Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 35

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 35
- 32 - kynningar til innheimtumanns ríkissjóðs skal sent til ríkis- endurskoðanda og ríkisskattstjóra. 39. gr. Eigi siðar en 20. júní ár hvert skulu skattstjórar hafa samið og lagt fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag 1 umdmminu, en i henni skal tilgreina álagðan tekjuskatt og eignarskatt hvers gjaldanda. Skattskrá skal liggja til sýnis 2 vikur á hentugiim stað í hverju sveitarfélagi. Skattstjóri eða umboðsmaður hans auglýsir í tæka tíð, hvar skattskrá liggur frammi. Enn fremur skal skattstjéri senda hlutað- eigsindi innheimtmanni rlkissjóðs skrá um J)á, er gjalda eiga tekju- og eignarskatt í þvl lögsagnarumdæmi, og samrit til ríkisendurskoðanda og ríkisskattstjéra. 40. gr. Nú telur einhver skatt sinn eigi rétt ákveðinn, og getirr hann þá sent skriflega kæru, studda nauðsynlegum gögnum, til skattstjéra eða umboðsmanns hans innan 14 daga frá þvi er skattskrá er lögð fram eða póstlögð var tilkynning um skattbreytingu, sbr. 4. mgr. 38. gr. Innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests skulu skattstjórar hafa úrskurðað kærur og leiðrétt skattskrá. TJrskurðir skattstjóra skulu rök- studdir og sendir kærendum í ábyrgðarbréfi. Samrit úrskurða skulu send rikisskattstjóra. Leiðréttingar á skattskrá skulu jafnframt sendar hlutaðeigandi innheimtumanni rikissjóðs og samrit til rikisendurskoðanda og ríkisskattstjóra. TJrskurðir skulu uppkveðnir af skattstjórum eða af þeim starfsmönniim þeirra, sem fengið hafa sérstaka heimild ríkis- skattstjóra til þessa starfs. 41. gr. TJrskurði skattstjóra má skjóta til ríkisskattanefndar. Kærufrestur til rikisskattanefndar skal vera 21 dagur frá uppkvaðningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri hefur heimild til að skjðta úrskurðum skattstjóra til ríkisskattanefndar á næstu þremiir mánuðum eftir dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Kærur skulu vera skriflegar og studdar beim gögnum, sem kærandi telur nauðsyn- leg. Rikisskattstjóri skal koma fram fyrir hönd fjármála- ráðherra gagnvart rikisskattanefnd. Hann skal rökstyðja kröfur sinar og rita greinargerð í málum að þvi marki, sem

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.