Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 8
- 5 -
einnig undaniþegnir eignarskatti i samræmi við reglur þsr,
sem settar eru í málsgreininni.
II. KAFLI
Um skattskyldar tekjur.
7. gr.
Skattskyldar tekjur teljast með þeim undantekningum og
takmörkunum, er síðar greinir, alls konar arður, laun og
gróði, er gjaldanda hlotnast af eign eða atvinnu eða ein-
stökum verknaði eða atvikum, ef þetta verður metið til
peningaverðs, svo sem:
A. Tekjur af landbúnaði, sjávarútvegi, siglingum, verzlun,
verksmiðjuiðnaði, handiðn, námurekstri og sérhverjum
öðrum atvinnurekstri, enn fremur allar tekjur, sem
telja má endurgjald fyrir starfsemi 1 þágu vísinda,
lista og hókmennta eða fyrir hvers konar vinnu, greiða
eða aðstoð. Til slikra tekna telst fæði, húsnæði, afnot
bifreiða og hver önnur hlunnindi, sem látin eru i té
og jjafna má til kaupgreiðslu.
B. Tekjur af embættum eða sýslunum, svo sem: Pöst lann,
aukatekjur, embættisbústaðxir og önnur hlunnindi, land-
auragjald, jarðarafnot, endurgjald fyrir skrifstofu-
kostnað (sbr. 11. gr. C). Enn fremur eftirlaun, biðlaun,
lífeyrir, gjafir og styrktarfé. Til skattskyldra gjafa
telst meðal annars: Gjafir eða hlimnindi, sem sýnilega
eru gefin sem kaupauki, beinar gjafir 1 peningum eða
öðrum skattskyldum verðmætum, sem nokkru nemur, þar
með talin afhending slíkra eigna í hendur nákominna
ættingja, nema um fyrirframgreiðslu upp í arf sé að
ræða, sbr. 10. gr. B. Komi endurgjald fyrir þessar eignir
að einhverju leyti, skal meta til tekna mismuninn á þvi
endurgjaldi og ástluðu matsverði hinnar gefnu eignar.
Undanskildar skulu þó tækifærisgjafir, nema arðberandi
eignir séu gefnar.
C. Landskuld af leigujörðum og arðxu: af hvers konar hlunn-
indum og ítökum, leiga eftir lúðir, hús og önnur mann-
virki, svo og áætlað gjald af jörðum, ítökum, hlunnindum,
léðum, húsum og öðrum mannvirkjum, sem eigendur eða rétt-
hafar nota sjálfir eða láta öðrum í té til afnota án
eðlilegs endurgjalds. Enn fremur leiga af innstæðukú-
gildum á jörðvun, sem eru í leiguábúð, arður af byggingar-
peningi, svo og leiga eða arður af lausafé, þar með talin