Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 43

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 43
- 40 - 53. gr. Skylt er að hækka eða lækka ]?ær fjárhæðir, sem um ræðir i A- og D-liðum 13. gr., 14. gr. og 16. gr., svo og þrepin í skattstiga þeim, sem um ræðir í I. lið 25. gr., í samræmi við skattvísitölu, sem ákveðin skal 1 fjárlögum ár hvert, í fyrsta sinn i fjárlögum fyrir árið 1973. 54. gr. Heimilt er fjármálaráðherra að hreyta tímaákvörðunum og frestum ]>eim, sem um ræðir í VI. kafla, eftir því sem þörf krefvir. 55. gr. í’jármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga, svo sem nánar um ákvörðun tekna og eigna, störf skattstjðra, rikisskattstjóra, skattrannsóknar- stjðra, rikisskattanefndar og nefndar samkvæmt 6. mgr. 48. gr. Ráðherra getur í reglugerð kveðið á um sérstakt bðkhald, bar á meðal birgðabökhald, skattskyldra aðila, og svo um löggildingu ]>ess, færslu og geymslu. 56. gr. Nú hafa undirskattanefndum eða yfirskattanefndum verið falin sérstök störf samkvæmt lögum eða reglugerðum, og skulu þá skattstjérar ]?eir, sem skipaðir verða eftir lögum Jiessum, leysa þau störf af hendi, unz öðruvísi verðiir ákveðið. 57. gr. Keð lögum þessum eru felld úr gildi ákvæði 1., 2. og 3. gr. laga nr. 78/1967 og lög nr. 48/1970. Lög Jiessi skulu þegar öðlast gildi og koma til fram- kvæmda við álagningu skatta til ríkissjóðs fyrir skattárið 1971. Akvæði 4. mgr. 38. gr., 39. gr., 40. gr., 2. málsl. 6. mgr. 47. gr., 3. mgr. 52. gr., svo og I. tl. ákvæða til bráðabirgða skulu þ6 koma til framkvæmða við álagningu skatta fyrir skattárið 1970. Akvæði til bráðabirgða. I. Heimilt er atvinnufyrirtækjum á árunum 1971-1972 að endurmeta fyrnanlegar eignir slnar, samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. A-liðs 15. gr., sem ]?au höfðu eignazt fyrir árslok

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.