Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 42
Eygló Ingadóttir, hjúkrunarfræöingur, M.S., Landspítala - háskólasjúkrahúsi r Nýr pistill hefur hér göngu sína. I honum veröur fjallaö um öryggi sjúklinga og eru hjúkrunarfræöingar beönir um aö senda inn hugleiðingar á þessu sviöi Rúmgrindur á sjúkrarúm: Eru þær nauðsynlegar? Lítil sem engin umræöa hefur veriö meöal hjúkrunarfræðinga á íslandi um notkun rúmgrinda á báöum hliðum sjúkrarúma. Nokkrar athyglisveröar rannsóknir hafa veriö gerðar erlendis á þessu efni. Þannig sýndi rannsókn, sem fram fór á þremur hjúkrunarheimilum, aö rúmgrindur á báðum hliðum sjúkrarúma minnkaði ekki líkurnar á aö sjúklingar fengju alvarlega áverka vegna byltna úr rúmum (Capezuti, Maislin, Strumpf og Evans, 2002). Aö sögn Si, Neufeld og Dunbar (1999) geta rúmgrindur valdiö sjúklingum hættu þegar þeir reyna aö klifra yfir þær. I rannsókn þeirra á 514 rúma sjúkrahúsi og hjúkrunarheimili var rúmgrindanotkun minnkuö kerfisbundiö en starfsfólk, sjúklingar og aðstandendur fræddir um kosti og galla rúmgrinda. Rannsóknin tók eitt ár og í Ijós kom aö alvarlegum áverkum fjölgaöi ekki (Si, Neufeld og Dunbar, 1999). I annarri sambærilegri rannsókn á nokkrum öldrunarlækninga- og endurhæfingardeildum duttu jafnmargir sjúklingar og áöur úr rúmi eftir aö hætt var aö nota rúmgrindur. Aftur á móti uröu marktækt færri alvarlegir áverkar eftir breytingarnar, þar á meðal færri höfuöáverkar (Hanger, Ball og Wood, 1999). Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 40

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.