Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 48
í samstarfi viö Rauða krossinn
Undanfarið hefur verið unnið að stofnun félags
áhugafólks um verkefni af þessu tagi og hefur
fjöldi sjálfboðaliða úr röðum hundaeigenda lýst
yfir áhuga á að heimsækja t.d. sjúka og aldraðra,
bæði í heimahús og sjúkrastofnanir. Hugmyndin
er sú að félagið verði vettvangur fagfólks innan
heilbrigðisgeirans og áhugasamra hundaeigenda.
Akveðnar kröfur eru gerðar, bæði til sjálfboðaliða
og hunda í verkefnum af þessum toga.
Hundaeigendurnir munu fá þjálfun hjá Rauða
krossi Islands, sem hefur um árabil skipulagt
heimsóknarþjónustu af ýmsu tagi. Hundar sem
taka þátt í heimsóknum verða sérstaldega valdir af
fólki með viðamikla þekkingu á hundum, þannig
að eingöngu koma til greina heilbrigðir hundar,
sem eru yfirvegaðir, rólegir og mannelskir.
Meðferðarlegt gildi hunda
Gæludýr eru í vaxandi mæli hluti af fjölskyldulífi þeirra
sem búa í þéttbýli og í kjölfarið hefur augum verið
beint að meðferðarlegu gildi þeirra. Brynja Tomer sat
ráðstefnu í Svíþjóð í október síðastliðnum þar sem saman
komu áhugamenn og fagaðilar úr heilbrigðisstéttum
hvaðanæva að úr heiminum og greindu frá rannsóknum
og athugunum á því hvernig hundar geta aukið lífsgæði
okkar. Sænska hundaræktarfélagið skipulagði ráðstefnuna
í samvinnu við samtökin Manimalis, sem á síðustu árum
hafa kynnt fjölbreytta möguleika á því að nota hunda í
meðferðarskyni.
íslenskar rannsóknir sýna góðan árangur
Tvær rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á notkun
gæludýra í meðferðarskyni. Aðra gerði Ingibjörg Hjaltadóttir
hjúkrunarfræðingur meðal alzheimersjúklinga á Landakoti og
hina gerði Halla Harpa Stefánsdóttir þroskaþjálfi meðal einhverfra
unglinga. Báðar þessar rannsóknir gáfu ótvírætt til kynna að
reglubundnar heimsóknir hunda bættu líðan skjólstæðinganna
og höfðu jákvæð áhrif á vinnuumhverfi starfsfólks.
Hafi starfsfólk úr heilbrigðisstéttum áhuga á að fá gæludýr
í heimsókn til skjólstæðinga sinna geta þeir nú sótt um
heimild til þess. Almenna reglan er sú að bannað er að fara
með gæludýr inn á sjúkrastofnanir, svo í raun er um að ræða
undanþágu frá banni, en ekki leyfi. I mínum huga skiptir það
þó ekki máli, svo framarlega sem hægt er að koma til móts við
óskir sjúkra og aldraðra um að fá til sín gæludýr f heimsókn.
Margar Ieiðir eru til að nýta hunda til að auka
lífsgæði okkar mannanna og verður hér greint frá
þeim helstu.
Hjálparhundar fyrir fatlaða
Hjálparhundur er sérstaklega þjálfaður til að
aðstoða tiltekinn einstakling, sem til dæmis er
mjög líkamlega fatlaður, blindur eða bundinn við
hjólastól. Miklar kröfur eru gerðar til hjálparhunda
og venjan sú að sérmenntaður þjálfari byrji á að velja
efnilegan hvolp 8-16 vikna gamlan. Hann fær síðan
grunnþjálfun hjá stuðningsfjölskyldu og ekki tíðkast
að hinn fatlaði kynnist hvolpinum á þessu stigi.
Þegar hundur nær um eins árs aldri gengst hann
undir próf hjá þjálfaranum sem sker endanlega
úr um hvort hann hentar til jrjálfunar sem
hjálparhundur. Þeir sem ekki standast prófið geta
fengið að búa áfram hjá stuðningsfjölskyldunni, en
annars er þeim fundið annað heimili. Ennfremur
þurfa þessir hundar að vera heilbrigðir að öilu Ieyti
og mega ekki bera einkenni arfgengra sjúkdóma.
Afar dýrt er að þjálfa hjálparhund og hér á landi'
verða hinir fötluðu að bera kostnað af því sjálfir.
Hjálparhundur fylgir hinum fatlaða alla ævi, eða
meðan honum endist heilsa til, oftast í 10-12 ár.
Dæmi um það sem hjálparhundur gerir er að opna
hurðir og loka þeim, opna ísskáp og uppjrvottavélar,
taka þvott úr þvottavél, hjálpa manni úr sokkum og
buxum, kveikja og slökkva Ijós, draga hjólastól,
46
Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005