Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga
í 80 ár
Þann 25. nóvember var haldinn hátíðarfundur á
Grand hóteli í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá
því fyrsta tölublað tímarits hjúkrunarfræðinga,
eða hjúkrunarkvenna eins og stéttin nefndist
þá, kom út. Fundurinn hófst með því að
Fríða Bjarnadóttir kom inn í salinn klædd
kápu og slörhatti frá 1926 sem notuð var af
hjúkrunarfræðingum í heimahjúkrun og reiddi
reiðhjól sér við hlið en það var farartæki þeirra
kvenna sem fóru á milli heimila til að hjúkra. Þá
spiluðu börn úrSuzukitónlistarskólanum Allegro
nokkur lög á fiðlu. Margrét Guðmundsdóttir
rakti sögu tímarits hjúkrunarfræðinga og kom
margt óvænt þar fram. Þá fjallaði Kristín
Björnsdóttir um hvernig hjúkrunarfræðingar
koma þekkingu sinni og reynslu á framfæri í
dag og horfði einnig fram á veginn. Þá flutti
Valgerður Katrín Jónsdóttir ritstjóri hugleiðingu
um framtíð tímaritsins. Elsa B. Friðfinnsdóttir,
formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
sagði frá fyrstu niðurstöðum lesendakönnunar
tímaritsins. Sigþrúður Ingimundardóttir, for-
maður ritnefndar, var fundarstjóri. Erindi
þeirra Margrétar og Kristínar verða birt í
næsta tölublaði og þar verður einnig sagt frá
niðurstöðum lesendakönnun. Að lokinni dag-
skrá var boðið upp á kaffi og afmælisköku.
Sigþrúöur
Ingimundardóttir
og Aöalbjörg
Finnbogadóttir.
Ragnar Hauksson,
prófarkarlesari
og Bryndís
Kristjánsdóttir,
fyrrum ritstjóri.
Fríða Bjarnadóttir, klædd Kápu og slörhattí frá 1926.
24
Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005