Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 53
PALLBORÐSUMRÆÐUR Heildræn meöferö þær gerast allar samtímis og enginn virðist vera ► vakandi fyrir þeim. Aður fyrr hafði fólk félagslegt skipulag sér til stuðnings, skipulag fjölskyldu, trúarbragða og efnahagskerfis, en þessi þróun hefur leitt til gríðarlegra umbreytinga og fólk á í erfiðleikum með að finna þann stuðning sem það þarf á að halda vegna þeirra vandamála sem kljást þarf við í daglegu lífi. Maður verður að vera sjálfstæð vera eigi maður að virka rétt vegna þess að félagskerfið sem hélt öllu saman er að sundrast. Aðeins þeir sem sjálfir stýra sínu skipi geta siglt heilu og höldnu um þessar breytilegu og oft hættulegu aðstæður. Það eru því til staðar bæði innri og ytri ástæður og þær eru báðar hluti þessarar heildrænu meðferðar, sem við köllum svo og, sem að sumu leyti snýst um að einstaklingurinn annist sig sjálfur. Og þá er komið að síðari spurningunni, er þetta framkvæmanlegt? Eg held að svo sé, að því gefnu að sjúkiingurinn taki þátt í meðferðinni eða hjúkrunarfólkið virkji sjúklinginn til að verða skipstjóri á eigin fleyi. Ég held að einn þáttur vandans, sem við blasir, sé sá að þeir sem vilja veita heildræna meðferð mæta hvorki fullum skilningi né jákvæðni hjá þeim sem á að þiggja heildrænu meðferðina. Ef sjúklingurinn tekur ekki umtalsverðan þátt í meðferðarferlinu tel ég það ekki heildrænt. Chris: Ég er að velta því fyrir mér hvaða aðferð kæmi til greina ef heildræn meðferð verður raunhæft svar við óskum sjúklinga. Desmond: Ég myndi vilja taka upp þráðinn frá Ernu um framsetninguna. Það er vitaskuld í þágu hagsmuna allra, stjórnmálamanna, starfsfólks heilsugæsiunnar, sjálfstæðra sérfræðinga og annarra að fjalla um það sem þeir hafa fram að færa til að auka áhuga á því. Engu skiptir hvort um er að ræða stjórnmálamann, sem ber ábyrgð á skattamálum og leggur fram fé til heilbrigðiskerfisins, eða sjálfstæðan sérfræðing. Það er alltaf mikilvægt að gera það sýnilegt sem fólk vill fá, jafnvel þótt það sé í raun ógerningur, líkt og þegar dóttir Ernu á að taka til inni hjá sér. Chris: Það er athyglisvert að ef heildræn meðferð verður raunhæft svar við óskum sjúklinga verður hún í sjálfu sér eins konar tækni vegna þess að hún fellur að ríkjandi aðferðum í heilbrigðiskerfinu. Sigurður: Mætti ég fá að svara þessu, kannski að hluta til með innsýnni hugsun. Mér finnst eins og hér sé verið að ræða viðhorf og tvö eða þrjú okkar hafa nú þegar nefnt að nálgun okkar einkennist ef til vill um of af klofningi. Skyldi lausnin á vanda okkar sem fagmanna kannski vera sú að íhuga hvað gerir okkur að góðum fagmönnum? Hverjir eru helstu kostir góðs hjúkrunarfræðings? Góðs Iæknis? Þarf í raun að vera um mismunandi aðferð að ræða, hvort sem um er að ræða nálgun vandamáls ungrar einstæðrar tveggja barna móður, sem er| atvinnulaus og glímir við félagsleg og fjárhagsleg vandamál sem: valda ýmsum alvarlegum iíkamskvillum eins og við þekkjum öll, eða nálgun vandamála sjúklings með krabbamein í brisi, sjúkling með alnæmi eða eitthvað annað? Hvert er vandamálið? Ég held að góðan fagmann einkenni einkum tvennt eða þrennt. I fyrsta lagi verða menn að vita hvað þeir eru að: gera og þekkja sérsvið út f ystu æsar. Við verðum að búa yfir upplýsingum, þekkja niðurstöður rannsókna sem staðfesta hvað gerir gagn, hvað er viðeigandi og hvað ekki. I öðru Iagi, og þá komum við aftur að því sem Desmond sagði, er hinn mannlegi þáttur meðferðarinnar. Eg vona að við reynum öll að koma því til skila við sjúklinga okkar að okkur er umhugað um hann eða hana. Hluttekning með sjúklingum er grundvöliur samræðna okkar við þá svo þeir taki ákvörðun um að vinna með okkur. Ég vona að hin valdsmannslega föðurlega eða móðurlega aðferð sé úr sögunni. Og í þriðja lagi, og nú vísa ég til sinfóníuhljómsveitarinnar hans Jóns, þá verðum við að geta unnið saman. Jafnvel þótt stundum sé nauðsynlegt að hafa hljómsveitarstjóra þarf hann að vera nógu þroskaður til þess að skilja að hann sem einstaklingur er ekki miðdepill starfseminnar heldur sjúklingurinn. Hópurinn vinnur ekki saman með þarfir hljómsveitarstjórans í huga heldur sjúklingsins. Því miður eru jsumir kollegar mínir á annarri skoðun. Þeir halda að þeir séu í raun ástæða þess að hópurinn kemur saman en ekki endilega sjúklingurinn. Ég hekl að ef við höfum þetta þrennt f huga þá verðum við góðir fagmenn. Þá hættir það kannski að skipta máli hvort við höfum mismunandi skilning á hinum ýmsu leiðum til lækningar því við verðum að berjast gegn þeirri hugmynd að tæknilega aðferðin og heildræna aðferðin séu endilega gjörólíkrar gerðar, eins konar „Fríða og dýrið “. Það er ekki rétt. Höfum í huga að í sögunni um Fríðu og dýrið sameinast þau að lokum og því sama þurfum við að koma til leiðar. j Guðrún: Má ég taka við? Á meðan ég hlustaði á Sigurð hugsaði ég: Já, nákvæmlega. Það verður að vera hægt að framkvæma þetta innan núverandi skipulags. Þú ræddir um hvort heildræn meðferð myndi verða tæknilegt ferli. Það er ekkert að því að Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 51 L

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.