Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 45
Dagur hjúkrunarfræðideildar
Tímarit hjúkrunarfrœöinga fékk leyfi til aö birta erindi Þorgerðar Einarsdóttur og ferþaö hér á eftir.
„Kynjasjónarhorn á kvennastarf - þarf femínisma í hjúkrun?"
„Fæð karlmanna innan hjúkrunarstéttarinnar
er tímaskekkja,“ sagði Kristín Björnsdóttir í
fróðlegu og skemmtilegu Laufskálaviðtali á
Rás 1 í Ríkisútvarpinu 30. október sl. Hún
og þáttarstjórnandinn, Steinunn Harðardóttir,
ræddu um hugsanlegar ástæður fyrir þessu
og Kristín upplýsti að við á Islandi stæðum
nágrannalöndum okkar langt að baki hvað þetta
varðaði. Niðurstaða þeirra var að það væri
eitthvað í okkar samfélagi sem gerði það að
verkum að karlar forðuðust hjúkrun. Agætt dæmi
um þetta „eitthvað'* sem þær settu fingurinn
á birtist í tveimur Morgunblaðsgreinum eftir
Snjólf Olafssonar, prófessor í viðskipta- og
hagfræðideild, 22. og 26. október 2005. Þar
segir Snjólfur:
„Það er munur á kynjunum. Karlar eru til dæmis
að meðaltali hærri en konur þótt auðvelt sé að
finna konu og karl þar sem konan er hærri. Karlar eru að
jafnaði sterkari en konur. Konur lifa lengur en karlar. Konur
eru næmari á tilfinningar og mynda sterkari tilfinningatengsl
við ungbörn en karlar. Þetta eru dæmi um kynjamun sem
telst vera eðlilegur" (Morgunblaðið 22/10 2005). Og áfram
heldur Snjólfur í seinni grein sinni sem fjallar um launamun
kynjanna: „Gæfa, hamingja og árangur í lífinu felst í svo mörgu
öðru en háum launum. Fyrir einn eru börnin mesti auðurinn
og hamingja annars felst í ferðalögum. Sumir elska að taka þátt
í iífsgæðakapphlaupinu og aðrir lifa fyrir að hjálpa öðrum“.
;(Morgunblaðið 26/10 2005). Hverjir eru þessir „sumir“ og
„aðrir"? Hverjir eru það sem lifa fyrir að hjálpa öðrum? Eru
þetta tilviljanakennd áhugamál fólks eða hefur þetta með kyn
og formgerð samfélagsins að gera?
Hjúkrun er sérlega áhugavert starf fyrir kynjafræðinga.
Sögulega séð hefur hjúkrunarstarfið þróast í átakalínunni
milli einkasviðsins og opinbera sviðsins, það geymir mikilvæga
sögu um þjóðfélagsþróunina, um samfélagslega þátttöku og
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 j