Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 38

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 38
- 35 - 46. gr. lögreglustjórar - 1 Reykjavík tollstjóri - innheimta tekju- og eignarskatt á manntalsþingum ár hvert. Sé skattur- inn eigi greiddur innan mánáðar frá gjalddaga, skal greiða dráttarvexti, l/2?° fyrir hvern mánuð eða hrot úr mánuði, sem greiðsla dregst. M er skattur eigi greiddiir fyrir nestu áramót, eftir að hann var á lagður, og skal J>á greiða ljí dráttarvexti fyrjr hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem greiðsla dregst frá þeim áramðtum. Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett fyllri ákvæði um innheimtuna, svo sem að gjalddagar skuli vera fleiri en einn á ári, bar sem það Jiykir henta, lun tilbúning og sölu skattmerkja og bess háttar. Einnig getur fjái’málaráðherra með reglugerð skyldað kaup- greiðendur til að gefa skýrslur um mannahald og halda eftir og skila til innheimtumanns upp í binggjöld manna hluta af kaupi þeirra til lúkningar gjöldxmiun, og má í reglugerðinni setja ýtarlegri ákvæði um allt, er að þessu lýtur. Kaup- greiðandi ábyrgist þá fé það, er hann hefur haldið eftir sem geymslufé. Fé þetta og gjöld, er ekki hefur verið haldið eftir vegna vanrækslu kaupgreiðanda, má taka lögtaki hjá honum sem eigin skattar væru. IIú vanrækir kaupgreiðandi að halda fé eftir upp í gjöldin, skila innheimtufé eða umkröfðum skýrslum, og má þá einnig beita sektum, ef eigi er úr bætt innan hæfilegs frests, er innheimtumaður ákveður. Þeir, sem hafa á hendi fjárforræði élögráða manna, bera ábyrgö á skattgreiðslu þeirra. Um ábyrgð atvinnuveitanda á skattgreiðslu útlendinga, sem þeir hafa í þjénustu sinni, fer svo sem segir í 5. gr. laga nr. 22/1956. Fjármálaráðherra getur með reglugerð ákveðið, að inn- heimta skuli fyrir fram upp i væntanleg þinggjöld yfirstand- andi árs hjá hverjum gjaldanda fjárhæð, er nemi allt að 3/5 hlutum þeirra þinggjalda, sem honum bar að greiða nsstliðið ár. Hú breytir rikisskattanefnd skatti svo seint, að til- kynning um það hefur eigi náð innheimtumanni fyrir gjalddaga skattsins, og skal hann þá innheimta eða endurgreiða þann skatt síðar. Oheimilt er að slita félagi og úthluta eignum þess, fyrr en opinberir skattar áf tekjvun þess og eignum hafa að fullu verið greiddir fyrir aJ.lan starfstíma félagsins.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.