Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 11
RITRÝND GREIN
Tekist á viö tíðahvörf
hugleitt að hefja hormónanotkun og þeir sem
höfðu hætt hormónanotkun, voru spurðir um
ástæður þess og eru svarmöguleikar í töflu 7.
Til að mæla viðhorf til tíðahvarfa var notaður listi
sem saminn var af Hvas, Thorsen og Söndergaard
(2003). A þeim lista eru 6 fullyrðingar og eru
svarmöguleikarnir sammála, ósammála eða
hlutlaus. Dæmi um fullyrðingar eru: Tíðahv'örf
eru góð reynsla fyrir konur og Tíðahv'örf eru slæm
upplifun fyrir konur. Við áreiðanleikaprófun á
listanum voru tvær fullyrðingar felldar út og
byggist úrvinnslan því á samanlögðum svörum við
fjórum fullyrðingum. Spönnun svara er frá 1 til 3
og er hátt meðaltal vísbending um jákvætt viðhorf.
Cronbach's-a mældist 0,72. Til að mæla viðhorf
til notkunar tíðahv'arfahormóna var notaður listi
sem \'ar saminn af sömu höfundum og fyrri
listinn. Á þeim lista eru 7 fullyrðingar og eru
svarmöguleikarnir þeir sömu og á fyrri Iistanum.
Dæmi um fullyrðingar eru: Hormónameðferð á
að forðast, Hormónameðferð er góð lausn ef þú
hefur mörg einkenni og Hormónameðferð fylgir
fjöldi aukaværkana. Cronbach's-X fyrir þennan
lista mældist 0,84. Viðhorfalistarnir voru þýddir og
staðfærðir af rannsakendum og bakþýddir af tveim
hjúkrunarfræðingum (Eva Sædís Sigurðardóttir
o.fI., 2004).
Úrvinnsla gagna
Við lýsandi úrvinnslu gagna voru niðurstöður skoðaðar út frá
eftirtöldum þrem breytum: aldri, því hvort 1. viðkomandi væri
komin á tíðahvörf, 2. væri ekki komin á tíðahvörf eða vissi
ekki af því og 3. út frá notkun tíðahvarfahormóna. Notkun
tíðahvarfahormóna var skipt í þrennt: hef aldrei notað, hef
notað en er hætt og nota núna.
Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið Statistical
Package for the Social Sciences (SPSS, 2001). Frekari greining
gagna byggðist á lýsandi tölfræði og var marktækni mæld með
kíkvaðratprófi, Fisher-exact-prófi og dreifigreiningu (ANOVA).
ðdarktæknimörk voru sett við p < 0,05. Vísindasiðanefnd veitti
leyfi til rannsóknarinnar.
Niðurstöður
Úrtak
Meirihluti þátttakenda var í sambúð eða giftur (76%), átti
2 til 3 börn (70%) og vann 80% starf eða meira utan
heimilis (76%). Svipað hlutfall þátttakanda hafði lokið
grunnskóla- eða gagnfræðaprófi (33%) og háskólaprófi (32%).
Afgreiðslu- eða þjónustustörf voru aðalstarf 23%, 25% unnu
sérfræðingsstörf, 21% skrifstofustörf og 14% voru stjórnendur
eða atvinnurekendur. Rúmur helmingur þátttakenda (52%);
var kominn á tíðahvörf, fimmtungur ekki og rúmur fjórðungur
(28%) sagðist ekki vita hvort svo væri.
Þrjár spurningar mátu almenna heilsu: „Hversu
góð eða slæm er líkamleg líðan þín?“; „Hversu
góð eða slæm er andleg líðan þín?“ og „Telur þú
heilsu þína almennt vera:“. Svarmöguleikarnir
við þessum spurningum voru mjög góð(a)/
góð(a)/sæmileg(a)/slæm(a). Ein spurning var um
samanburð við aðrar konur: „Hvernig telur þú
heilsu þína vera miðað við aðrar konur á þínum
aldri?“ (verri en heilsu flestra/svipaða og heilsu
flestra/betri en heilsu flestra).
Til að afla upplýsinga um aðra meðferð en
hormóna var spurt: „Hefur þú notað einhverja
af eftirfarandi meðferðum vegna einkenna sem
tengjast tíðahvörfum?" Svarmöguleikarnir eru í
töflu 9.
Spurningalistinn í heild var forprófaður á 10
konum á aldursbilinu 47 - 53 ára og voru gerðar
smávægilegar breytingar á honum í kjölfar þess.
Notkun tíöahvarfahormóna
252 þátttakendur (45%) sögðust einhvern tíma hafa notað
tíðahvarfahormón og voru 46% þeirra hættir notkun.
Tafla 1.
Hlutfall kvenna sem notaö hefur tíðahvarfahormón út frá
fæðingarári og hvort þær segjast vera komnar á tíöahvörf
Notað tíðahvarfahormón
Ertu komin á tíðahvörf? (N=535l*
Já 66%
Nei 16%
Veit ekki 30%
Fæöinqarár (N=552)**
1951 70%
1952 59%
1953 50%
1954 45%
1955 39%
1956 25%
1957 28%
*x2 (2)=96,373; p<0,001
**x2 (6)=52,981: p<0,001
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005