Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 8
Herdís Sveinsdóttir, dósent, hjúkrunarfraeöideild Háskóla íslands
Tekist á við tíðahvörf
Um líðan og afstöðu 47 til 53 ára kvenna til tíðahvarfa
og notkunar tíðahvarfahormóna
Útdráttur
Bakgrunnur: Notkun tíöahvarfahormóna jókst mjög upp úr 1990. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2002
sýndu óvænt aö áhætta af notkun tíðahvarfahormóna var meiri en taliö hafði verið.
Markmið: Lýsa hvað hefur áhrif á ákvörðun kvenna um að nota tíðahvarfahormóna, líðan þeirra við tíðahvörf, viðhorfum
til tíðahvarfa og til notkunar tíðahvarfahormóna, mati þeirra á fræðslu sem þær hafa fengið um tíðahvörf og afstöðu
þeirra til ýmissa atriða sem tengjast þekkingu á fýrrnefndri rannsókn.
Aðferð: Spurningalisti byggður á tvíkosta spurningum, einföldum fjölvalsspurningum og viðhorfaspurningum, var sendur
1000 konum á aldrinum 47-53 ára völdum af handahófi úr þjóðskrá. Svörun var 56%.
Niðurstöður: 252 þátttakendur höfðu notað tíðahvarfahormón og voru 46% þeirra hættir notkun. Yngri konur höfðu síður
notað hormón en þær eldri. Helstu ástæður notkunar voru hitakóf, svitakóf og svefntruflanir. Eldri konur og notendur
hormóna höfðu jákvæðara viðhorf til notkunar hormóna en hinar. Hins vegar hafa þær sem aldrei hafa notað hormón
jákvæðari viðhorf til tíðahvarfa en notendur hormóna. 51% þátttakenda sagðist hafa fengið næga fræðslu um tíöahvörf og
84% sögðu að fræðslan mætti vera meiri á vegum heilbrigðisyfirvalda. Eldri konur höfðu oftar fengið fræöslu en þær yngri,
og notendur hormóna voru frekar á því að fræðsla á vegum heilbrigðisyfirvalda væri ekki nægileg en þær sem aldrei hafa
notað hormón. Helstu uppsprettur fróðleiks um tíðahvörf eru fjölmiðlar og vinkonur. Algengast er að konur ræði við lækni
um notkun hormóna. 65% hafði heyrt af ofannefndri rannsókn og sagði stór hluti notenda hormóna að niðurstöðurnar
hefðu valdið því að þær hefðu hætt eða hugleitt að hætta að nota hormón. Meðal kvenna, sem hugleiða að hefja notkun
hormóna, skiptir miklu máli að ekki er nóg vitað um áhættu af notkun hormóna.
Lokaorð: Rannsókn þessi sýnir aö íslenskar konur á tíðahvarfaaldri hafa dregið úr notkun tíðahvarfahormóna frá árinu
2002. Þær vilja fá greinargóðar upplýsingar um hormónameðferð og telja að fræðsla um tíðahvörf ætti að vera meiri á
vegum heilbrigðisyfirvalda. Helst leita þær ráða hjá lækni um notkun hormóna.
Lykilorö: Heilbrigði kvenna, tíðahvörf, viðhorf, ákvarðanataka, tíðahvarfahormón.
Abstract
Background: The unexpected findings of the WHI-study, made public in July 2002, showed that the risk of using
combined hormone therapy (HT) exceeded its benefits. This complicated women's decision making about whether to use
HT or not and makes it important to study the determinants of women's attitudes to HT.
Aim: This study sought to illuminate what influences women’s decisions about HT, describe the extent and source of
menopausal education, symptom experience, health and lifestyle, knowledge about the findings of the WHI-study and
attitudes towards HT and towards menopause.
Methods: A self-administered questionnaire based on dichotomous questions, multiple choice questions and questions on
attitudes, was mailed to 1000 women randomly selected from the National Registry of lceland. Response
rate was56%.
Findings: 252 participants had used HT and 46% had stopped its use. Younger women were less likely to use HT. The
reasons given for HT use were mostly symptom management. Older women and users of HT held more positive view
towards HT than the comparison groups. However, never HT users held more positive attitudes towards menopause
than users. 51% of participants received adequate menopausal education while 84% stated that the health. authorities
should provide more menopausal education. Major source of menopausal education was media and female friends.
The participants discussed use of HT mostly with a physieian. 65% had heard about the WHI-study and the findings
influenced the decision of a large proportion of HT users as well as women intending to use HT about whether to
continue, stop, or start using HT.
Conclusion: Perimenopausal lcelandic women have stopped or are considering to stop using HT due to the findings of the
WHI-study. They also want more menopausal education provided by the health authorities. Physicians are very influential
in their decision making regarding HT use.
Key words: Hormone replacement therapy: Women's health; Menopause; Attitudes; Decision making.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005