Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 29
80 ARA AFMÆLI Frá fyrrum ritstjórum tímarita hjúkrunarfræðinga íslenskt mál og fleira. Ráðstefnan var haldin á Hótel Loftleiðum. Þátttakan var góð og tókst þetta framtak vel. Fyrirlesararnir, sem allir voru sérfræðingar hver á sínu sviði gerðu þetta endurgjaldslaust. Frásögn um þetta fræðsluátak er að finna í HJÚKRUN 2. tölublað 1980.“ Lokaorð Ingibjargar eru þessi: „Mig langar að þakka samstarfsfólki við gerð blaðsins fyrr og síðar fyrir ánægjulegt samstarf. Einnig langar mig að senda kveðjur til allra lesendanna, sem eru margir. Ég er ánægð með það starf sem ég hef unnið og er líka stolt af því. Eg vona að blaðið haldi áfram að dafna og það verði ekki kvikað frá þeim gæðastaðli sem stjórn félagsins okkar og ritstjórn settu 1925.“ Hún segir þessi ár hafa verið mjög ánægjuleg en starfið var mjög bindandi og það blað sem viðtalið birtist í var unnið í veikindaleyfi eftir uppskurð þrátt fyrir strangt vinnubann læknis. En gefum Ingibjörgu orðið í áðurnefndu viðtali: „Hjúkrunarblaðið, er þriðja elsta fagblað áj landinu, hefur verið gefið út óslitið frá 1925.: Markmiðið var að gefa út fjögur tölublöð á ári, frá því hafa verið örfáar undantekningar" og hún bætir við „einnig var afar erfitt, svo ekki sé meira sagt, að gefa út blað í ágúst, ef einhverjir möguleikar áttu að vera á sumarfríi. Ég fór yfirleitt ekki lengur frá en tvær vikur í senn og í flestum tilvikum með prófarkir eða annað ámóta með mér. Það var þá tekið upp þegar stund gafst og ekki ósjaldan einhverjum úr fjölskyldunni boðið upp á þann ánægjuauka að aðstoða við samlestur. Mitt leiðarljós við uppbyggingu blaðsins hefur verið að auka þáttöku hjúkrunarfræðinga í mótun og eflingu þess. Eftir að Nýi hjúkrunarskólinn fórj að útskrifa hjúkrunarfræðinga með sérmenntun,j varð stökkbreyting hvað varðar faggreinaskrif hjúkrunarfræðinga. Til enn frekari eflingar varl ákveðið í ritstjórn að gangast fyrir ráðstefnu um samningu greina, heimildalista, fréttatilkynninga, GEÐ0RÐ1N 10 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Mmntmnt LYÐHE I LSUSTÖÐ - lifiö heil Lýðheilsustöð • Laugavegi 116 • 105 Reykjavik www.lydheilsustod.is Tímarit hjúkrunarfræöinga 4.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.