Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 37

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 37
- 34 - sköttimarsamninga við önnur riki, sör. 4. mgr. 2. gr. Rikisskattstjóri getur af sjálfsdáðum rannsakað hvert J>að atriði, er varðar framkvæmd laga þessara svo og annarra laga um skatta og gjöld, sem álögð eru af skattstjórum. Getur hann í þvi skyni krafizt allra upplýsinga hjá skatt- stjðrum, umhoðsmönnum þeirra, lánastofnunum og öðrum þeim, er í 36. gr. greinir. Við emhætti rikisskattstjðra skal starfa rannsðknardeild, er hafi með höndum rannsðknir samkvæmt lögum þessum, shr. 4. mgr. 36. gr. og 2. mgr. þessarar greinar. Porstöðumaður deildarinnar, skattrannsðknarstjðri, stýri rannsðknarstarfi hennar í samráði við ríkisskattstjðra. M telvtr rlkisskattstjðri ástsðu til að hreyta ályktun skattstjóra um skattákvörðun samkvsmt lögum þessum, enda séu uppfyllt skilyrði 38. gr., ef um hækkun er að ræða, eða öðrum lögum um skatta og gjöld, sem lögð eru á af skattstjðrum, og getur hann þá gert gjaldþegni skatt að nýju. Heimilt er gjaldanda að kæra slíka álagningu til rikisskattanefndar eftir reglum 41. gr. 43. gr. Afrýjun skattákvörðimar eða deila um skattskyldu frestar ekki eindaga tekju- eða eignarskatts né leysir undan neinum þeim viðurlögum, sem lögð eru við vangreiðslu hans. En ef skattur er lækkaður eftir úrskurði eða dðmi eða niður felldur, skal endurgreiðsla þegar fara fram. Vikja má frá ákvæði 1. málsliðs, ef sérstaklega stendur á, samkvæmt ákvörðun rikis- skattstjðra. 44. gr. Skattstjðrar og rikisskattanefnd skulu halda gerða- hækur I því formi, er fóármálaráðherra fyrirskipar. Þá skulu og skattstjðrar gefa Hagstofu Islands skýrslu í því formi, sem hún ákveður, um framtaldar eignir og tekjur, álagða skatta og önnur atriði, sem tilgreind eru I framtölum. 45. gr. Fjármálaráðherra hefur eftirlit með því, að skattstjðrar, rikisskattstjðri og ríkisskattanefnd ræki skyldur sinar. Hann hef\m rétt til að fá sendar framtalsskýrslur og krefja skatt- stjðra og rikisskattstjðra skýringa á öllu því, er framkvæmd laga þessara varðar.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.