Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 47
Dagur hjúkrunarfræðideildár móta þetta ferli, hún sýnir með óyggjandi hætti að fagmennska er ekki reikningsdæmi, ekki bara spurning um ferkantaða rökhyggju og tæknilega úrvinnslu vandamála heldur ferli sem felur í sér gagnreynda þekkingu, samfellda íhugun, reynslu og meðlíðan sem alltaf er félagslega staðsett. Þess vegna er hjúkrun lifandi fag. Fæð karla í hjúkrun sýnir að við erum enn að burðast með gamlar hugmyndir um eðli kvenna og inntak kvennastarfa. Þær hugmyndir kallast á við óorðaðar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku og vald þar sem karlmennska felst í að greina sig frá öllu sem er kvenlegt, eins og dæmin sanna. Mikilvægi bókar Kristínar felst ekki síst í því í mínum huga að setja orð á, undirbyggja og þróa þá hæfni, hæfileika, sérfræðiþekkingu og þjálfun sem felast í hugtökunum umönnun, umhyggju og samskiptahæfni. Bókin erað mínu mati beinskeytt femínisk greining í miklu víðari skilningi en einungis þar sem Kristín talar beinlínis um eða út frá femínisma. Hún er ekki bara yfirgripsmikil samantekt á mótun hjúkrunar og hlut hennar í nútímaheilbrigðis- og velferðarþjónustu, hún er líkaí samræða við þjóðfélagið um kvennastörf, ósýnileika þeirra og hvernig megi ögra þeim stöðnuðu viðhorfum sem hinn óorðaði kynjasáttmáli samfélagsins hvílir á. Því getum við sagt að hjúkrun þarf femínisma - en femínisminn þarf líka á hjúkrun að halda. Bók Kristínar er því mikilsvert framlag til femíniskra fræða ekki síður en til hjúkrunar. Heimildir Abbott, Andrew (1988). TheSystem of Professions. Chicago: University of Chicago Press. Etzioni, Amitai (ritstj.) (1969). The Semi-Professions and Their Organizations. Teachers, Nurses, Social Workers. New York, The Free Press. Maedonald, Keith (1995). TheSociologyofProfessions. London: Sage. Snjólfur Ólafsson (2005). „Jafnrétti á íslandi." Morgunblaðið 22/10 2005. Snjólfur Ólafsson (2005). „Eðlilegurlaunamunur kynjanna." Morgunblaðið 26/10 2005. inn Leggðu rækt við framtíðina Með miða í Happdrætti Háskólans eflir þú Háskóla Islands HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005:

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.