Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 47
Dagur hjúkrunarfræðideildár móta þetta ferli, hún sýnir með óyggjandi hætti að fagmennska er ekki reikningsdæmi, ekki bara spurning um ferkantaða rökhyggju og tæknilega úrvinnslu vandamála heldur ferli sem felur í sér gagnreynda þekkingu, samfellda íhugun, reynslu og meðlíðan sem alltaf er félagslega staðsett. Þess vegna er hjúkrun lifandi fag. Fæð karla í hjúkrun sýnir að við erum enn að burðast með gamlar hugmyndir um eðli kvenna og inntak kvennastarfa. Þær hugmyndir kallast á við óorðaðar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku og vald þar sem karlmennska felst í að greina sig frá öllu sem er kvenlegt, eins og dæmin sanna. Mikilvægi bókar Kristínar felst ekki síst í því í mínum huga að setja orð á, undirbyggja og þróa þá hæfni, hæfileika, sérfræðiþekkingu og þjálfun sem felast í hugtökunum umönnun, umhyggju og samskiptahæfni. Bókin erað mínu mati beinskeytt femínisk greining í miklu víðari skilningi en einungis þar sem Kristín talar beinlínis um eða út frá femínisma. Hún er ekki bara yfirgripsmikil samantekt á mótun hjúkrunar og hlut hennar í nútímaheilbrigðis- og velferðarþjónustu, hún er líkaí samræða við þjóðfélagið um kvennastörf, ósýnileika þeirra og hvernig megi ögra þeim stöðnuðu viðhorfum sem hinn óorðaði kynjasáttmáli samfélagsins hvílir á. Því getum við sagt að hjúkrun þarf femínisma - en femínisminn þarf líka á hjúkrun að halda. Bók Kristínar er því mikilsvert framlag til femíniskra fræða ekki síður en til hjúkrunar. Heimildir Abbott, Andrew (1988). TheSystem of Professions. Chicago: University of Chicago Press. Etzioni, Amitai (ritstj.) (1969). The Semi-Professions and Their Organizations. Teachers, Nurses, Social Workers. New York, The Free Press. Maedonald, Keith (1995). TheSociologyofProfessions. London: Sage. Snjólfur Ólafsson (2005). „Jafnrétti á íslandi." Morgunblaðið 22/10 2005. Snjólfur Ólafsson (2005). „Eðlilegurlaunamunur kynjanna." Morgunblaðið 26/10 2005. inn Leggðu rækt við framtíðina Með miða í Happdrætti Háskólans eflir þú Háskóla Islands HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.