FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 5

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 5
hugtakið endurskoðun yfir allt sem endurskoðendur gera enda var það þannig til að byrja með. Við í stéttinni teljum það aðeins ná til endurskoðunarinnar sjálfrar en könnunarvinna fjárhagsupplýsinga og ýmis önnur staðfestingarvinna sé aðgreind þar frá og hafi oft annan tilgang og markmið en endurskoðun. Hvert form staðfestingarvinnu hefur svo mismunandi áritanir sem sýnishorn eru gefin af í viðkomandi stöðlum. Þar fyrir utan gegna endurskoðendur alls kyns ráðgjafarvinnu svo sem við rekstur, skattamál o.fl. sem ekki fellur undir staðfestingarvinnu þá sem getið er hér að framan og eru þeir þar oft að miðla af þekkingu sinni og reynslu. í lögum um endurskoðendur er hugtakið „endurskoðun" látið ná yfir alla staðfestingarvinnu, þ.e. þá vinnu að afla gagna og meta þau með óháðum og kerfisbundnum hætti í þeim tilgangi að láta í Ijós rökstutt og faglegt álit endurskoðanda um áreiðanleika þeirra og framsetningu. Af fyrrgreindu má sjá að það er nokkur þörf á að huga að hugtökum og hugtakanotkun fagsins í tengslum við þróun þess undangengin ár til að það valdi ekki misskilningi. Þróun og framtíð Mikil þróun hefur orðið í viðskiptalífi undanfarin misseri með aukinni tækni. Því samfara er Ijóst að hlutverk endurskoðenda mun áfram þróast frá því sem nú er eða verið hefur. Við stofnun FLE fyrir 75 árum var verðbréfamarkaður hérlendis lítt þróaður og hlutverk endurskoðenda að votta um réttmæti fjárhagsupplýsinga líkt og enn er, auk þess að halda utan um þá þekkingu sem laut að reikningsskilum. Með síauknum kröfum til lífsgæða í nútíma samfélagi ríður á að aðgengi sé stöðugt að traustum upplýsingum til ákvarðanatöku þegar verið er að beina aðföngum í þann farveg sem mesta hagsæld skapar. Þörf fyrir hraða í flæði upplýsinga hefur aldrei verið meiri en nú er og sýnist fara vaxandi. Traust og trúverðugleiki upplýsinganna mun þó ávallt byggja á heilindum þeirra persóna sem þær staðfesta. Það er og verður hlutverk endurskoðenda. Með tæknivæðingu undanfarinna ára hefur upplýsingaflæði færst meira yfir á rafrænt form, þ.e. búið er að rafvæða pappírinn sem áður var notaður til að dreifa upplýsingum. Ákvarðanataka grundvallast nú á mun víðtækari upplýsingum en þeim sem eru eingöngu fjárhagslegs eðlis. Má hér nefna upplýsingar um stjórnhætti, þ.e. hvort og hvernig er tekið á vandamálum sem upp koma í rekstri, nýtingu aðfanga, áhættugreiningu, skipulagningu og virkni innra eftirlits, fylgni við lög og reglur, umhverfismál o.fl. Þessar upplýsingar eru ekki eingöngu notaðar af fjárfestum í fjárfestingahugleiðingum heldur einnig fyrirtækjum sem eru að velja sér viðskiptavini eða samstarfsaðila og fólki á vinnumarkaði sem er að velja sér farveg fyrir krafta sína og vill tryggja bestan árangur, svo dæmi séu nefnd. Fyrirsjáanlegt er að þessi þróun mun halda áfram og þurfa endurskoðendur að forma aðkomu sína að staðfestingum þessara upplýsinga og birtingarleiða þeirra staðfestinga. Um það mun framtíðin snúast. Afmælisverkefni í tengslum við afmælisár félagsins er nú unnið að útgáfu félagatals sem nær yfir alla þá aðila sem hlotið hafa löggildingu til endurskoðunarstarfa auk þess sem í gangi er ritun á sögu félagsins sem tengist einnig sögu endurskoðunar á íslandi. Afmælisnefnd félagsins sem skipuð var í tilefni 75 ára afmælisins hefur haft veg og vanda þessara verka með aðstoð sérfræðinga á hvoru sviði fyrir sig. Á þessum tímamótum færi ég öllum þeim sem komið hafa að starfsemi FLE hinar bestu þakkir fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins. Kynningarnefnd færi ég bestu þakkir fyrir þeirra framlag til þessarar útgáfu og vona að blað þetta verði félagsmönnum og öðrum fróðleg og skemmtileg lesning. Þórir Ólafsson Fagstétt mótast Kristján Sveinsson, er sagnfræðingur og vinnur að söguritun FLE Löggilding, próf og prófleysi löggiltra endurskoðenda 1926-1953 Hinn 15. júní 1926 setti Alþingi í fyrsta sinn lög um löggilta endurskoðendur. Þremur árum síðar var sett reglugerð um próf löggiltra endurskoðenda og á næstu árum og áratugum mótuðust starfshættir um löggildingu og þær kröfur sem gerðar voru til þeirra sem hana hlutu. Allt síðan Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) var stofnað í Reykjavík sumarið 1935 hefur félagið haft afskipti af menntunarmálum endurskoðenda og meiri en gerst hefur um margar aðrar fagmenntaðar starfsstéttir. Það á sér þá skýringu helsta að allt síðan endurskoðun varð löggilt starfsgrein á FLE blaðiðjúlí2010 • 5

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.