Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 34
Bryndís Kristjánsdóttir Kíktu hérna ofan í kviðarholið. . . Bryndís Kristjánsdóttir, ritstjóri 1996-1997 Margs er aö minnast úr starfinu sem ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræöinga - og yfirleitt eru minningarnar góöar. Samstarf viö frábært starfsfólk á skrifstofu félagsins og skemmtilegar og frjóar ritnefndir kemur fyrst upp í hugann. Jafnframt þetta góöa tækifæri sem ég fékk þarna til aö kynnast mörgu af því fjölbreytta starfi sem hjúkrunarfræðingar sinna. En ef ég á aö nefna þaö sem mér fannst skemmtilegast viö starfið þá var þaö aö fara út á vettvanginn og fylgjast meö hjúkrunarfræðingum að störfum. Þetta var m.a. liður í því að kynna starfið í hinum ýmsu faghópum hjúkrunarfræðinga og þarna skynjaöi ég t.d. mjög vel hversu mikilvægt er aö hjúkrunarfræðingur sé daglegur og mjög virkur starfsmaöur í skólastarfinu (sem var, a.m.k. á þessum tíma, misjafnt eftir skólum). Ég heimsótti Sigrúnu Barkardóttur, skólahjúkrunarfræöing í Vogaskóla, og var meö henni morgunstund þegar nemendur á öllum aldri voru aö koma meö alls konar vandamál - öll stór og mikil í þeirra augum. Hún sagöi mér aö hún ætti sína föstu viðskiptavini sem kæmu yfirleitt alla mánudagsmorgna og aö oftast væri hið raunverulega umkvörtunarefni ástandiö á heimilinu um helgina. Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005 32

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.