Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 4

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 4
Það sem hér fer á eftir er meginmál laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt, og hafa inn í £>að verið felldar breytingar skv. lögum nr. 7/1972. LÖG UM TEKJUSKATT OG EIGHARSKATT. I. KAELI Um skattskyldu. 1. gr. Hver maður heimilisfastur hér á landi er skyldur til, með þeim takmörkunum, sem settar eru í lögum þessum, að greiða skatt í rikissjéð af tekjum sínum og eignum. . Nú dvelst maður erlendis um stundarsakir, en hregður eigi heimilisfangi sínu hér á landi, og skal hann þá gjalda skatt eins og hann dveldist að staðaldri í landinu. 2. gr. M er maður eigi heimilisfastur hér á landi, en á hér fasteignir og hefur tekjur af þeim eða af atvinnu eða af sýslan, sem hér eða héðan er rekin, svo sem sjémenn á íslenzkum skipum, sem eigi greiða skatt i öðru ríki, og skal hann þá gjalda skatt af tekjum þessum og tilnefna fyrir hlutaðeigendi skattheimtumanni, hver greiði skattgjald hans, enda sé sá maður húsettur á skattsvaði skattheimtumanns. Sömuleiðis skal sá, er eigi hefur aðsetur hér á landi, en hefur laun, hiðlaun eða styrk úr ríkissjéði, eða arð af hlutafé í innlendu hlutafélagi eða innhorguðu stofnfé í öðrum atvinnufélögum eða fyrirtækjum, eða tekjur frá öðrum inn- lendum aðilum, gjalda skatt af þessum tekjum, og skal tekju- skattinum haldið eftir við greiðslu fjárins. Menn, sem eigi eru heimilisfastir hér á landi, og útlend félög greiða eignarskatt af þeim eignum sinum hér á landi, sem gefa af sér tekjur þær, er um ræðir í þessari grein. Reiknast skattur einstaklinga samkvæmt reglunum i 26. gr. I. Eignarskattur útléndra félaga reiknast samkv. 26. gr. II. Ríkisstjérninni er heimilt að gera samninga við stjómir annarra ríkja um gagnkvæmar ivilnanir á tekju- og eignarskatti þeirra erlendra og íslenzkra skattaðilja, sem eftir gildandi

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.