FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 16

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 16
Frá vinstri: Þorsteinn, Helga Erla, Sighvatur formaður Kynningarnefndar og Geir Hvað varð til þess að þið tókuð þetta að ykkur? Geir: „Það eru yfir 30 ár síðan ég var formaður en ég datt inn í þetta úr varaformannssætinu. Ég kom þarna inn í stjórnina þegar Atli Hauksson var formaður og var svo gerður varaformaður blautur á bak við eyrun. Það lá ekki endilega Ijóst fyrir í upphafi, að ég myndi verða formaður. Menn töldu það svo sjálfsagt þannig að hefðin var byrjuð að mótast. Þorsteinn: „Ég hafði brennandi áhuga og titraði að metnaði. Ég tók ekki beinlínis að mér formannsembættið heldur tók ég að mér varaformannsembættið. Það var létt að játast boði um þá vegtyllu. Af því leiddi, samkvæmt venju, formannsembættið og þegar á hólminn var komið, kom ekki til greina að hafna því." Þorvarður: „Auðvitað gerðist þetta með sama hætti hjá mér að ég tók að mér varaformennsku. Það fylgdi því að verða svo formaður. Mér fannst það bæði áhugavert verkefni og áskorun að gerast formaður þessa merkilega félags. Margret: „Þegar ég tók við sem varaformaður vissi ég að það yrði formannsembættið tveimur árum seinna. Allt frá því að ég kom inn í þetta félag og Þorsteinn setti mig í skemmtinefnd hefur mér alltaf fundist þetta félag svo sérstakt. Menn voru svo nálægt hver öðrum, var svona þétt félag. Mér fannst þetta ótrúlega spennandi viðfangsefni. Það er alltaf gaman að taka að sér öðru vísi verkefni en maður er að sinna alla daga. Ég pældi svo sem ekkert mikið í því hvort formaður væri karl eða kona. En ég man eftir því að það var kostur hve fáar konur voru í félaginu hér áður fyrr, af því að það var aldrei biðröð á kvennaklósettinu, en það hefur alveg gjörbreyst. Hvernig hefur reynslan nýst ykkur í daglegu starfi? Þorsteinn: „ Reynslan nýtist á öllum vettvangi lífsins; sérstaklega í starfi. Það veitir mikinn styrk að vera inni í umræðunni og inni í þeim málefnum sem eru til umfjöllunar hjá NRF og á alþjóðavettvangi. Það að vera í sambandi við erlenda forystumenn endurskoðenda og funda með þeim, veitir styrk og öryggi. Kemur inn alhliða, alveg eins og ef maður púlar í ræktinni, en þá er erfitt að segja hvort styrkurinn komi frá þessari eða hinni æfingunni. Þorvarður: „ Kannski þó reynslan nýtist ekki í starfi sem endurskoðandi þá nýtist hún í persónuleg samskipti og persónuleg tengsl. Maður lærir ýmislegt eins og að stjórna fundum og taka þátt í verkefnum og umræðum. Einnig það að kynnast þessum erlendu kollegum og uppgötva að vandamálin eru þau sömu í raun. Þetta nýtist vel í samskiptum við fólk.Margret: „ Og víkkar sjóndeildarhringinn sem er alltaf til gagns hvar sem maður fer , bæði í vinnunni og alls staðar. Manni hættir auðvitað til, sérstaklega ef maður vinnur mjög lengi á sama stað og í sama starfinu, að sjá ekki út fyrir sinn innsta hring. Það víkkar hann mikið að fara í svona. Geir: „Ég tek undir þetta allt saman, þetta var góð reynsla. Hvaða burði þurfa menn að hafa í svona starf og mynduð þið mæla með þessu við kollega ykkar? Þorvarður: „Fyrst og fremst að hafa viljann til að gera þetta og hafa gaman af samskiptum við fólk. Þorsteinn: „Ég mæli ekki með þessu við aðra, ég skal bara gera þetta" segir hann og vekur almennan hlátur í hópnum. „Það er alveg frábært að vera formaður, en auðvitað verða menn að hafa áhuga og ekki bara metorðagirnd heldur líka metnað, einhverja sýn á þetta. Mönnum gefst líka tími til að búa sig undir þetta í varaformannssætinu. Þorvarður: „Það kerfi virkar mjög vel. Geir: „Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þetta er krefjandi, tekur bæði tíma og undirbúning. Þorvarður: „Menn sjá líka fyrir endann á þessu en þetta eru fjögur ár, tvö í varaformann og tvö sem formaður svo menn sjá fyrir endann þá þessu. Margret: „Mér finnst þetta passlega langt tímabil. Fólk spurði mig, hvort um eftirsjá eða létti væri að ræða þegar ég hætti en í mínum huga fann ég fyrir hvorugu. Þetta var verkefni sem ég tók að mér, tók talsverðan tíma en var skemmtilegt. Þorvarður: „Það var ákveðinn léttir að hætta en líka eftirsjá. Mann vantaði samt ekki verkefnin, það leggst alltaf eitthvað til. Ég fór í að byggja sumarbústað sumarið eftir. Geir: „ Maður hafði gert sér grein fyrir að þessi tími myndi líða. Ég held að mér hefði ekki liðið sérstaklega vel með það að vera lengur í þessu. Hvað voru helstu málin í endurskoðunarheiminum þegar þið voruð formenn? Geir: „Þetta voru fyrstu ár alþjóðareikningsskilanefndarinnar. Við vorum ekki stofnfélagar þar en ég man að á fundi sem ég mætti á, kom formaður nefndarinnar með kort sem merkt voru inn á þau lönd sem höfðu þá gengið til þessa samstarfs. Hann var mjög áhugasamur um að fá Island inn í hópinn því þá gat hann litað áberandi blett á kortinu rauðann. Það varð úr að árið eftir gengum við inn í þetta. Af innlendum vettvangi man ég eftir að það voru í undirbúningi ný hlutafélagslög og það for svolítill tími í það. Margret: Það hrundi víst heilt efnahagskerfi á minni vakt. Auðvitað markaði það dálítið þennan tíma og kallaði á meiri samskipti við fjölmiðla en maður hafði gert ráð fyrir og margt sem hékk á spýtunni. Spjót hafa auðvitað beinst að okkar stétt, sum með réttu og önnur með röngu. Það 16 • FLE blaðiðjúlí2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.