslum við námið fyrir nemendur
í gjörgæslu- og bráðahjúkrun. Við námslok öðlast nemendur
diploma í hjúkrun hjarta-, lungna-, aðgerða-, gjörgæslu- eða
bráðveikra sjúklinga.