Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Síða 30
Lilja Óskarsdóttir og Stefania V. Sigurjónsdóttir. „Okkur á að þykja vænt um blaðið okkar" Lilja Óskarsdóttir og Stefanía V. Sigurjónsdóttir, ritstjórar frá 1990 til 1993 í tilefni af 80 ára afmæli tímaritsins fannst okkur ekki úr vegi aö láta hugann reika til þess tímabils sem viö vorum ritstjórar tímarits Hjúkrunarfélags Islands sem nefnt var Hjúkrun. Tímaritið haföi komiö út óslitiö frá því í júní 1925. Viö vorum síðustu ritstjórar þess tímarits því félögin sameinuöust 1993 og hófst þá útgáfa nýs tímarits Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga, Tímarit hjúkrunarfræðinga. Mikið var lagt upp úr því að sinna þörfum hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni fyrir aukna menntun. Við minnumst formannanna sem við unnum með, þeirra Pálínu Sigurjónsdóttur, Sigþrúðar Ingimundardóttur og Vilborgar Ingólfs- dóttur sem hver og ein hafði sínar sérstöku áherslur í starfi sem formenn. Við minnumst með hlýhug góðra samstarfsfélaga, þeirra Ingi- bjargar Gunnarsdóttur og Sigríðar Björnsdóttur á skrifstofunni sem vildu hvers manns vanda leysa, og hjúkrunarfræðinga sem gegndu ýmsum störfum fyrir félagið. Má þar nefna fræðslustjóra félagsins, Maríu Finnsdóttur sem við unnum lengst með, en hún vann ötullega að því að sinna auknum kröfum um faglega hæfni hjúkrunarfræðinga með markvissu námskeiðahaldi í hinum ýmsu greinum hjúkrunar ásamt stjórnun og kennslufræði. Segja má að tímaritið hafi verið lifandi og merkileg samtímaheimild um fagleg og félagsleg málefni. Fau mál, sem brunnu aðallega á okkur á þessum tíma, var undirbúningur úrsagnar okkar úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og undirbúningur að sameiningu félaganna. Kröfur um faglega hæfni hjúkrunarfræðinga fóru ört vaxandi. Meðal hjúkrunarfræðinga ríkti mikill Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.