Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 36
Arna Skúladóttir, Auður Ragnarsdóttir, Elísabet Konráðsdóttir Erum við föst í viðjum vanans - getum við veitt betri fjöIskyIduhjúkrun? Nöfn þeirra, sem á myndinni, eru: Efri röö: Arna Skúladóttir, Auður Ragnarsdóttir og Elisabet Konráðsdóttir. Neðri röð: dr. Nancy J., Moules, dr. Janice M. Bell og dr. Lorraine M. Wright. Undanfarin ár hefur umræða um fjölskylduhjúkrun aukist og hafa íslenskir hjúkrunarfræðingar tekið þátt í þeirri umræðu. Höfundar þessarar greinar hafa allir starfað í áratugi við barnahjúkrun. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á þátttöku foreldra í umönnun veikra barna. Árið 1975 var heimsóknartími foreldra á barnadeildum 2 klukkustundir á dag en nú líta allir á sólarhringsviðveru foreldra sem sjálfsagðan hlut. Við höfum séð og horft upp á hvað þessi breyting tók oft á og hvað það var erfitt að breyta venjum á skipulagi og hefðum í daglegu starfi. I dag er umræöan um hlutverk og samstarf við foreldra í öllu ferlinu talin bæði nauðsynleg og eðlileg, bæði innan sjúkrahúss og utan. Margar rannsóknir hafa sýnt mikilvægi samstarfs heilbrigðisstarfsmanna, ekki síst við foreldra langveikra barna því í þeirra tilviki eru það vissulega foreldrarnir sem eru sérfræðingar í líðan og umönnun barna sinna (Ray, 2002). Heilbrigðisstarfsfólk er orðið meðvitaðra en áður var um áhrif hinna ýmsu heilbrigöisvandamála á fjölskylduna. Þekkt eru áhrif svefnvandamála barna á líðan systkina og foreldra og áhrif geöröskunar fullorðinna á líðan maka og barna. Höfundar hafa allir kynnst hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar hæði í námi og starfi en ekki fundist hún gagnast nægilega í daglegri vinnu. Töluverð umræða hefur verið innan Landspítala Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 - háskólasjúkrahúss um fjölskylduhjúkrun og á Barnaspítalanum er vaxandi áhugi á að vinna að aukinni samvinnu við fjölskyldur. Til að vera betur í stakk búnir til að sinna því verkefni tóku höfundar greinarinnarþátt í tveggja daga námskeiði um Calgary-fjölskyldulíkanið og í framhaldi af því sjöundu alþjóðlegu fjölskylduráðstefnunni í Viktoríu f Bresku Kólumbíu í Kanada í byrjun sumars 2005. Vonuðumst við til að koma heim með reynslu annarra í pokahorninu og bætta þekkingu á því hvernig við getum unnið að aukinni fjölskylduhjúkrun á okkar vinnustað. Greinin er skrifuð á hótelherbergi í kvöldhúmi eftir áhrifa- ríka og kröftuga kynningu á hugmyndum um fjölskyldur, vanlíðan og veikindi. A námskeiðinu kynntu hjúkrunarfræðingarnir dr. Lorraine Wright, dr. Janice Bell og dr. Nancy Moules hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar sem kennd er við Calgaryháskóla í Kanada. I Calgary-fjölskyldulíkaninu er lögð áhersla á að heilbrigðisstarfsmenn geri sér grein fyrir áhrifum veikinda á fjölskyldur og mikilvægi þess að tekið sé tillit til þeirra í heilbrigðisþjónustu (Wright og Leahey, 2005). Á ráðstefnunni kynntu ýmsir fræðimenn rannsóknir sínar tengdar fjölskylduhjúkrun. Það vakti athygli okkar að á meðal ráðstefnugesta voru fáir almennir hjúkrunarfræðingar, en við teljum að hugmyndir um fjölskylduhjúkrun falli vel að klínískri hjúkrun. Getur verið að þessi hugmyndafræði sé lítt kynnt eða jafnvel misskilin þannig að þetta höfði ekki til þeirra sem vinna við beina hjúkrun? Er hugsanlegt að of mikil áhersla hafi verið lögð á vægi formlegra viðtala í fræðslu um fjölskylduhjúkrun, eða að hún sé álitin einhvers konar viðbótarmeðferð við þá hjúkrun sem veitt er nú þegar? Að okkar mati felst fjölskylduhjúkrun í áherslubreytingu á þeirri þjónustu eða meðferð sem hjúkrunarfræðingar veita nú þegar. Tilgangur þessarar greinar er að vekja frekari umræður um fjölskylduhjúkrun meðal hjúkrunarfræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.