Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Síða 35
80 ÁRA AFMÆLI
Frá fyrrum ritstjórum tímarita
hjúkrunarfræöinga
Mest spennandi fyrir mig var þó að fylgjast
með á skurðstofunni en það gerði ég í
tvígang, annars vegar til að fylgjast með starfi
svæfingarhjúkrunarfræðings og hins vegar
skurðhjúkrunarfræðings. Spenningurinn var ekki
síst vegna þess að þarna var ég að fara inn á afar
framandi svæði (er íslenskufræðingur að mennt)
og svo vissi ég ekkert hvernig mér myndi líða
við að sjá fólk skorið. Auk þess að tala við og
fylgjast með gjörðum hjúkrunarfræðingsins þurfti
ég að taka Ijósmyndir (ritstjórar Tímaritsins hafa
þurft að vera mjög fjölhæfir!) og þá auðvitað líka
nærmyndir.
Fyrst fylgdist ég með skurðhjúkrunarfræðingi
í aðgerð á Landspítalanum í Fossvogi þar sem
verið var að gera við æð í kálfa. Tekin var æð úr
læri og hún sett í stað ónýtrar í kálfanum. Síðan
fylgdist ég með svæfingarhjúkrunarfræðingi að
störfum í skurðaðgerð á Landspítalanum við
Hringbraut þar sem karlmaður með krabbamein
í blöðruhálskirtli var skorinn upp.
Að sjálfsögðu klæddist ég á sama hátt og aðrir
sem á skurðstofunni voru, þ.e. græna gallanum,
grímu og inniskóm, en fannst ég samt þurfa
að láta lítið fyrir mér fara svo ég flæktist
ekki fyrir. En mér til mikillar undrunar leið
mér bara vel í skurðstofuumhverfinu. Engin
óhugnaðartiifinning gerði vart við sig né yfirliðstilfinning við
skurðinn eða blóðið og ég tók nærmyndir eins og ekkert væri.
Ég man þó að þegar Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir,
bauð mér að lcoma nær svo að ég sæi betur ofan í kviðarholið
til að talca nærmyndir þá fannst mér örlítið óþægileg lyktin.
Annað var það ekki.
Ég skráði hjá mér samviskusamlega það sem fram fór í
þessum tveimur aðgerðum sem ég var viðstödd - auðvitað með
megináherslu á það sem hjúkrunarfærðingarnir voru að gera
— bæði í máli og myndum.
Ekki man ég betur en að báðar greinarnar hafi hlotið
góðar viðtökur og vonandi náð tilganginum, þ.e. að
„lokka“ fleiri hjúkrunarfræðinga í fagfélag svæfingar- og
skurðhjúkrunarfræðinga en á þessum tíma var nokkur ótti yfir
því að lítil sem engin nýliðun væri í þessum fagstéttum.
En örlögin Iáta ekki að sér hæða - örfáum vikum síðar lenti
ég sjálf í aðgerð hjá einum af læknunum sem ég hafði verið
að fylgjast með í Fossvoginum! Þetta var á þeim tíma þegar
verið var að endurnýja þar allt innanhúss og þegar ég kom
á skurðstofuna var verið að bora og ég hugsaði með mér: „Á
ég nú að þurfa að hlusta á þetta allan tímann!“ En svo kom
hjúkrunarfræðingurinn og sprautaði mig og sagði: „Teldu nú
upp á 10.“ Og ég taldi: „Einn, tveir..." Og vaknaði svo bara
nokkuð hress nokkrum klukkustundum síðar!
Brj'ndís Kristjánsdóttir, sviðsstjóri samskipa, Lýðheilsustöð
LJ'élfuj tklfmrJMfi' iijúJi/iuna/t^ifeóii'ffja/ fte^u/i tíJwafíi*) fu) ífvnfla e/iJii/JaJs4hf)'tl
ti*ljélafja/ otj r<>J/U/>t>ifr/bfi trvnfmtcvndb/ stijiJja at^fjféótefjan/ i/ij'iJvta/v&jái)/
cUá/ttufta/fna/á- vesju/wt/ ((Qi/vt ctiit/ftfíuiift/J utn/ 460.000 fs/uátva/f/. éJ'é/tafj/ij
óétta/i/ óttuin ^éiafjAnvötvnum/ orj/ vetunttu/uinv (jta/öiif/fj/tajáia/.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
33